Færsluflokkur: Bloggar
Þetta er þær 5 myndir sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér.
Ekki endilega í réttri röð
Ford Fairlane
A Few Good Men
Seven
A time to Kill
Fucking Åmål-líklega næstbesta mynd allra tíma, á eftir Punktur Punktur Komma Strik að sjálfsögðu
Bloggar | 5.11.2007 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
en það var sem sagt Maja vinkona Maju sem vann. svörin hennar eru í kommenti hér fyrir neðan, símaskrá er svarið sem hún vissi ekki. Vinningurinn er á leiðinni til hennar
But anywho, ég er asni, gleymdi hleðslutækinu að lappanum heima og er staddur á bifröst, skrifa leikjadagbókina þess vegna á vélina hans jóns á eftir.
BRB
Bloggar | 3.11.2007 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keppnin fer einfaldlega þannig fram að sá sem er fyrstur að svara flestum spurningum vinnur, ég fel síðan kommentin jafn óðum til að ekki sé hægt að svindla, ekki örvænta því þó að kommentin virðist hverfa
Sérleg aukaverðlaun verða síðan veitt fyrir að tjá sig um þáttinn, þ.e. svona sjónvarpsgagnrýni, dregið verður úr nöfnum þeirra sem skrá komment um þáttinn.
1.Hvaða afmæli áttu Frank og konan hans?
2.Hvernig sýningu ætluðu Frank og Kasper á?
3.Hvers vegna komust þeir ekki á sýninguna?
4.Hvað var það sem rétt slapp við ruslapressuna?
5.Hvað fór á endanum í ruslapressuna?
6.Hvað rétti Frank Casper (og hann skoðaði á bílnum)þegar hann hitti hann í byrjun þáttarins?
(smá breyting á þessari spurningu þar sem hún er að vefjast fyrir fólki, breytinging er innan sviga)
7.Í hvernig bíl fóru þau í jarðarförina?
Verðlaunin eru ekki af verri endanum, áritað eintak af öllum 4 piparsveinahornunum.
Afar verðmætt þar sem Piparsveinninn geðþekki skrifar víst ekki fleiri slík. Merkilegur karakter sem eitt sinn vann veðmál við Maju eingöngu með því að vera til. Eftir á að hyggja er mögulegt að það hafi ekki verið hræðsla við piparsveininn sem varð þess valdandi að veðmálið var gefið heldur hafi aldrei staðið til að vinna, hmmmm var þetta trix sem ég fattaði ekki?
Aukaverðlaun verða tilkynnt síðar en verða ekki mikið síðri en aðalverðlaunin
Bloggar | 1.11.2007 | 22:01 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 1.11.2007 | 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það stefnir allt í að ég fari á Bifröst aðra helgina í röð. Ég og Snorri förum væntanlega á föstudaginn um fjögurleytið að heimsækja Jón Bjarna, aldrei að vita nema að ég rekist á Maju þar líka, kannski af því að hún býr við hliðina á Jóni.
Ætlum að horfa á boltann og spila um helgina þannig að Jón þarf bara að klára ritgerðina fyrir föstudagskvöld, ætti að nást þar sem að hann er búinn að hringja í mig tvisvar til að tékka á heimildastöffi. Merkilegt nokk þá gat ég svarað því án þess að þurfa að hugsa mig mikið um, það er þá ekki alveg gagnslaust að vera í þesus MA-námi, virðist eitthvða sitja eftir, reikna samt með því að það sitji þar af því að Fjóla vinkona mín var afar dugleg að benda mér á réttu leiðirnar í heimildaskráningunum í vor
Þannig að ef einhvern vantar far á Bifröst á föstudag um fjögurleytið fyrir sig eða eitthvað stöff þá er sjálfsagt mál að fljóta með, Snorri er ekki það stór að hann taki restina af plássinu í bílnum.
Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég búinn með flest það sem var á playlista kvöldins, reyndar ekki í réttri röð því ekki er alltaf hægt að treysta á hraðann á mismunandi þáttum, hef ég heyrt allavega
Það verður því engin minimehelgi núna en mér skilst að frú Sigfríð ætli að fá hann lánaðan þannig að það ætti að fara vel um þau. Pabbahelgarnar virka annars þannig að ég hef hann aðra hvora helgi, nema þegar það er oftar eða Sigfríð hefur aðrar hugmyndir
Gott annars að hafa hann hérna nálægt, veit að hann fílar að geta labbað í skólann og að geta farið út að leika sér við vini sína.
Kveð í kvöld með Leonard Cohen svona í tilefni þess að ég er jafnvel að fara að hitta Maju aðra helgina í röð, sem hefur ekki gerst frekar lengi
Bloggar | 31.10.2007 | 23:41 (breytt 2.11.2007 kl. 00:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eða réttara sagt 17.aldar idjót.
Startaði sem sagt síðunni minni á facebook í gær og komst að því að þar eru allir með síðu. Hvernig ég fór að því að sitja fyrir framan tölvu í vinnunni 17 tíma á sólarhring síðustu ár en ekki taka eftir þessu er eiginlega afrek. Allavega þá skulda ég Gústa vini mínum afsökunarbeiðni, hann uppgötvaði ekki msn fyrr en skulum bara segja dáldið seint og ég hef reglulega verið að gera grín að honum síðan. Sorrí Gústi
Get ég notað það sem afsökun að ég sé orðinn gamall?
og er það þá gæfuleg afsökun
Bloggar | 31.10.2007 | 20:48 (breytt kl. 20:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
er það frétt að tryggingafélög stefni í sömu átt og bankar, svona þegar það eru sömu eigendur
trúir einhver því að bankarnir geti ekki lækkað eða fellt niður uppgreiðslugjald lána af því að það sé svo dýrt fyrir þá ef fólk borgar upp lánin sín, sennilega tapa þeir svona miklu á litlum vaxtamun
hvaða idjót gefur aftur út bókina 10 litlir negrastrákar, sá síðu hjá afar bright MR-ingi sem skýrir það í löngu en hnitmiðuðu máli hvað þetta er dæmalaus vitlaust
hvernig virkar fjármálastjórnun í heilbrigðiskerfinu ef það þarf ekki að fara eftir fjárhagsáætlunum, til hvers eru fjárlögin þegar ráðherra/stjórnendur gera bara eitthvað
er áfengi á Íslandi virkilega það óaðgengilegt að það myndi auka áfengisvandann til muna að selja það í verslunum?
eða
eru vinstri grænir á móti öllu eða bara því sem leiðir til frjáls vals
hvað þarf að vera mikið drasl í aftursætinu hjá manni til að setja tveggja ára barn í framsætið
er einhver á móti því að hækka lægstu laun í kjarasamningum og lifir sá hinn sami þá á þeim
fattar einhver framlag í framkvæmdasjóð aldraðra sem maður borgar til viðbótar við aðrar skattgreiðslur, af hverju er þetta ekki hluti af skattinum
vissuð þið að:
mér fannst ég ekki geta verið minna móðins en aðrir og er með facebook líka en á reyndar ekki vini ennþá , það rætist kannski úr því einhvern tímann
tvær af uppáhalds plötunum mínum eru:
Jagged Little Pill
og
Automatic for the people
Bloggar | 30.10.2007 | 22:02 (breytt kl. 22:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007
~til hamingju með daginn til mín og Winonu Ryder - erum 36 ára bæði
~ég er ekkert að verða yngri en það er eiginlega ok
Það er ekkert sérstaklega á dagskránni fyrir næsta tug nema kannski þetta helst:
~að gera eitthvað skemmtilegt í kringum jólin, gæti orðið mjög skemmtilegt
~að pabba finnst að ég ætti jafnvel að vera með það á dagskrá að lofa mig fyrir þann tíma, er samt "lofa" ekki eiginlega bara notað í ritmáli í dag, ef það er þá notað einhvers staðar:)
~að komast að því af hverju karlmenn almennt kvarta yfir minnkandi hárvexti en ég sé ekki betur en að hið andstæða eigi við um nefhár
~að vita hvort ég verði orðinn betri í golfi eða jafnvel hættur, finnst einhvern veginn í dag að það sé alveg sixty-fifty hvort verður niðurstaðan
~klára þetta MA nám sem ég er í, finnst það reyndar ekkert sérlega áhugavert þessa dagana en ég er búinn að skjóta svo á Halla með 12 ára verkfræðimasterinn hans að ég þarf eiginlega að klára mitt
~fara kannski á Bifröst aðra helgina í röð, það eru fínustu leikir á laugardaginn sem ég horfi pottþétt á, spurning um að horfa á þá með Jóni Bjarna, ætla að melta það aðeins
~plana eitthvað meira en korter frammí tímann, það er í vinnslu, er allavega farinn að velta jólafríinu fyrir mér. Fullt af fólki er með eitthvað masterplan í gangi, ég hef verið full mikið að pæla í því að lífið er það sem gerist á leiðinni að svona plani, held að það sé kominn tími til að viðurkenna að það er ok að plana aðeins fram í tímann, reyndar líka ok að standa við svoleiðis plan, allavega að hluta
~gera eitthvað annað en læra og vinna, er reyndar aðeins byrjaður á þessu með pilates og síðan bolta á sunnudögum, af því tilefni ætla ég að kaupa eitthvað gott að borða á eftir og horfa síðan á tv þangað til að sofna, ef niðurhal væri löglegt væri ég kannski búinn að sækja slatta af 30 rock til að horfa á í kvöld
~lesa málsgreinina hér að ofan og velta því fyrir mér hvort Birna vinkona mín hafi rétt fyrir sér í athugasemdinni sem hún skrifaði hérna áðan
~flytja til Hveragerðis, allavega flytja en ekki oftar en einu sinni á næstu 4(gúlp) árum, hef flutt sirka árlega síðustu ár og nenni ekki að flytja mikið oftar, Hveragerði er líka fínn staður hef ég heyrt
~muna að lífið er gott , ég á þessa líka fínu fjölskyldu og afbragðs vinahóp, það er víst á endanum það sem skiptir máli.
Man ekki eftir fleiru í svipinn
Bloggar | 29.10.2007 | 09:41 (breytt kl. 22:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2 tímar í stórleikinn.
Var að koma af Bifröst. Afar þægilegur staður og virkilega gaman að hitta Maju aftur. Ég gisti hjá þeim mikla höfðingja Jóni Bjarna. Skrall á fimmtudaginn og síðan að mestu chill eftir það. Kökuboð hjá Maju í gær, stoðsending í bakstrinum hjá Júlla bakara og skólafélagsforseta.
Ég hef komið nokkuð oft á Bifröst enda átti Aron heima þar. Hef samt ekki áður verið þarna svona lengi, það er örugglega snilld að vera þarna í skóla, allavega er umhverfið að ég held hvetjandi. Ég er samt að verða frekar gamall, vaknaði um níuleytið í morgun og þrátt fyrir að ég reyndi að sofna aftur næstu tvo tímana þá gekk það erfiðlega.
Er að spá í leikjadagbók á eftir, það virkaði allavega ekki sérlega vel að ég sleppti leikjadagbók í Besiktas leiknum af því að það átti að vera happa
Bloggar | 28.10.2007 | 14:07 (breytt kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 25.10.2007 | 19:26 (breytt 28.10.2007 kl. 15:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |