Rætist úr mótinu

Gæti orðið skemmtilegur endir á þessu. 4 lið sem geta fallið, eitthvað sem segir mér að það verði Víkingur, Valur á svo sem séns ennþá á dollunni en þeir verða sennilega að vinna rest, ættu að vera 2 erfiðir leikir eftir hjá þeim, næsti leikur í Keflavík og síðan FH í næstsíðustu umferð. HK reddaði sér held ég með leiknum í kvöld, þeim duga 2 stig í viðbót til að vera sloppnir, 1 gæti verið nóg.

KR leysti vesenið sitt í kvöld, þeir vinna allavega 2 leiki af þeim sem eftir eru og það er nóg. Fram gerir sennilega nóg með því að vinna 2 af heimaleikjunum en ég sé ekki alveg hvaða leik Víkingur á að vinna. Blikarnir eru allt of heitir í næsta leik, Valur þar á eftir heima og Valur þá í toppbaráttu, eftir það eru útileikir í Kef og uppá Skaga, sénsinn þeirra liggur jafnvel í því að FH verði búnir að vinna dolluna fyrir síðasta leik á Víkingsvelli. Ég er svo sem ekkert sérstaklega getspakur en held að FH klári þetta á móti Val í næstsíðasta leik í Krikanum(ætti að verða magnaður leikur) og Víkingur falli


mbl.is KR landaði sigri - toppliðin náðu aðeins stigi á heimavelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband