Færsluflokkur: Bloggar

Hjälp

er sænsk sjónvarpssería sem Eva systir gaf mér þegar hún kom í heimsókn um daginn. Er búinn að vera að spara hana aðeins. Byrjaði sem sagt áðan og er búinn með 4 þætti, snilldarþættir eins og reyndar margir sænskir sjónvarpsþættir.

Þetta eru sketsjar um nokkrar týpur sem leita til sálfræðings. Reyndar var ég næstum hættur áðan því systir sálfræðingsins fer svo mikið í taugarnar á mér en Felix Herngren reddar þessu, hann leikur homma sem er bara hrifinn af stelpum.

Felix þennan sá ég fyrst í hlutverki Papi Raul

Þetta er á sænsku


Úff

það er kalt.

Rættist úr super bowl í gær í lokin. Er að fara að skoða íbúðina á Njálsgötu klukkan þrjú. Væri gaman að geta gengið frá því sem allra fyrst. SGÓ reyndar veikur en fær þá bara að skoða þetta seinna. Varð líklegast veikur vegna forvitni, fór að gægjast innum glugga til að sjá íbúðina.


Súper

bowl á eftir, New England vinnur það væntanlega létt. Ætla samt að horfa á leikinn. Verður líklega eki búið fyrr en um 3-4. Best að mæta þá um 10 í vinnuna. Fáum vonandi íbúðina í bænum á morgun, kemur í ljós allavega fljótlega í vikunni. Íbúðin sem við SGÓ erum að skoða er cirka þar sem ég legg bílnum á leið í vinnuna núna, sparar slatta af tíma væntanlega. 


Sonur minn

er snillingur. Ég var í svona foreldraviðtali í morgun. Við Rakel vorum þar með minime. Kennarinn hans sagði okkur hitt og þetta um strákinn, sem við foreldrar hans þrjú getum verið stolt af (og þið öll hin líka). Hún var nýlega með könnun þar sem allir þurftu að sitja þöglir og leysa verkefni.

Þar sem minime er frekar fljótur að slíku fær hann að teikna eða skrifa eitthvað þegar hann er búinn. Hann er meira fyrir að skrifa.

Hún sýndi okkur aftan á blaðið, þar voru nokkur fótboltanöfn skrifuð með smáu letri, David James allavega og einhverjir aðrir.

Hins vegar var það skrifað stórum stöfum fullt nafn eins leikmanns. Var nokkurn veginn svona á blaðinu:

Hinn Gullfallegi Fernando Torres

Stoltur pabbi brosti hringinn.

Góða helgi!


Myndir

en samt ekki nema að þið séuð með Facebook

http://www.facebook.com/album.php?aid=11034&id=553729522&ref=mf

Ekki pláss fyrir nema eina hér, útskriftarferð KHÍ 2005 sem sagt

Picture 247


Góða veðurspáin

Nú er búið að breyta spánni úr -12/15 gráðum í -2/3 gráður. Get ekki sagt að ég sé mjög fúll yfir því en er þetta ekki dáldið mikill munur? anywho..

Fékk 2 ný dekk í morgun, þurfti víst ekki að skipta um afturdekkin, ágætt að þurfa ekki tilhlaup til að komast yfir hraðahindrun.

Idol í kvöld í USA, ef niðurhal væri löglegt þá væri það komið hjá mér á morgun.


Allt í lagi - ég skal spyrja

Hver pantaði 12-14 stiga frost í Reykjavík á hádegi á föstudag og 15-16 stiga frost á hádegi á laugardag?

Ef einhver þarf að hitta mig þessa daga þá verð ég inni. Jórsalir 4, gengið inn vinstra megin


Ég tapaði

fyrir 6 ára syni mínum í keilu í gær, 112-101. Það er dáldið spes af því að ég var ekki að reyna að tapa. Æfingabúðir framundan líklega. Fæ jafnvel að hafa minime aðeins lengur þessa helgina, Rakel veðurteppt á Akureyri þannig að ég fer með hann í skólann á morgun.

Skemmtileg vinnuvika framundan, förum væntanlega langt með að klára undirbúning vegna sumarsins.

Er að melta það hvort ég eigi að fara á Bifröst næstu helgi, þægilegt að vera þar og við Jón Bjarni finnum okkur yfirleitt eitthvað til dundurs, Maja er líka stöðugt að suða í mér að koma oftar í heimsókn Halo, sjáum hvað gerist.

Það var einhvers konar heilsumæling í vinnunni um daginn, ég man ekki allar tölurnar nákvæmlega en þær voru einhvern veginn svona, 99,9 kg, 22,5% fituhlutfall, 96 cm ummál, 4,38 í kólesteról og 120/80 í blóðþrýsting.

Þeir sem þekkja mig vita að mér er nokk sama um þetta en forvitnilegt engu að síður í ljósi þess að ég er orðinn þremur árum eldri en jesú, hef allavega aldrei farið í blóðþrýstings- og kólesterólælingu áður. Það er víst einhvers konar efturfylgni í maí, setja meira inn þá.

Vantaði reyndar hæðarmælingu í þetta, ég hef ekki mælt það almennilega síðan ég var 187,5 cm á lögreglustöðinni í reykjavík. Það var 2001 ef ég man rétt


TextaLeikjadagbók - FA Cup - Styttist í stórleikinn

Liverpool-Havant&Waterlooville hefst eftir 10 mínútur. Torres, Gerri og Carra á bekknum. Rocky Baptiste er í liðinu hjá H&W. Spái því að Rocky þessi skori í dag.

Ef Crouch skorar ekki í dag þá þarf að selja hann fyrir kvöldmat. H&W fær víst 350.000 pund fyrir þennan leik sem gerir töluvert meira en að greiða upp allar skuldir félagsins. Liver var hins vegar að taka glænýtt 350.000.000 punda lán.

Meðalfjöldi áhorfenda á heimaleikjum H&W er 606 á þessu tímabili.

Hendi inn stöðunni í leikjum dagins eftir því sem ég sé það á soccernet, er staddur í Naustabryggju en á leið í Jórsali, engin Sýn hér en er að horfa á Króatía-Frakkland á RÚV, er með Sýn í Jórsölum og fer þá væntanlega að horfa á Arsenal-Newcastle og síðan Wigan-Chelski, allavega...

14.57 Lið Liver er Itandje, Finnan, Sami, Martin, Riise, Pennant, Mascherano, Lucas, Yossi, Babel, Crouch.

14.59 Súrt að leikurinn sé ekki sýndur, BBC klúðraði því víst eitthvað og voru búnir að velja Mansfield-Boro sem tv-leik, getið þið nefnt mér tvo sem hafa áhuga á þeim leik, fyrir utan þá sem aldir eru upp í Mansfield. Lið úr Blue Squre South deildinni á Anfield í fjórðu umfeðr bikarkeppninnar er dáldið stærri saga. 

15.01 Boro vann annars Mansfield 2-0 áðan, jibbí. Spái 15-1 fyrir Liver.

15.03 Stórleikurinn hafinn

15.06 Jay Smith tók innkast á vallarhelmingi Liverpool

15.08 Plymouth komnir í 1-0 á heimavelli Portsmouth, liðið hjá Portsmouth er Hemmi og unglingaliðsgaukar held ég, gerist þegar allt aðal- og varaliðið þitt fer á Afríkumótið

15.09 Havant & Waterlooville fékk fyrsta horn leiksins, Itandje tók það

15.11 Havant & Waterlooville eru komnir yfir á Anfield, Richard Pacquette skoraði með góðum skalla á fjær, 0-1, óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar ef dómarinn flautar af áður en Liver skorar

15.13 Mo Harkin lagði upp markið

15.14 Liver greinilega að einbeita sér of mikið að því að dekka Rocky Baptiste

15.17 Staðan á Anfield eftir korter er 0-1, sanngjarnt eftir því sem ég best veit. Mark Richard Pacquette kom á áttundu mínútu

15.20 Liver að fá eitthvað af hornum og Riise allavega búinn að eiga tvö skot

15.21 H&W á dáldið af markspyrnum

15.22 Tuttugu búnar og staðan 0-1, var annars að kveikja á Sýn2, Villa-Blackburn er í gangi þar, tuttugu búnar og staðan 0-0

15.23 Jay Smith tók þrjú innköst á sömu mínútunni, Neil Sharp átti síðan skot framhjá marki Liverpool, versta við þetta er að við getum líklega ekki einu sinni selt Pennant til liðs í Blue square south eftir þetta

15.29 Lucas Leiva að jafna á 27. mínútu eftir sendingu frá Babel, fjórtán eftir, mörk þ.e.

15.33 H&W komnir yfir aftur, sjálfsmark hjá Martin Skrtel, ég er hættur að kalla hann Martin, hann heitir hér eftir bara eitthvað, t.d. akhgaaædjgnk, 1-2

15.35 Sjálfsmarkið kom eftir skot frá hinum geðþekka leikmanni H&W Alfie Potter

15.37 http://www.havantandwaterlooville.net/club/clubinfo.shtm er heimasíða stórliðsins, þarna ætti að vera hægt að nálgast miða á leikinn svo lengi Liver nær að jafna. Best að fara að tékka á því hvenær sá leikur er spilaður, gæti verið gaman að kíkja á þann leik

15.38 Er einhver sem les bloggið með sambönd á Westleigh Park, gæti orðið erfitt að fá miða, 37 mínútur búnar og staðan 1-2

15.41 Markið hjá Lucas áðan var víst með góðu skoti af 25 metrum, hlaut að vera, ekki auðvelt að koma boltanum framhjá Kevin Scriven í marki H&W

15.44 Philip Warner meiddist, Tony Taggart kom inná fyrir hann, veit ekki hvaða taktísku afleiðingar það hefur en ég er hrifinn af Tony Taggart, hlýtur eiginlega að vera nagli miðað við þetta nafn, annað hvort það eða hann leikur í fullorðinsmyndum, þarf að passa orðalagið skiljiði, Aron er á ferðinni hérna í nánd

15.46 Yossi að jafna, 2-2, hann væri góður blue square south leikmaður, allavega yfir meðallagi, ætli Thurrock vilji fá hann?

15.47 Pennant lagði þetta víst upp með sendingu frá vinstri, hvað ætli Pennant hafi verið að gera þar

15.49 Tom Jordan er á miðjunni hjá H&W, hann er sonur hins snoppufríða Joe Jordan

15.50 Flautað til hálfleiks á Anfield Road í Liverpool, staðan er 2-2

15.52 Þetta er allt gott og blessað nema hvað gallinn er að nú gæti Rafa fengið þá hugmynd að setja Torres og Gerra inná, ef hinir leikmennirnir þínir geta ekki klárað Havant & Waterlooville þá er vandamálið stærra en það að þú þurfir að gefa Torres og Gerra frí öðru hvoru, finnst mér allavega

15.56 Af öðrum leikjum er það helst að frétta að arsenal-newcastle er 0-0 og stórlið derby er að tapa 0-3 heima fyrir Preston

16.01 Frakkland yfir 22-21 á móti króatíu, ef einhver hefur áhuga, fimm mínútur eftir. 

16.05 nú fer seinni væntanlega að byrja fljótlega, þetta fer allavega ekki 15-1

16.08 Seinni byrjaður, engar skiptingar

16.09 Kevin Scriven að taka útspörk

16.20 Yossi búinn að skora tvö í viðbót, er hættur að skrifa um þetta, er nefnilega að horfa á leikinn


Nautasteik

varð valið hjá Aroni Frey þegar hann fékk að velja kvöldmatinn í Naustabryggju.

"Af því að það er svo karlmannlegt"

Klókur piltur Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband