12.17 Víti á Liver, meira ruglið
12.34 Bölvað bögg, sko ég var með fólk hérna í bjór og póker í gær og það er dáldið ryð í mér, vaknaði þess vegna aðeins eftir að Liver leikurinn byrjaði, er að detta í gírinn samt, best að flakka þá á milli leikjanna, það var verið að spjalda Ronna fyrir leikaraskap, það var samt brotið á honum
12.45 drasl, Vidic skoraði eftir horn, vel gert hjá honum
12.55 Deadari hjá Portsmouth en sem betur fer skaut hann Otaka(eða eitthvað) framhjá
12.58 voronin og crouching tiger eru sem sagt senterar, yossi inná líka, vissi ekki að þeir sýndu varaliðsleiki á sýn2
13.05 Hinn gullfallegi Fernando Torres á leið inná fyrir crouching tiger, það væri ágætt að fá 3 stig úr þessum leik, Liver eru ekki að gera mikið þessa stundina
13.09 hverjum dettur í hug að láta pennant taka auka, meiri dellan, og þá tók Yossi aukann, hvað level af dellu er það eiginlega, það hlýtur að vera betra að láta menn taka auka sem hafa einhvern tímann skorað, þó það væri ekki nema á æfingu
13.17 Gerri inná fyrir Pennant, smá power, Arnar Björnsson sagði að Babel væri þriðji hákarlinn sem væri að koma inná, vissi ekkiað Babel væri kominn í þann hóp, takk Arnar, annað færi hjá Portsmouth
13.21 Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju Momo reynir að sóla, hann var að detta á rassinn eftir eitthvað misheppnað trix, hann lærir seint. Arnari finnst Portsmouth hafa eflst eftir skiptingarnar hjá Liver
13.27 83 búnar, ekki mikið að gerast í þessum leik, sýnist þetta vera í besta lagi 1 stig, vonandi getur Gerri reddað þessu
13.31 Beint frá Arnari: Torres reynir og reynir, Reynir Sandgerði
Liver og Chelski gerðu jafntefli, ManU og Arsenik unnu
Íþróttir | 15.9.2007 | 12:29 (breytt 16.9.2007 kl. 00:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu tímarnir hér hjá Vodafone, sérstakt að vera að kveðja fyrirtækið eftir tæp 6 ár en skemmtilegir tímar framundan hjá Valitor, byrja þar á mánudag kl 9, spennó.
Við hæfi að enda þá á Vodafone laginu...
Bloggar | 14.9.2007 | 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fyrir 3 stigum í leik þar sem við vorum varla betri aðilinn
Klapp klapp fyrir frammistöðu Ragnars Sigurðssonar. Sterkur, fljótur og góður ungur hafsent, maður leiksins að mínu mati.
Klapp klapp fyrir áhorfendum sem létu ágætlega í sér heyra, það er gaman að landsleikjum og gaman að láta aðeins í sér heyra
Klapp klapp fyrir skiptingunum þegar þær loksins komu, mér fannst reyndar bæði Ólafur Ingi og sérstaklega Ásgeir Gunnar koma allt of seint inná en þetta reddaðist fyrir horn. Sérstaklega hefði Eyjólfur átt að bjarga Kára miklu fyrr, þetta var einn af þessum dögum hjá honum, einföldustu sendingar klikkuðu og honum leið held ég ekki vel þarna inná í seinni hálfleik. Í raun ekki við hann að sakast, það hafa allir fótboltamenn átt leiki þar sem það er eins og að maður sé að spila með plastbolta, hann fer einfaldlega ekki þangað sem maður vill að hann fari.
Klapp klapp var reyndar ákveðið vandamál eftir að Eiður kom inná, ekki að hann væri að klappa boltanum en Gunnar Heiðar og sérstaklega Emil klöppuðu boltanum of mikið þegar Eiður var að hlaupa í eyður. Þgar þeir gáfu boltann þá var það yfirleitt í vitlausu tempói, einu klapp of seint.
Klapp klapp fyrir dómara sem leyfði leiknum að ganga þegar senterar og hafsentar voru að fara í skallabolta, yfirleitt fá dómarar þá furðulegu hugmynd að dæma á það þegar menn eru að kljást aðeins um skallabolta úti á velli og dæma þá gjarnan til skiptis á hafsenta og sentera.
Klapp klapp fyrir íslensku landsliði sem hélt áfram að hlaupa og berjast þrátt fyrir að þeim gengi í raun ekki sérlega vel að byggja upp spil. Kristján er alltaf fínn í svona leiki, hann tæklar.
Klapp klapp fyrir 4 stigum í 2 leikjum sem ég hef séð með fyrrum landsliðsfyrirliða Jóni Péturssyni og verðandi leikmanni Barcelona, Aroni Frey
![]() |
Ísland sigraði Norður-Írland 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.9.2007 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Pétur og Björn léku sér að Garðavelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.9.2007 | 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hún hefur lítið breyst eða?
og vinsamlegast segið ekki Nylon að ég hafi sett inn Britney Spears vídjó, þær gætu orðið pirraðar
![]() |
Spears sögð hafa grátið baksviðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.9.2007 | 00:28 (breytt kl. 00:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tekur crouching tiger stöðuna af heskey enda getur hann ekki neitt. Verð á leiknum í rigningunni á morgun ásamt fyrrum landsliðsfyrirliða Jóni Péturssyni og Aroni Frey, sérlegum knattspyrnuráðgjafa og verðandi leikmanni Barcelona. Það virkaði fínt síðast og verður vonandi jafn skemmtilegt og á laugardaginn.
Styttist í starfslok hjá Voda, síðustu dagarnir og ég er svona að átta mig á þessu. Merkilegt nokk þá hlakka ég annars til skólans á fimmtudag, mun skemmtilegra fag á fimmtudögum og miklu færri í tímanum eða kannski er það bara það að ég er eini gaukurinn þarna.
Ef niðurhal væri löglegt væri ég búinn að vera að horfa á Louis Theroux, breskan gauk sem gerir skemmtilega heimildamyndir um mannlífið, aðallega furðufugla í USA, smá sýnishorn hér
Skemmtileg helgi framundan líka, ætla að læra smá og horfa á slatta af fótbolta,
lofa leikjadagbók(um) fyrir Jón Bjarna, svo lengi sem ég ákveð ekki að fara að þrífa, reyndar megið þið þá gjarnan koma hér við og löðrunga mig því þá er eitthvað að.
![]() |
Tekur Crouch stöðuna frá Heskey? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.9.2007 | 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir þá sem nenna að lesa þá er hér meira stöff um Bush, skemmtilega vel skrifuð grein eftir David Halberstam.
http://www.vanityfair.com/politics/features/2007/08/halberstam200708
Bloggar | 10.9.2007 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Lehmann: Almunia verðskuldar ekki sæti mitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 10.9.2007 | 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hefðum vissulega viljað vinna eftir að hafa verið svona lengi yfir en jafntefli á móti Spáni er ekki slæmt. Það sem var jafnvel betra var að sjá baráttuna í liðinu, viljann vantaði ekki. Við fengum sennilega fleiri færi en þeir þó þeir hafi verið miklu meira með boltann. Gaman að sjá Ragnar í hafsentinum, fljótur og sterkur náungi. Fyrrum landsliðisfyrirliði Jón Pétursson og Aron Freyr voru sammála um að leikurinn hafi verið góður og að liðið hafi staðið sig vel.
Fékk daprar fréttir áðan, Geiri El dó í dag. Toppkall og kannski besti íslenski þjálfarinn fyrr og síðar. Gerði Fram að því sem það varð á níunda áratugnum og gerði fína hluti með landsliðið. Hvað leikmenn hans hafa verið marga klukkutíma í reitabolta veit ég ekki en þeir lærðu af því sem og öðru sem hann hafði fram að færa. Fyrir utan að vera afbragðs þjálfari þá var hann skemmtilegur kall og góður vinur foreldra minna, heimurinn er verri staður án hans og hans verður sárt saknað.
![]() |
Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 9.9.2007 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Eiður Smári: Skil ekki umræðu um áhugaleysi og metnaðarleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.9.2007 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |