Færsluflokkur: Bloggar
ég þyki ekki vera með sérstaklega merkilegan tónlistarsmekk, allavega samkvæmt Maju, ég reikna því með að ráða ekki miklu í tónlistinni í hveragerði, það er sjálfsagt þar sem að ég kem til með að reyna að stjórna tv fjarstýringunni, var að gramsa í ipodinum mínum og tölvunni til að leita að nokkrum lögum til að koma að, svona áður en allt verður fyllt af Cohen og Cave, reyni að koma þessu að fyrst:
Smá Damien Rice:
Eitthvað með Green Day
og eitthvað verður að vera úr Idol, setjum Chris Daughtry hér
Bloggar | 23.10.2007 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
~ hver pantaði þetta veður? ég labbaði niður laugaveginn áðan til að hitta Ómar vin minn, ég hefði ekki blotnað meira þó ég hefði stokkið í sjóinn
~ hvernig get ég verið viku frá því að verða 36 ára? ég fór í fótbolta í gær og var afar sprækur, varð ekki stífur í kálfunum og móður fyrr en fyrsti leikurinn var hálfnaður, ca. 6 mínútur.
~ hvað varð um kvikmyndaferilinn hjá Alec Baldwin? finnst einhvern veginn ekki vera langt síðan hann lék í hunt for red october, þangað til að ég áttaði mig á því að hún er frá 1990 og hann hefur eiginlega ekki leikið í neinu af viti síðan. Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég núna að horfa á hann í 30 rock.
~ hvað þarf maður að hafa sem meðlæti með núðlusúpu til að það teljist eldamennska?
~ hvað er það augljóst ellimerki að vera alltaf vaknaður áður en vekjarinn hringir klukkan sjö?
~ er það merki um að hafa verið of lengi piparsveinn þegar ég þekkti ekki helminginn af grænmetinu og kryddinu sem Jamie Oliver notaði í þáttunum sínum sem ég hefði verið að horfa á í gær ef niðurhal væri löglegt?
~ hvað þýðir það eiginlega að ég hafi eytt sunnudagskvöldi í að horfa á kokkaþætti með Jamie Oliver? eða sko hefði gert það ef niðurhal væri löglegt
~ er ekki frekar lame að blogga um veðrið?
Bloggar | 22.10.2007 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 20.10.2007 | 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
og uppáhalds fagið mitt var trúarbagðafræði, var að lesa yfir gömul verkefni þar og fann þetta, sem ég skrifaði einhvern tímann vorið 2004. Man reyndar ekki alveg hvort þetta voru fyrstu drög og þar af leiðandi hversu mikið þarna kemur beint frá öðrum en þá so be it. Fór nefnilega aðeins að pæla í trúarbrögðum útaf skólanum og reyndar líka útfrá hörmungunum í Pakistan, here goes:
Trú endurspeglar allt það sem fólk trúir á. Ekki er aðeins um að ræða það sem við í daglegu tali teljum trúarbrögð, t.d. kristni, islam o.s.frv. Átrúnaður hefur verið til staðar frá tímum fornmanna þegar þeir treystu á hina ýmsu vætti. Átrúnaður getur einnig leynst innan þeirra stjórnmálahugmynda sem hafa það að markmiði að eyða trúarbrögðum. Stjórnmálastefnan sem slík, og hugmyndafræði hennar verður þá trúin, sbr. kommúnismi og nasismi. Átrúnaður tekur hins vegar breytingum með tíð og tíma. Kristni nútímans er ólík kristni frumkirkjunnar rétt eins og búddismi er ólíkur eftir því hvort hann er stundaður á Sri Lanka eða í Tíbet. Menn og þær aðstæður sem þeir fást við í sínu daglega lífi hafa áhrif á trúarbrögðin og þau breytast í samræmi við væntingar á hverju svæði á hverju tíma. Þar gildir einu hvort breytan er landsvæði eða tími.
Því er gjarnan haldið fram að trúarbrögðin séu leiðarvísir mannsins. Markmið þeirra er að kanna djúp mannshugans og leita uppi kjarna tilverunnar. Trú hvers samfélags er því sú leið sem það hefur valið til að ná fram þeim lífsgæðum sem álitin eru æskileg viðkomandi samfélagi. Þar sem trú er svo samofin samfélögum er ljóst að ekki er hægt að skoða sögu án tengingar við trúarbrögð, söguskoðun er því alltaf skoðun trúarbragða hvort sem fólk gerir sér grein fyrir því eður ei. Við skoðun trúarbragða er ekki aðeins verið að skoða hugmyndafræðilegan bakgrunn þeirra heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á samfélög og félagslega uppbyggingu þeirra. Trúleysi er átrúnaður í sjálfu sér þar sem afneitun á guðlegum leiðtogum er sú lífskoðun sem viðkomandi hefur tamið sér og verður því að teljast lífskoðun þess aðila.
Hvað er átrúnaður. Trúarbrögð eða átrúnaður er atferli sem byggir hugmyndum manna um hinstu rök tilverunnar þessi skilgreining er gjarnan notuð þó lengra mál þurfi til að skilgreina átrúnað ítarlega.
Lengi hefur verið tilhneiging hverrar trúar að álíta að þeirra trú sé æðri öðrum, það liggur svo sem í hlutarins eðli þar sem að með því að viðurkenna að önnur trú sé æðri þinni ertu jafnframt að hafna eigin trú og álykta að eðlilegt sé fyrir þig að skipta um trú. Nýlendustefna Evrópuþjóða kemur meðal annars af þessum grunni, kristni evrópu var æðri frumstæðari trúarbrögðum og því rétt að fá þær þjóðir til að skipta um trú. Í þessu liggur hins vegar vandi sem er jafn gamall manninum, tilraunir til að fá einhvern til að afneita sínum trúarbrögðum hefur leitt til deilna og átaka frá öfrófi alda og nægir þar að nefna að gyðingar sem lentu í ofsóknum nasista létu frekar lífið en að afneita sínum guði.
Karl Marx hélt því fram að guð væri ekki til og heimurinn stjórnaðist af óbreytanlegum náttúrulögmálum og kommunísminn boðaði því í raun trú á kenningar Marx og urðu þannig trúarbrögð í eðli sínu.
Menn hafa gjarnan velt því fyrir sér hvers vegna menn trúa alls staðar á eitthvað, eflaust er þar um að ræða þörf fyrir leiðarvísi, skýringar á því hvers vegna við eigum að gera eitthvað og hvaða tilgangi það þjónar. Stjónvöld og átrúnaður hafa yfirleitt átt í deilum þar sem völd yfirvalda eru í eðli sínu takmörkuð ef þau koma ekki frá átrúnaðinum.
Á hvað ætli Íslendingar trúi í dag?
Bloggar | 19.10.2007 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Væri ég að horfa á Californicaton, 10. þátt í fyrstu seríu. Furðulegir þættir reyndar í flesta staði en ágætir. Rétt í þessu var að klárast sena sem eiginlega er ekki hægt að lýsa en inniheldur 2 konur að koma óvænt í heim til Fox Mulder þar sem umboðsmaðurinn hans var með öðrum skjólstæðingi, ég hló upphátt þegar ég áttaði mig á að þetta er sjónvarpsþáttur, mæli með því að fólk kíki á hann, svona þegar hann verður sýndur í íslensku sjónvarpi, skulum segja að senan sé spes.
Vinna til 7 í kvöld að fara yfir hitt og þetta, skemmtilegur vinnustaður valitor. Það er mikið þarna af kláru fólki og skemmtilegu sem vinnur þar. Minnir mig að mörgu leyti á voda, skemmtilegur kúltúr.
Það varð víst ekkert viðtal við UnicefStefán áðan, hann þurfti að bregða sér til útlanda en ég spjalla við hann í næstu viku. Á að hitta Ragnheiði Elínu, þingmann sjálfstæðisfloks, á föstudag til að ræða ÞSSÍ og þróunarmál, það verður athyglisvert að heyra hvað hún hefur að segja.
Er að melta helgina aðeins, veit ekki hvort minime verður hjá mér, hann veðrur líklega hjá mömmu sinni. Er þá að spá í að vera heima og læra og horfa á enska boltann. Shit hvað ég er þreyttur á þessu landsleikjahléi, maður fær fráhvarfseinkenni frá Liver þegar það líður svona langur tími.
Rúmar tvær vikur í Bifrastarferð sem ætti að verða afar skemmtileg.
13 dagar í afmælið mitt, þeir sem vilja minnast þess að það eru rúm fjögur ár í að ég verði fertugur eru beðnir um að hafa hægt um sig, ég hef engan húmor fyrir því
Bloggar | 16.10.2007 | 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölskyldan mín
Niclas mágur minn, Kolla, Mamma, Eva, Pabbi, Aron Freyr, Ég og Jónas
og ég með MiniMe
Bloggar | 15.10.2007 | 22:16 (breytt kl. 22:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fór til Dags í gær að horfa á mynd með honum og Ástu ásamt því að sjá Inga Benedikt, sem hér eftir verður kallaður bollan :) Bollan fær sem sagt nóg að borða sýnist mér, sem reyndar er afar gott. Hugsanlega þarf að tékka betur á því ef hann verður jafn kringlóttur þegar hann verður 15 ára en fínt eins og er. Við horfðum á Layer Cake, alveg þokkalega mynd með Daniel Craig, sem vel á minnst er furðulegur náungi, lítur nokkuð vel út þrátt fyrir að vera í raun ljótur. Það merkilegasta við þessa mynd var eiginlega að ég fór á svona myndbandaleigu til að fá myndina, hef ekki komið inná svoleiðis síðan Köben brann, hélt að svona leigur væru ekki til lengur.
Jón Bjarni kom gjöfinni til skila, slapp fyrir horn þrátt fyrir að ég hafi verið afskaplega seinn á ferð. Ég fékk í það minnsta ekki sendan msn vírus frá Maju þannig að hún hataði gjöfina þá allavega ekki, sem er gott.
Tek 2 viðtöl í þessari viku vegna skólans, við Stefán framkvæmdastjóra Unicef og Ragnheiði Elínu sem er í utanríkismálanefnd Alþingis. Þarf að spjalla við þau um ÞSSÍ og smá um friðargæsluna, ætti að verða afar fróðlegt að heyra þeirra sjónarmið.
Til heiðurs Maju, verðandi sambýliskonu minni í Verahvergi, er best að kveðja með Leonard Cohen.
Bloggar | 15.10.2007 | 13:28 (breytt kl. 13:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fínasti dagur í dag. Fór með minime í afmæli hjá Inga bekkjarbróður hans frá 1-3, á meðan hann var þar fór ég að fixa 29 ára afmælisgjöf sem ég gleymdi að kaupa fyrir stuttu, verður vonandi fyrirgefið, allavega svona þegar hún kemst til skila.
Við fórum svo á landsleikinn sem er alltaf gaman þó leikurinn hafi verið lélegur. Eiginlega það eina sem ég nenni að skrifa um þennan leik er að ég skil ekki hvernig hægt er að nota Emil sem vinstri kantmann í 442. Hann verst töluvert minna en Palli Gúmm vinur minn gerði á sínum tíma á sínum versta degi. Emil þarf að vera mikið betri sóknarmaður en þetta til að réttlæta þessa þjóðbraut sem hann býr til fyrir hitt liðið á kantinum sínum.
Er núna staddur í afmælismatarboði hjá mömmu og pabba, Sigfríð gamla er orðin 29ZX, til hamingju með það. Snilldarvillibráðarmatur, Fundum eitt hagl sem þýðir að einn af fulgunum sem Jói vinur pabba skaut hefur laumast með til okkar, pabbi notar nefnilega bara eitt hagl á milli augnanna á fuglunum til að skemma ekki kjötið.
Fer á Bifröst eftir 3 vikur að heimsækja Maju og Jón Bjarna, ætti að verða skemmtileg helgi.
Bloggar | 13.10.2007 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Auglýsing frá Kollu systur.
Byrjendanámskeið að hefjast. mánudaginn 15 oktober kl 19.00 (Kennt mánudaga og miðvikudaga) Þriðjudaginn 16 oktober. Kl 17.00 (Kennt þriðjudaga og fimmtudaga)Námskeiðin eru 2x í viku,5 vikur í senn og hver tími er 45-50 mín.
Kennt er í húsnæði Ljósheima, Brautarholti 8. 2hæð
Hvað er PILATES:
Hver æfing virkjar kviðvöðvana og aðferðin leggur áherslu á að styrkja svæðið sem kallað er powerhouse (aflstöðin) kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassinn. Markmið Pilates er að lengja, styrkja og stæla líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri. Skráning í gangi á kollapilates@hotmail.com og einnig í síma 8672727
Bloggar | 8.10.2007 | 15:14 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
hjá okkur feðgum núna. Við erum staddir í Naustabryggju og gamla settið er farið eina ferðina enn í sumarbústaðinn, best að segja þeim frá því að það er ekki sumar lengur. Í fyrramálið kl 11.45 er það ManU-Wigan, sem ætti að verða svona 8-0. Klukkan 2 er síðan bikarúrslitaleikur Fjölnis og FH, við höldum með Fjölni en ljóst að Fjölnir vinnur ekki nema að þeir stoppi Tryggva frá því að skora. Já, vel á minnst, þar sem Hraunbrúnargengið er ekki í bænum lengur þá á ég 3 aukamiða á leikinn ef einhver hefur áhuga, þið sem þekkið mig getið sent sms í 8202056 eða skilið eftir komment ef þið náið mér ekki á msn fyrir leik. Þið getið sem sagt fengið þessa miða þar sem að ég þarf bara 1, það er víst frítt fyrir 10 ára og yngri.
Á sunnudag er síðan Liver-Tottingham, stórleikur væntanlega hjá Torres, kominn tími á að hann taki eins og eina þrennu á Anfield, bara svo að þið vitið þá verður hann fyrirliði hjá draumaliðinu mínu um helgina.
Þar til síðar,
Boltafeðgar
Bloggar | 5.10.2007 | 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |