Færsluflokkur: Ef niðurhal væri löglegt

Ef niðurhal væri löglegt

Hefði ég verið að ljúka við Oceas 13 og fundist hún þunn, allt að því pointless. Eiginlega eins og léleg kópía af fyrstu myndinni. Finnst hún svipuð og Lovestar eftir Andra Snæ, Against all odds með Westlife eða Matrix 2/3, tilgangslaus afrit.

Ef niðurhal væri löglegt

þyrfti ég ekki að horfa á einhverja af þessum skrilljón stöðvum sem ég er áhorfandi að. Afar lítið að gerast á þeim vígstöðvunum en ég nenni ekki að lesa í kvöld, einhvern veginn þannig dagur.

Minime væntanlegur heim á morgun, verður gaman að sjá prinsinn, brúnan og sællegan. Nú er farið að styttast í nýja skólann hans, Hörðuvallaskóla, ég fór á smá kynningu þar í vor og þau eru með skemmtilegar pælingar. Samþætting náms virðist fyrirferðarmikil sem er afar gott mál enda skrifaði ég hina stórmerkilegu lokaritgerð mína í KHÍ um samþættingu, vona að einhver þarna kenni eftir landnámsaðferðinni hennar Herdísar Egilsdóttur, mesta snilld sem sögur fara af.

Mér finnst heimasmeistaramót íslenska hestsins, sem er í boði núna á RÚV, vera örlítið minna áhugavert en geimsmeistaramótið í slönguspilinu sem því miður er ekki í boði hjá Digital Ísland í dag. Veit ekki hvort að ég fer á völlinn á morgun, reyndar freistandi að sjá nýja KR liðið hans Loga, verður fróðlegur leikur allavega, gæti farið langt með að tryggja FH dolluna ef KR vinnur þarna, held einhvern veginn að það gæti orðið.

Best að enda þetta á Blake Lewis


Smá lúr

Ég kom heim úr vinnunni áðan og var með alls konar plön fyrir kvöldið. Hafði upphaflega ætlað í bjór með SGÓ og manninum hennar Ólafar en frestaði því meira að segja af því að ég ætlaði í heimsókn. Kom heim heim rétt fyrir hálf sjö og var á leiðinni í sturtu. Fór aðeins í lazyboy-inn og hallaði mér aftur yfir tv. Var sem sagt að vakna nú kl hálf tíu. Er eiginlega orðinn of seinn í heimsókn og er svo myglaður að ég nenni ekki í safa, sjit hvað ég er orðinn gamall. Mætti halda að ég hefði verið í gleði í gær en ég sofnaði um miðnætti yfir tv og vaknaði hálf tíu þannig að ég var útsofinn.

Ef niðurhal væri löglegt væri ég búinn að ná í Simpson myndina og væri að kveikja á henni núna, ef niðurhal væri löglegt þá væri þetta fáránlega þægilegt.

Samt dáldið fúll að komast ekki í safann með SGÓ og manninum hennar Ólafar, það er orðið allt of langt síðan við ræddum heimsins mál saman. Talaði aðeins við Maju áðan, hún er á leiðinni heim frá Köben, sem er gott. Verst að hún fer væntanlega beint aftur í sveitina þannig að ekki hitti ég hana mikið.

Minime er í Svíþjóð með ömmu sinni og Unni Maríu frænku sinni, hefur það afskaplega fínt en er kominn með nokkra furðulega takta. Er greinilega að tékka á því hversu langt hann kemst þannig að hann er farinn að prófa sig áfram með orð seme eru ekkert sérlega sniðug, hann er venjulega kurteis þannig að hann lærir fljótlega að þetta er ekkert spes. Reyndar í þessum tilraunum hans kemur öðru hvoru upp hitt og þetta sem er skemmtilega skondið, áðan voru mamma og Eva að vaska upp og mamma spurði hann hvort hann ætlaði ekki að hjálpa þeim. Hann leit víst frekar hneykslaður á þær og sagðist ekki vera stelpaSmile, ágætt að ég var ekki á staðnum, hefði sennilega sprungið úr hlátri.

Best að drösla sér í korter í ellefu til að finna eitthvað snarl, aldrei þessu vant tómlegur ísskápurinn hérna


Ef niðurhal væri löglegt - Jekyll

Hefði ég verið að ná í þessa þætti frá BBC og væri jafnvel búinn að horfa á fyrstu 3 og þætti þeir ekki alvitlausir


Skemmtileg vika að baki - ekki alslæm helgi framundan

Eftir mikla ferðaviku fórum við á Silfur á föstudagskvöldið. Pétur HM, Kolla, Ollý, herra og frú Flogman, Bruno, Brynja, Jón bróðir hennar og Elli vinur hans. Snilldarmatur hjá Einari og afskaplega skemmtilegt kvöld, fórum á B5 sem venjulega er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá mér en var ágætt, hitti svo Sverka, Gunna, Kanu og Kúrbítinn á Óliver, ekki slæmt kvöld það. Hélt heim á leið um 3 leytið, afar skemmtilegt í alla staði.

Laugardagurinn var rólegur, við Bruno vorum heima mestallan daginn, ég reyndar sótti bílinn og fór í Kolaportið þar sem að ég fann nokkrar Harry Potter bækur fyrir Aron. Sunnudagurinn var reyndar líka rólegur, Nina og Jensa fóru á hestbak í rigningunni, ekki mikið fyrir mig og ég pikkaði þau upp eftir það og við borðuðum síðan í Naustabryggju um kvöldið. Þau hjónin fóru í gærmorgun og eftir að ég fór í vinnuna í nokkra tíma fórum við Bruno að skoða bæinn aðeins í rigningunni, við borðuðum fisk hjá mömmu og pabba um kvöldið og hann átti flug seint í gærkvöldi.

Snilldarheimsókn sem ég fékk þarna, alltaf gaman að hitta þau aftur, Peter er kominn með Losing a friend á heilann Smile. Maður fær ekki mörg tækifæri til að skoða landið þannig að það er gaman að ferðast aðeins um það þó ég mæli almennt ekki með því að keyra rúma 900 kílómetra á einum degi.

Fer í bústaðinn með Ollý og Þróttaranum um helgina, tek með mér nokkrar bækur, verður róleg og þægileg helgi. Gott að slaka aðeins á fyrir haustið, verður hellingur að gera í vinnu og skóla, byrja aftur í Hólmaseli í lok ágúst, gaman að vera með frá byrjun þennan veturinn. Hlakka líka til að hitta Guddu aftur, hún er skemmtileg týpa.

Þar sem að ég hef svo lítið að gera í vetur þá ætla ég að reyna að ná öllum deildarleikjum Liver í vetur. Snilld að þetta sé komið á Sýn, þeir eru líklegir itl að ráða einhverja til að lýsa leikjunum, leiðinlegra að þurfa að mute-a þá ef Gaupi færi nú að lýsa leikjum. Veit ekki alveg hvað fólk er að væla með kostnaðinn vegna Sýnar2. Kostar innan við 5000kall á mánuði að fá alla leikinu í ensku deildinni, það er svipað og miði á 2 leiki í svona sæmilegum sætum. Það sem fólk eðlilega gerir er að segja upp Stöð2 enda ekkert þar sem ekki væri hægt að nálgast á netinu, þ.e.a.s ef niðurhal væri löglegt.

Ætla a reyna að kommenta eitthvað smá á alla leiki, svona til að Jón Bjarni læri nú kannski eitthvað smá um fótbolta, hann verður á Bifröst og því get ég ekki miðlað af visku minni nema með því að blogga um það.

Minime á leið til Svíþjóðar í fyrramálið, eyjan, lestin og að mala Niclas í fótbolta, ekki leiðinlegir dagar það hjá litla manninum.  


Ef niðurhal væri löglegt

væri ég búinn að ná í fyrstu 4 þættina af Burn Notice og væri um það bil að tékka á þeim


Ef niðurhal væri löglegt

Myndi ég hiklaust mæla með Rescue Me


Ef niðurhal væri löglegt

Myndi ég mæla með því að ná í Entourage. Byggðir að nokkru á lífi Mark Wahlberg. Einn skemmtilegasti karakterinn heitir Ari Gold, skapgóður náungi.


Jim Carrey - Standup

U.þ.b þegar hann var að byrja


Jim Carrey-In living color

Sjálfsvarnarnámskeið - færa líffærin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband