Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Það stefnir allt í að ég fari á Bifröst aðra helgina í röð. Ég og Snorri förum væntanlega á föstudaginn um fjögurleytið að heimsækja Jón Bjarna, aldrei að vita nema að ég rekist á Maju þar líka, kannski af því að hún býr við hliðina á Jóni.
Ætlum að horfa á boltann og spila um helgina þannig að Jón þarf bara að klára ritgerðina fyrir föstudagskvöld, ætti að nást þar sem að hann er búinn að hringja í mig tvisvar til að tékka á heimildastöffi. Merkilegt nokk þá gat ég svarað því án þess að þurfa að hugsa mig mikið um, það er þá ekki alveg gagnslaust að vera í þesus MA-námi, virðist eitthvða sitja eftir, reikna samt með því að það sitji þar af því að Fjóla vinkona mín var afar dugleg að benda mér á réttu leiðirnar í heimildaskráningunum í vor
Þannig að ef einhvern vantar far á Bifröst á föstudag um fjögurleytið fyrir sig eða eitthvað stöff þá er sjálfsagt mál að fljóta með, Snorri er ekki það stór að hann taki restina af plássinu í bílnum.
Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég búinn með flest það sem var á playlista kvöldins, reyndar ekki í réttri röð því ekki er alltaf hægt að treysta á hraðann á mismunandi þáttum, hef ég heyrt allavega
Það verður því engin minimehelgi núna en mér skilst að frú Sigfríð ætli að fá hann lánaðan þannig að það ætti að fara vel um þau. Pabbahelgarnar virka annars þannig að ég hef hann aðra hvora helgi, nema þegar það er oftar eða Sigfríð hefur aðrar hugmyndir
Gott annars að hafa hann hérna nálægt, veit að hann fílar að geta labbað í skólann og að geta farið út að leika sér við vini sína.
Kveð í kvöld með Leonard Cohen svona í tilefni þess að ég er jafnvel að fara að hitta Maju aðra helgina í röð, sem hefur ekki gerst frekar lengi
Bloggar | 31.10.2007 | 23:41 (breytt 2.11.2007 kl. 00:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eða réttara sagt 17.aldar idjót.
Startaði sem sagt síðunni minni á facebook í gær og komst að því að þar eru allir með síðu. Hvernig ég fór að því að sitja fyrir framan tölvu í vinnunni 17 tíma á sólarhring síðustu ár en ekki taka eftir þessu er eiginlega afrek. Allavega þá skulda ég Gústa vini mínum afsökunarbeiðni, hann uppgötvaði ekki msn fyrr en skulum bara segja dáldið seint og ég hef reglulega verið að gera grín að honum síðan. Sorrí Gústi
Get ég notað það sem afsökun að ég sé orðinn gamall?
og er það þá gæfuleg afsökun
Bloggar | 31.10.2007 | 20:48 (breytt kl. 20:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þá væri þetta efni kvöldsins:
Reaper
NCIS
Bones
House
og síðast en ekki síst:
Boston Legal
Ef niðurhal væri löglegt | 31.10.2007 | 16:01 (breytt kl. 16:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er það frétt að tryggingafélög stefni í sömu átt og bankar, svona þegar það eru sömu eigendur
trúir einhver því að bankarnir geti ekki lækkað eða fellt niður uppgreiðslugjald lána af því að það sé svo dýrt fyrir þá ef fólk borgar upp lánin sín, sennilega tapa þeir svona miklu á litlum vaxtamun
hvaða idjót gefur aftur út bókina 10 litlir negrastrákar, sá síðu hjá afar bright MR-ingi sem skýrir það í löngu en hnitmiðuðu máli hvað þetta er dæmalaus vitlaust
hvernig virkar fjármálastjórnun í heilbrigðiskerfinu ef það þarf ekki að fara eftir fjárhagsáætlunum, til hvers eru fjárlögin þegar ráðherra/stjórnendur gera bara eitthvað
er áfengi á Íslandi virkilega það óaðgengilegt að það myndi auka áfengisvandann til muna að selja það í verslunum?
eða
eru vinstri grænir á móti öllu eða bara því sem leiðir til frjáls vals
hvað þarf að vera mikið drasl í aftursætinu hjá manni til að setja tveggja ára barn í framsætið
er einhver á móti því að hækka lægstu laun í kjarasamningum og lifir sá hinn sami þá á þeim
fattar einhver framlag í framkvæmdasjóð aldraðra sem maður borgar til viðbótar við aðrar skattgreiðslur, af hverju er þetta ekki hluti af skattinum
vissuð þið að:
mér fannst ég ekki geta verið minna móðins en aðrir og er með facebook líka en á reyndar ekki vini ennþá , það rætist kannski úr því einhvern tímann
tvær af uppáhalds plötunum mínum eru:
Jagged Little Pill
og
Automatic for the people
Bloggar | 30.10.2007 | 22:02 (breytt kl. 22:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó niðurhal væri löglegt þá myndi ég samt mæla með því að þessir 7, úbbs meinti 8, (sorrí Hafdís) sem lesa bloggið mitt kíki á RÚV á fimmtudag kl.21.30. Það er verið að frumsýna nýja danska gamanþætti sem heita Trúður og eru víst hreinasta afbragð.
Ég vildi að ég gæti lofað senu í líkingu við lokaatriðið í Idioterne en það væri kannski full mikið. Get samt klárlega lofað einhverju stríperíi enda eru þetta danir
Tékkið allavega á þessu, það verður síðan getraun á föstudag úr þáttunum hérna til að tékka á því hverjir hafa actually horft.
Sjónvarp | 30.10.2007 | 19:57 (breytt kl. 20:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
greinilega hjá KSÍ. Kannski hefur Óli verið að fara í eitthvað annað og þeir neyðst til að ráða hann strax. Það kom samt eiginlega ekkert fram í þeirra máli sem skýrði þennan ógurlega hraða annað en að það væri leikur fljótlega á móti Dönum.
Mér þykja þetta sérkennilega vinnubrögð verð ég að segja. Með þessu eru þeir eiginlega að segja að Óli hafi verið langbesti kosturinn og ekki verið eftir neinu að bíða. Hvernig ætli þeir viti það? Það kom ekki fram að þeir hafi rætt um aðra þjálfara, aðeins að þeir hafi ekki rætt við neina aðra og að hann hafi verið þeirra fyrsti kostur.
Eru það ekki heldur sérkennileg vinnubrögð að ræða ekki einu sinni við neina aðra? Það tíðkast nú gjarnan að ræða við fleiri en einn þó svo að einhver þyki vænlegastur fyrirfram.
Var það reynsla Óla? Það hefur eflaust spilað inní en það hefur gleymst aðeins í umræðunni um Eyjólf að hann var með Bjarna Jó með sér, Bjarni er afar reynslumikill þjálfari og hefur náð góðum árangri með félagslið hér á landi. Varla var það því bara reynslan.
Ég veit eiginlega ekki hvort að mér finnist Óli gott val á þjálfara, aðallega af því að ég hef ekki náð að spá neitt í það. Hann hefur vissulega reynslu og hefur skilað fínum árangri síðustu ár. Það getur meira en vel verið að hann verði farsæll þjálfari, ég vona það. Ég fatta bara ekki hvað þeir voru að flýta sér.
KSÍ er greinilega óttalegt sandkassabatterí, þeir fá haug af peningum frá UEFA sem þeir dreifa til félaga á Íslandi. Sparkvallaverkefnið frá UEFA hefur líka verið afskaplega vel heppnað. Ég hef það hins vegar aðeins á tilfinningunni að þeir vilji ekki fá neina nýja í sandkassann sinn. Þess vegna hlýtur að vera best að ráða einhvern strax og kaupa sér þannig frið í smá stund, allavega í tæpt ár þangað til ný undankeppni hefst. Óli er súkkulaði á móti Dönum, ef það gengur vel þá er það honum að þakka en annars Eyjólfi/Bjarna að kenna. Æfingaleikirnir í vor eru síðan eðlilega stikkfrí þar sem að nýr maður þarf tíma til að byggja upp lið.
Eina genginu sem lá því lífið á í þessu var stjórn KSÍ, eitthvað hafa þeir að fela en ég hef ekki hugmynd um hvað það er.
Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.10.2007 | 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
~þá væri ég að horfa á Louis Theroux sem að þessu sinni væri að skoða lýtalækna á Rodeo Drive. Ég hef annars einu sinni verið þar, ekki hjá lýtalæknunum heldur götunni. Við Dagur fórum þangað og ef ég man rétt þá fórum við í Armani búðina og keyptum samtals eitt par af sokkum.
~þá hefði ég verið að horfa á nýja mynd með Denzel, American Gangster. Afar skemmtilegur leikari.
~þá hefði ég verið að horfa á fyrstu tvo þættina af women´s murder club og fundist þeir alveg ágætir, ákvað að tékka á þeim víst Maja var að missa það af hamingju yfir bókunum
~þá væri ég búinn með fyrstu 4 þættina í seríu 2 af 30 rock, snilldarþættir og hafa komið mér gríðarlega á óvart
Já og ef niðurhal væri löglegt þá hefði ég horft á þetta og eitthvað meira stöff í kvöld ásamt því að dunda mér á netinu og borða misjafnlega hollan mat, alveg ágætur afmælisdagur en kannski ekki sérstaklega pródúktívur
Ef niðurhal væri löglegt | 30.10.2007 | 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007
~til hamingju með daginn til mín og Winonu Ryder - erum 36 ára bæði
~ég er ekkert að verða yngri en það er eiginlega ok
Það er ekkert sérstaklega á dagskránni fyrir næsta tug nema kannski þetta helst:
~að gera eitthvað skemmtilegt í kringum jólin, gæti orðið mjög skemmtilegt
~að pabba finnst að ég ætti jafnvel að vera með það á dagskrá að lofa mig fyrir þann tíma, er samt "lofa" ekki eiginlega bara notað í ritmáli í dag, ef það er þá notað einhvers staðar:)
~að komast að því af hverju karlmenn almennt kvarta yfir minnkandi hárvexti en ég sé ekki betur en að hið andstæða eigi við um nefhár
~að vita hvort ég verði orðinn betri í golfi eða jafnvel hættur, finnst einhvern veginn í dag að það sé alveg sixty-fifty hvort verður niðurstaðan
~klára þetta MA nám sem ég er í, finnst það reyndar ekkert sérlega áhugavert þessa dagana en ég er búinn að skjóta svo á Halla með 12 ára verkfræðimasterinn hans að ég þarf eiginlega að klára mitt
~fara kannski á Bifröst aðra helgina í röð, það eru fínustu leikir á laugardaginn sem ég horfi pottþétt á, spurning um að horfa á þá með Jóni Bjarna, ætla að melta það aðeins
~plana eitthvað meira en korter frammí tímann, það er í vinnslu, er allavega farinn að velta jólafríinu fyrir mér. Fullt af fólki er með eitthvað masterplan í gangi, ég hef verið full mikið að pæla í því að lífið er það sem gerist á leiðinni að svona plani, held að það sé kominn tími til að viðurkenna að það er ok að plana aðeins fram í tímann, reyndar líka ok að standa við svoleiðis plan, allavega að hluta
~gera eitthvað annað en læra og vinna, er reyndar aðeins byrjaður á þessu með pilates og síðan bolta á sunnudögum, af því tilefni ætla ég að kaupa eitthvað gott að borða á eftir og horfa síðan á tv þangað til að sofna, ef niðurhal væri löglegt væri ég kannski búinn að sækja slatta af 30 rock til að horfa á í kvöld
~lesa málsgreinina hér að ofan og velta því fyrir mér hvort Birna vinkona mín hafi rétt fyrir sér í athugasemdinni sem hún skrifaði hérna áðan
~flytja til Hveragerðis, allavega flytja en ekki oftar en einu sinni á næstu 4(gúlp) árum, hef flutt sirka árlega síðustu ár og nenni ekki að flytja mikið oftar, Hveragerði er líka fínn staður hef ég heyrt
~muna að lífið er gott , ég á þessa líka fínu fjölskyldu og afbragðs vinahóp, það er víst á endanum það sem skiptir máli.
Man ekki eftir fleiru í svipinn
Bloggar | 29.10.2007 | 09:41 (breytt kl. 22:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Jórsalir 4, nóg af kóki en ekkert saltnammi. Engir gestir að þessu sinni, Minime farinn heim til sín. Var að spá í að skrifa þetta frá Bifröst en nennti ekki að keyra í myrkri eftir leik.
Það verður gaman að sjá hvernig liðið verður, er næstum að vonast eftir miðju með Gerra, Masherano, Xabi og Babel.
15.45 Var að sjá liðið. Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Gerri, Alonso, Masherano, Voronin, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Við gætum mögulega verið að sjá ný level af sérkennilegheitum frá Rafa, Gerri jafnvel á vinstri, allavega hann eða Voronin, gott að Babel er ekki kantmaður eða svoleiðis?
15.48 Gaupi er í settinu með Grana og Frey úr FH, það er reyndar einn stór kostur við það, Gaupi er þá ekki að mala á meðan leikurinn er í gangi. Spái Hödda og Bjarna Jó í lýsingunni.
15.49 Gangurinn að klefunum á Anfield er svona eins og landgangur á flugvöllum, einbreitt eiginlega, ætli það verði ekki rýmra á Shankley Park
15.51 Torres er sérstaklega vel greiddur í dag, hann hefur mitt leyfi til að skora þrennu í dag.
15.52 Það er mér hulin ráðgáta, nú eins og áður, hvernig Voronin gat fengið tíuna
15.54 fyrir þau ykkar sem ætla að hringja til að spyrja hvað mér finnst um hitt eða þetta í fréttum þá get ég svarað því strax, mér finnst það alveg fínt eða afleitt, allt eftir aðstæðum, það eru 5 mínútur í leik þannig að ég tek ekki síma í 2 tíma, Grani og Freyr spá báðir 3-1, reyndar fyrir sitthvoru liðinu
15.56 Arnar er einn að lýsa, holy smoke, var enginn sérfræðingur laus?
15.57 You´ll never walk alone
15.58 Nett taugaspenna, hollt og gott því þá er manni ekki sama
15.59 Theo Huxtable er á bekknum, stóð sig sennilega ekki nógu vel síðast hjá Arsenik. Yfir/undir á beinum ristarspyrnum hjá Kuyt er 9, þar af minnst 7 úr sérkennilegum vinklum
16.02 Arsenal byrjar með boltann, það skiptir yfirleitt ekki miklu í fótbolta
16.03 Þetta er Kuyt/ Voronin á hægri/vinstri, Gerri fyrir aftan Torres, það lítur vel út. Meikar meira að segja sens, nema kannski fyrir þær sakir að hvorki Voronin né Kuyt eru kantmenn, þeir eru samt eiginlega ekki heldur senterar, hmm.... þeir eru svona sóknarmenn, crap, Carra er meiddur
16.06 Voronin með spjald, best að taka hann þá útaf. Hann fékk þetta eftir svona látannfaratrix, hann gleymdi bara að snúa við og taka boltann því það var enginn annar þar
16.07 Þeir eru búnir að laga HD hljóðið allavega, Liver með auka svona meter fyrir utan teig
16.09 Gerri að taka þetta, af hverju eru þeir að vesenast með það að renna boltanum
16.10 Já ok, kannski af því að Gerri getur þá neglt honum inn, 1-0, nammi namm
16.11 Fínasti auki hjá Gerra, er almennt ekki hrifinn af því að renna boltanum til hliðar í auka, það gefur hinum séns að komast fyrir boltann, hjálpaði þarna að innsti gaukurinn í veggnum ákvað að vera ekki lengur í veggnum
16.12 Ég held að Voronin sé ekki búinn að fatta hvað gult þýðir, hann var allavega að renna sér aftur, ok, ég skal útskýra ef hann skyldi lesa þetta í hálfleik, sko, ef þú ert kominn með gult þá þarftu að passa þig dáldið, annað gukt þýðir nefnilega ða þú ert rekinn útaf og það má enginn koma inná fyrir þig
16.14 Crouch að hita upp, veit ekki alveg hvað það þýðir, vona að Torres sé í lagi
16.16 hendi á Hleb, þetta var samt bara önnur, veit ekki af hverju þeir dæmdu á þetta, Gerri er í svona frjálsri stöðu fyrir aftan senterinn, sýist honum ekki leiðast það mikið. Arsenik er að svona þvælast upp kantana, vel spilandi lið samt
16.18 Almunia í marki hjá Arsenik, var ekki Lehman búinn að segja wenger að passa sig? hann hefur sennilega misst af því, hjúkk, Adebayor í færi en Reina reddaði
16.20 Voronin er búinn að eiga 5 sendingar, þar af 7 á mótherja
16.21 Hyypia með langan bolta sem var sentimetra frá því að hitta Torres, eða reyndar svona 2000 sentimetra
16.22 Arnar hefur eiginlega ekki sagt neitt vitlaust það sem af er, hmm.... ok, þangað til núna þegar hann sagði að dómarinn væri hliðhollur Liver en svo 5 sekúndum seinna að að hann væri samkvæmur sjálfum sér þegar Liver fékk ekki auka, ég er smá ringlaður, hvort er þetta Arnar?
16.25 OK, nú sagðist hann ætla að draga þetta til baka frá því áðan, þetta er eiginlega meiri Derby leikur en á móti Everton síðast, allavega er tempó í þessu og menn virðast smá pirraðir
16.27 Torres reyndi rennonumframhjáoghlaupatrixið en gleymdi að renna boltanum fram Toure
16.28 Liver er aðallega að reyna að negla fram á Torres, er það ekki venjulega betra ef það er allavega í áttina að honum, eða bara allavega ekki beint á markmanninn
16.29 Gerri með skot eftir 2 horn, aftur horn, á það ekki að vera víti?
16.30 Æ, þessi 3 horn og víti brandari er að verða þreyttur, ég er hættur að notann. Carra prófaði einn langan á Torres, það er ekki gaman að elta svona þvælu allan leikinn, nú sást reyndar að það var hendi á Sagna í horninu, það er stundum víti en reyndar var þetta bara önnur
16.33 Carra sló Eboue inní teig, það má ekki, af hverju sá línuvörðurinn þetta ekki, nú var Gerri með eina Ninja tæklingu en meiddi sig, sýndist hann fá högg á ökklann, þetta var ekki gott allavega
16.35 Voronin hitt núna loksins á samherja, það gerðist reyndar þegar hann var að hreinsa, ok þetta er dáldið ýkt hjá mér, hann hitti einu sinni eða tvisvar á samherja áðan af 5 metra færi
16.36 Arnar hefur verið að finna blaðið sitt með gamalli tölfræði, það er fínt, virkar svona eins og suð í sjónvarpinu
16.38 Arsenik eru búnir að vera betri bróðurpartinn af leiknum, það er ekki sama flæði í Liver, kannski að því að kantararnir eru ekki kantmenn og að Liver reynir eiginlega bara langa bolta
16.40 Adebayor að reyna að setja schnabel í eyrað á Hyypia en hann varði sig með olnboganum, shit hvað hann hoppar hátt, það er reyndar mikið betra en Scwarzer í ManU leiknum í gær, hann hoppaði niðrávið í markinu hjá Nani
16.43 Það eru svona 4 eftir af fyrri, Liver má eiginlega þakka fyrir ef þeir ná að fara í hálfleik með þessa stöðu, væri gott samt
16.45 Gerri með ágætan auka, munaði ekki miklu að Sami næði að skalla af markteig, það telur reyndar ekki mikið að ná boltnaum næstum því
16.46 Mér sýnist nokkrir þarna vera orðnir dáldið þreyttir, það er svo sem búið að vera hellings tempó í leiknum, Torres reyndi eina 60 metra skiptingu með vinstri, hann dreif svona 30, það var ekki nóg, nú meiddi Torres sig, hvað með að henda boltanum útaf þá, nei ok, Torres er staðinn upp.
16.49 Þegar Crouch kemur inná fyrir Torres, ætli við höldum áfram að reyna bara stungur? Er það ekki dáldið eins og að fara í malargryfju að kaupa í matinn að stinga á Crouch, það er eitthvað sérkennilegt við það
16.51 ok, hálfleikur. Liver eru yfir og það er svona passlega sanngjarnt, Arsenal hafa allavega verið meira með boltann og hafa fengið eitt/tvö færi. Crouch er á leiðinni inná fyrir Torres í seinni, það ruglar aðeins kerfinu hjá Rafa, hvort ætli hann hæti þá við skiptinguna á 54. 75. 87. mínútu? Ég spái því að þetta veðri í staðinn fyrir 54. mínútu skiptinguna. Babel kemur þá inná fyrir Voronin á 75. ef Voronin les bloggið í halfleik og lætur ekki reka sig útaf.
17.06 Það var viðtal við Grobbelar í hálfleik, Pétur Hafliði fór einu sinni útá lífið með honum, kemur fáum á óvart að Grobbi er skemmtilegur náungi, hann lítur einhvern veginn þannig út, svona svipað og að ég er pottþéttur á því að Souness er leiðinlegur
17.08 Jónas Grani benti réttilega á það í hálfleik að Liver er ekki með neina kantmenn. Það skiptir líka voða litlu máli þegar senterinn þinn getur eiginlega bara skorað eftir fyrirgjafir, gott að við vorum ekki að setja einn tveggja metra inná sem getur bara skorað eftir fyrirgjafir
17.11 Hey kúl, þið vitið svona þegar tónlistarmenn gera kóver af lögum í virðingarskyni við aðra tónlistarmenn, Mascherano var núna, í virðingarskyni við Momo, að taka Momo trix, þ.e. að vinna boltann en hlaupa svo af stað í dellu og missann aftur
17.13 Arsenal með þokkalegt spil, láta bolta flæða ágætlega á milli kanta, nú var Crouch að taka boltann niður, snúa sér og negla langt fyrir utan teig, ég hef ekki séð þetta áður, Gerri með horn beint á fyrsta varnarmann, sko það er ekki erfitt að taka horn og auka, koma boltanum bara aðeins yfir fyrsta varnamann, það er yfirleitt nóg
17.16 Arsenal með skot í stöng og Fabregas með skot framhjá tómu marki af vítapunkti, kom eftir frábært spil frá þeim. Mashcerano fékk gult eftir eina tveggjafóta stökktæklingu, gott að það eru ekki reglur sem segja að það eigi að reka útaf fyrir svoleiðis eða neitt
17.18 Nú var Crouch að salta einn, það eru tæklingar og aksjón í þessu.
17.20 Endursýning af Ninjastökkinu hans Masherano, merkilegt að hann sé ennþá inná og líklega ágætt fyrir Sagne að hann hoppaði frá þessu
17.21 Dammit, Riise með fyrirgjöf á fyrsta varnarmann, hann á samt að vita að horn/aukaspyrnureglan á líka við um fyrirgjafir, nennir einhver að sms-a því á hann ef hann skyldi vera með símann á sér inná, ég er ekki með númerið hans
17.24 Reyndar eitt með svona slána eins og Crouch, það er erfitt að kenna þetta, þ.e. hæð
17.25 rúmar 10 í Voronin/Babel skiptinguna, ég held að Arsenal sé að færa sig framar, allavega er svæði fyrir Crouch til að hlaupa í og ekki hleypur hann hratt.
17.27 Þetta var óvænt trix, Benayoun var að koma inná fyrir Voronin á 65. mínútu, Alonso næstum búinn að skora með hendi, Arnar næstum búinn að fatta að það var aksjúallí dæmt á þetta, Theodore Huxtable Walcott að koma inná
17.29 Þessi skipting ruglaði mig dáldið, síðan hvenær skiptir Rafa eftir 64. mínútur, geri mér enga grein fyrir því hvað þetta þýðir, nú er Alonso meiddur aftur; Arbeloa að koma inná með hárkolluna hans Pennant, þetta er sennilega svona í virðingarskyni við Pennant víst hann meiddist, fallega gert hjá honum
17.32 ég er ekki hrifinn af þessari skiptingu hans Rafa, hefði ekki verið hægt að færa Gerra neðar og setja Babel inná, getum ekki alveg pakkað finnst mér. Jafnvel hægt að færa Yossi innar og koma Babel á kantinn, hann hefur hraða til að breaka á þá ef við skyldum einhvern tímann ná boltanum af þessu Arsenal liði
17.35 Tvær skiptingar á leiðinni hjá Arsenal, Mascherano vann boltann til Riise sem hljóp af stað og reyndi þríhyrning við Toure, sennilega ekki fattað að hann er ekki með honum í liði þannig að Toure gaf ekki boltann á hann aftur
17.37 Riise með skot beint fyrir utan teig eftir að Gerri gaf fyrir af vinstri kantinum, ætti kannksi að vera öfugt en þetta var allavega ágætt skot.
17.39 Bendtner skallaði í gegnum klofið á Sami, dáldið töff, Arsenal annars í reit inní teig hjá Liver, kannski að við ættum að reyna að taka boltann af þeim
17.40 Það er svona korter eftir, AArbeloa er að reyna sama trix og Voronin í fyrri, þ.e. að gefa mest á kallana í hinu liðinu, hann er allavega dáldið lengi að þessu eitthvað. Fabregas búinn að jafna, kemur ekki mikið á óvart enda Arsenal búnir að vera betri eiginlega allan leikinn 1-1
17.43 Ætti að verða tempó þessarar síðustu 10 mínútur, ekki að það hafi vantað hingað til. Crouch að pressa inní teig hjá hinum, Yossi ákvað þá að dekka svæði við miðjulínuna, borgar sig ekkert að hjálpa við pressuna ef hún skyldi kannski virka. Svæðið við miðjulínuna skapaði allavega ekki hættu
17.47 Dómarinn tók boltann af Kuyt á miðjunni en Carra reddaði því, er annars að pæla í því hvar Neil Mellor sé, hann hefur skorað á CopEnd á móti Arsenik
17.49 Töff, sama trix og áðan, Arsenal með skot í stöng og síðan frákast framhjá, Liver fóru með 8 fram áðan, verst að Gerri ákvað þá að missa boltann þegar hann var aftastur af þeim
17.50 Arbeloa með sendingu sem fór ekki á mótherja, fór reyndar úaf en allavega ekki á mótherja
17.51 Mér er búið að takast að blokka svo vel á Arnar að Ómar þurfti að benda mér á að hann hafði líkt Sami við gamlan finnskan vörubíl
17.54 Þetta fer að verða búið, eigum eiginlega ekki mikið meira skilið en 1 stig úr þessu, hefði svo sem verið fínt ef Gallas hefði ekki náð að henda sér fyrir skotið hans Gerra áðan en so be it.
17.55 Flautað af, endaði 1-1 sem er sennilega sanngjarnt svona þegar allt kemur til alls. Liver hefði hugsanlega getað hangið á þessu en Arsenik átti ekki skilið að tapa þessu. Nú er bara að vona að Torres og Xabi séu í svona þokkalegu lagi, við þurfum á þeim að halda.
Ómar vinur minn, sölukall hjá Eyjunni er farinn að skrifa leikjadagbækur líka, hann er dáldið reiður bloggari sem gerir bloggið hans dáldið skemmtilegt. Hann er samt markmaður þannig að hann er með soldið skrýtnar hugmyndir um fótbolta , heldur t.d. með ManU sem er yfirleitt merki um að menn séu ekki alveg með fulle fem
Enski boltinn | 28.10.2007 | 15:42 (breytt kl. 18:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2 tímar í stórleikinn.
Var að koma af Bifröst. Afar þægilegur staður og virkilega gaman að hitta Maju aftur. Ég gisti hjá þeim mikla höfðingja Jóni Bjarna. Skrall á fimmtudaginn og síðan að mestu chill eftir það. Kökuboð hjá Maju í gær, stoðsending í bakstrinum hjá Júlla bakara og skólafélagsforseta.
Ég hef komið nokkuð oft á Bifröst enda átti Aron heima þar. Hef samt ekki áður verið þarna svona lengi, það er örugglega snilld að vera þarna í skóla, allavega er umhverfið að ég held hvetjandi. Ég er samt að verða frekar gamall, vaknaði um níuleytið í morgun og þrátt fyrir að ég reyndi að sofna aftur næstu tvo tímana þá gekk það erfiðlega.
Er að spá í leikjadagbók á eftir, það virkaði allavega ekki sérlega vel að ég sleppti leikjadagbók í Besiktas leiknum af því að það átti að vera happa
Bloggar | 28.10.2007 | 14:07 (breytt kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |