Færsluflokkur: Bloggar
var einhvern veginn svona
*eyddi fyrstu nóttinni með Maju, þriðja árið í röð. Vorum sem sagt á næturvakt í Voda.
*Ákvað að læra eitthvað smá í viðbót og byrjaði í diplómanámi í þróunarfræði í HÍ, kláraði 2 kúrsa um vorið og skráði mig í master, byrjaði á tveimur kúrsum í haust en hætti í báðum, ætla að taka þetta sem diplóma og þarf bara að klára verkefni einum í viðbót, dunda mér við það í vor og sumar.
*Byrjaði að vinna aðeins á kvöldin í félagsmiðstöðinni Hólmaseli, skemmtileg leið til að hugsa um eitthvað annað en vinnuna, áhugavert að vinna með unglingum, vann þar fram á vor og ætlaði að halda áfram í haust en þar sem ég fór í nýja vinnu þá ákvað ég að hætta þar, eiginlega ekki nægur tími þó skemmtilegt væri
*Vann að innleiðingu á Genesys, MS CRM og Dezide hjá Vodafone. Um sumarið bauðst mér djobb hjá Visa sem ég ákvað að taka. Erfitt að hætta hjá Voda og kveðja fólkið þar en taldi þá eins og nú að þetta væri rétt skref. Byrjaði samt aldrei að vinna hjá Visa, nafnabreyting rétt áður en ég byrjaði, hóf þess vegna störf hjá Valitor 17. sept. Búinn að vera þar núna í rúma þrjá mánuði og kann vel við mig. Mikið af skemmtilegu fólki og þægilegur starfsandi, á endanum held é gað það skipti oft mestu máli, þ.e. fólkið og vinnuumhverfið.
*Byrjaði að spila smá bolta með Vodagaukum í vor, hélt því síðan áfram í haust með nokkrum fyrrum fótboltamönnum, formið ekkert spes en skánar þó smám saman. Byrjaði í Pilates hjá Kollu sys í haust, merkilega skemmtilegt og reyndar helling gagnlegt
*Endaði árið með minime, skutum saman upp flugeldum á gamlárskvöld
*Árið var lærdómsríkt og skemmtilegt, ég hitti fullt af áhugaverðu fólki, Pétur, Unnur og Lilja Hugrún fluttu heim, Jensa, Nina og Bruno komu í heimsókn.
*Heldur langt að telja upp alla sem maður hitti en meðal áhugaverðs fólks sem ég hitti, í einhverri röð, var Maja, Fjóla, Dagur, Sverka, Fríða, Pétur, Unnur, Gísli, Vala, Jón Bjarni, Guðrún Björk, Perla, Eymus, Halli, Ella, Ninja, Doddi, fjölskyldan, ÓskÓsk, Kóðinn, Hanna, Jensa, Nina, Bruno, Kristín, Ingibjörg, Bergsveinn, Birna, Lilla, Gauja, Dagmar, Sara, Örn, Randver, Björg, SGÓ, fyrrverandi verðandi eiginkona hans og Rannveig.
*2008 ætti vel að geta orðið gott, er að pæla í MBA námi í haust, fótboltasumar númer 2 framundan hjá minime og vonandi meira af þessu skemmtilega fólki sem ég hitti á því síðasta, jafnvel eitthvað fleira skemmtilegt fólk
Lög sem minna mig á 2007 eru:
Pink-Dear Mr.President
Jordin Sparks-You´ll never walk alone-Liver og Idol
þeir sem þekkja mig vita að þetta hlaut að koma líka
Nylon - Losing a friend
Bloggar | 3.1.2008 | 00:15 (breytt kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
vinnuvika eina feðrina enn, heilir tveir tímar í dag og síðan alveg tveir heilir dagar, ætli maður þurfi ekki helgina til að hvíla sig eftir það.
Liver-Wigan kl 8 í kvöld, það ætti að verða einfalt, skemmtilega mikið af leikjum um hátíðirnar og reyndar skemmtilega mikið af mat. Ég fékk annars þrjár bækur í jólagjöf og er búinn að taka plastið af þeim öllum. Eina áramótaheitið er að lesa meira, það er svona passlega loðið.
Bloggar | 2.1.2008 | 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
væri ég heima að horfa á Lions for lambs. Heill haugur af stórleikurum í þessari mynd. Ég hefði sem sagt nýtt áramótatímann í að ná í þessa mynd og no country for old men og tek hana eftir lions for lambs.
Áramótin voru afar góð, eins og landsmenn vita þá kom skyndilega logn í cirka klukkutíma um hálf tólf. Við rukum þá út með flugeldana og skemmtum okkur konunglega. Minime leiddist það ekki mikið og reyndar ekki mér heldur. Fyrr á gamlársdag horfðum við saman á Karate Kid, snilldarmynd sem Aron Freyr hafði afar gaman af. Hann eyddi síðan stórum hluta dagsins í að æfa bóna bíl, pússa gólf, mála grindverk og hús æfingar, kranasparkið var erfiðara en það kemur með æfingunni.
Bloggar | 1.1.2008 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bestu kveðjur til allra sem ég þekki, mikið eða lítið. Hvort sem þið búið á Ólafsfirði eða Akureyri, í Reykjavík eða London, vona ég að þið hafið það sem allra best.
Kveð árið með snillingunum í Baggalúti
Bloggar | 31.12.2007 | 15:47 (breytt kl. 15:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
dagar eftir af árinu. Var að skoða einhvern pésa frá björgunarsveitunum um flugeldana þeirra með minime. Hann benti á 12 mögulegar tertur sem við getum keypt, 4 gerðir af fjölskyldupökkum og 8 gerðir af miðnæturbombum. Hef það á tilfinningunni að hann hati ekki áramótin, reyndar bara ágiskun hjá mér en grunar það .
Við horfðum síðan á 2 fótboltaleiki og 4 4 2 til að fá fótboltafix dagsins. Tveir leikir á morgun en tek bara liver leikinn, bolti á undan, af því að mig vantar að verða ennþá stirðari en ég er eftir fimmtudagsboltann.
Fór að hitta SGÓ&Co í gær, skemmtilegt kvöld og ég kynntist afar áhugaverðu fólki. ékk síðan þá afbragðs hugmynd að fara á Liver leikinn á miðvikudag, afar freistandi en það verður líklega að bíða. Stefni samt á að fara fljótlega
Best að enda á smá Alan Shore, svona fyrir þá sem hafa aldrei séð Boston Legal
Bloggar | 29.12.2007 | 22:50 (breytt kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
það kemur alltaf skemmtilega í ljós í skammdeginu.
Ég er greinilega ekki á spes dekkjum og var eiginlega fastur eftir vinnu, þ.e. bílnum var lagt í smá brekku og neitaði að fara uppávið, bíllinn bauðst hins vegar til að renna afturábak en þar var bíll fyrir.
Ég var að brasa við þetta í nokkrar mínútur, koma bílnum þvert til að fá grip af gangstéttinni, það tókst á endanum en ég komst ekki af stað upp brekkuna þrátt fyrir að vera kominn útá götuna, smá hálka skiljiði. Þá kom þar að þessi líka ágæti náungi og ýtti við bílnum þannig að ég komst af stað.
Hálka og vetur eru ágætis aðstæður fyrir náungakærleikann.
Grip og sumar henta betur bílnum mínum, hjálpin þó vel þegin
Bloggar | 27.12.2007 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 27.12.2007 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er afar þæhilegur dagur. Sit og horfi á Derby-Liver með mandarínur og nammi. Jólin voru afar þægileg, rjúpur á aðfangadag og hangikjöt í gær. Torres búinn að skora fyrir Liver. Hann klobbaði frummanninn hjá Derby svo illa að hann datt, renndi boltanum síðan í hornið.
Þægileg tilhugsun að nú eru bara tveir vinnudagar og síðan aftur 4 daga frí. Verð með Aron á gamlárskvöld í fyrsta skipti í langan tíma, hef verið að vinna með Maju síðustu 3 gamlárskvöld, á eftir að sakna hennar en það verður skemmtilegt að hafa minime hjá mér.
Ætli ég fari ekki til Dags í kvöld og sjái hvort það er einhver kalkúnn eftir á þeim bænum. Kannski scrabble líka.
Er kominn með nett ógeð á manager í bili, það gerist á hverju ári, nokkrum vikum eftir að ég kaupi leikinn, verður smá managerhlé næstu daga.
**uppfært kl 16.30 talandi um nett ógeð, shit hvað ég er að verða þreyttur á því að horfa á Voronin í Liver peysu, hann er búinn að vera að aulast núna um völlinn í rúman klukkutíma. Ryndar veit ég ekki alveg með hvaða hugarfari Liver liðið fór í þennan leik, þeir eru búnir að vera labbandi um eiginlega allan leikinn, jebb fyrir þá sem ekki vita þá var Derby að jafna
16.33 Korter eftir af þessu rugli, skondna er að Derby hafa verið betri í seinni, þ.e. ef hægt er að tala um betri þegar maður gerir ekkert annað en hlaupa um, Liver gaukarnir hafa ekki einu sinni nennt því
16.36 Voronin að klúðra því einu sinni enn að komast í færi, það er eitt að klúðra færum en alveg allt annað level að klúðra alltaf síðustu snertingunum á leiðinni í færið. Ef hann væri sjónvarpsþulur þá væri hann Gaupi. Ef hann væri bíll þá væri hann kassabíll
16.42 Alonso með gott skot en markmaðurinn varði vel, Torres síðan með hörmulegt skot í ágætu færi. Títtnefndur Voronin með horn beint á ysta varnarmann, jamms ætlaði að reyna svona trixhorn þar sem gefið er útfyrir teiginn, þar var hins vegar enginn Liverkall þannig að Voronin gaf þá bara á Derbykallinn. Í þeim töluðu orðum brenndi Derby af besta færi leiksins, skalla yfir af markteig
16.46 Gerri með skot í slá, þetta endar þá 1-1 sýnist mér, það er þá lélegustu úrslit sem ég man eftir
16.49 Gerri að skora eftir að Torres brenndi af í dauðafæri, 2-1. Gerri startaði þessu og fékk að hlaupa upp allan völlinn með boltann. Renndi á Yossi sem gaf á Torres í dauðafæri. Nei hver þremillinn, Voronin að koma útaf fyrir Leiva.
Bloggar | 26.12.2007 | 15:34 (breytt kl. 16:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óska hinum sjö(úbbs, meinti átta, sorrí Hafdís) dyggu lesendum síðunnar,sem og öðrum sem líta hérna við, gleðilegra jóla. Hafið það gott
Bloggar | 24.12.2007 | 02:48 (breytt kl. 03:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég átta mig ekki á þessum ágæta manni sem var í Ísland í dag í gær eða fyrradag fyrir þeirra hönd. Honum tókst allt í einu að koma með athugasemd um að þeir létu ekki einhverja Dani stjórna því hvernig þeir auglýstu. Ástæðan var sem sagt sú að Toys´R Us ætla að kæra auglýsingar frá þeim.
Just4Kids auglýstu líka fyrir einhverjum vikum í útvarpinu að starfsfólkið þeirra talaði íslensku. Er það ekki heldur mikil hræsni að kalla búðina Just4Kids og vera síðan að plebbast út í útlendinga, minnir að það heiti Xenophobia.
Ætli útlendingar megi versla þar?
Mátti verslunin ekki bara heita RisaLeikbær víst hún á að vera íslensk fyrir Íslendinga?
eða XLeikbær?
hvað ætli hafi verið pointið með því að vera með skot á útlendinga, var ekki nóg að segjast vera með langlægsta verðið?
En yfir í eitthvað skemmtilegra, liðið mitt í Manager er eins og smurð vél, það er yfirleitt svona(4-3-1-2): Reina, Micah Richards, Carra, Agger, Aurelio, Gerri, Mascherano, Van der Vaart, Aimar, Torres, Huntelaar. Varaliði sem ég notaði í Worhtless Cup í síðasta leik var síðan Carson, Finnan, Garay, Agger, Insúa, Babel, Lucas, Baptista, Welliton, Owen, Vagner Love.
Ætla sem sagt að gera ekkert um helgina, búinn að kaupa jólagjafir þannig að ég eyði helginni í að horfa á fótbolta á meðan ég er í manager, get ekki sagt að það sé fyrsta skipti sem ég tek slíka helgi.
Hafið það gott
p.s. búið að opna reynsluaðgang fyrir pirraða vin minn hann Ómar, sá hefur ekki getað skrifað athugasemdir síðan um helgina, sjáum til hvernig hann fer með þessa nýfengnu heimild sína
Bloggar | 21.12.2007 | 15:16 (breytt kl. 15:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |