Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Óttaleg þvæla

verð ég að segja. Hvernig getur stjórnarsamstarf verið rofið af aðilanum sem vill stunda spákaupmennsku með hlutabréf? Ég er reyndar enginn hlutabréfasérfræðingur en ég er nokkuð viss um að ekkert fyrirtæki getur, með nokkurri vissu, lofað margföldun á verðmæti hlutabréfa á stuttum tíma. Sérkennilegt mál í alla staði. Reyndar skil ég ekki alveg hvers vegna opinberir aðilar eru a standa í þessu. 

Ég hef heldur ekki hugmynd um það heldur hvað þetta fyrirtæki ætlar að gera, ég veit að þeir eiga slatta í Hitaveitu Suðurnesja en get ekki séð að verðmæti hennar margfaldist á næstu árum.  Bjarni Ármannsson er vissulega bright gaukur og þetta fyrirtæki á örugglega eftir að verða alveg ágætt en ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna borgin á að fjárfesta í einhverju sem fyrir mér hljómar eins og langtímafjárfesting í alþjóðlega orkugeiranum.

Reyndar eru ábendingar vel þegnar í þessu máli sem og öðrum. Ef einhver þeirra sjö nei, fyrirgefðu Hafdís, ég meinti átta sem lesa bloggið mitt getur útskýrt fyrir hvað það er sem þetta kompaní ætlar að gera og þá sér í lagi hvað þeir ætla að gera sem margfaldar verðmætið á stuttum tíma þá vinsamlegast skiljið eftir komment með þessum afar mikilvægu upplýsingum.

Mér þætti t.d. gaman að vita hvað Ella Þóra, vinkona mín, hefur um þetta að segja Smile


mbl.is Sviptingar í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PilatesPimp

Auglýsing frá Kollu systur.

Byrjendanámskeið að hefjast. mánudaginn 15 oktober  kl 19.00 (Kennt mánudaga og miðvikudaga) Þriðjudaginn 16 oktober. Kl 17.00 (Kennt þriðjudaga og fimmtudaga) 

Námskeiðin eru 2x í viku,5 vikur í senn og hver tími er  45-50 mín.

Kennt er í húsnæði Ljósheima, Brautarholti 8. 2hæð 

Hvað er PILATES:

Hver æfing virkjar kviðvöðvana og aðferðin leggur áherslu á að styrkja svæðið sem kallað er ‘powerhouse’ (aflstöðin) – kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassinn. Markmið Pilates er að lengja, styrkja og stæla líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri. Skráning í gangi á kollapilates@hotmail.com og einnig í síma 8672727

 


(grát)Broslegt

að horfa upp á Liver þessa dagana. Hvernig getur lið með reynda hafsenta fengið á sig 2 nákvæmlega eins ensk mörk. Langur bolti sem annar senterinn flikkar á hinn og hann skorar. Þetta eru alveg fáránleg mörk. Þar fyrir utan er ekkert flæði í liðinu, það eru yfirleitt 30 metrar á milli manna og sjaldan meira en einn valkostur þegar einhver er með boltann. Gríðarlegur munur á Liver og Arsenal þessa dagana. Liver var sennilega með besta liðið sitt í dag, allavega af þeim sem eru heilir. Voronin var glettilega sprækur, hann er allavega fyrir ofan Crouch á vinsældalistanum, ekki að það hafi verið erfitt. Yossi er kannski búinn að finna sitt hlutverk, svona supersub, hann allavega nýtist betur þega rliði verður að sækja og hann getur þvælst útum allt.

Ef Sami Hyypia vinnur ekki langa skallabolta þá er best að parkera honum og láta einhvern kjúklinginn spila, hann hefur allavega ekki hraða, vonandi verður Agger ekki allt of lengi frá. Ég veit ekki hvort liðið er nógu gott til að endast fram til áramóta áður en við fáum nýja menn.


mbl.is Torres bjargaði Liverpool á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikjadagbók Arsenal-Sunderland 7.10

Það er ekki lítið á mann lagt að hlusta á jólasveininn Guðjón Guðmundsson vera einan að lýsa fótboltaleik. Ætla að reyna þetta en það gæti orðið erfitt.

10.59 Keane er með stærsta bindi sem ég hef séð. Það er eins og hann sé með handklæði um hálsinn

11.00 Dwight Yorke er afturliggjandi miðjumaður, það er dáldið spes

11.01 Guðjón að auglýsa Express ferðir, það er orðið skemmtilega mikið um það hjá S'yn, auglýsingar í lýsingum, það er reyndar pæling, getur Guðjón ekki bara lesið upp auglýsingar allan tímann, það ætti að halda bullinu í lágmarki

11.03 Þessi leikur ætti annars að verða skemmtilegur, þeir eru það yfirleitt leikirnir hjá  Arsenik. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Liver.

11.05 Ekki nokkur spurning að þetta var gult spjald, gott að Gaupi gleymdi ekki frasabókinni heima.

11.07 Arsenal fékk auka fyrir utan teig, það var eiginlega verra fyrir þá því þeir skoruðu úr langskoti

11.08 Ekki mikið verra samt því Van Persie skoraði fáránlegt mark uppúr aukaspyrnunni, 1-0 fyrir Arsenik eftir 7 mínútur

11.10 Minime er í fótboltaleik hérna við hliðina á mér, hann er jafnframt með beina lýsingu úr þessum tölvuleik

11.12 Adebayor með skalla eftir fína fyrirgjöf, vel varið hjá Flash Gordon, þetta gæti endað illa hjá Keaneland

11.14 Senderos skoraði eftir klafs og klúður, 2-0 fyrir Arsenik, Gaupi segir að þetta gæti orðið langur dagur hjá Royland, það er rétt hjá honum, ég reyndar var að segja það, ætli hann sé að lesa bloggið?

11.17 Ef sunderland halda áfram á þessari leið þá endar þetta með algerri skelfingu, ég er alveg sannfærður um það. Ok, Gaupi, þannig að þú meinar að ef Royland halda áfram að fá á sig mark á 7 mínútna fresti þá tapi þeir illa, þetta er ástæðan fyrir því að það er svo mikilvægt að hafa einhvern til að lýsa leikjunum, til að fá svona upplýsingar

11.19 Nú var Diaby að skora þriðja markið, það er hins vegar dæmt af útaf rangstöðu, sem reyndar er tóm vitleysa. Það er þá búið að dæma 2 mörk af honum á fyrstu 18 mínútunum, það er ekkert spes,

11.22 Guðjón hefur dálitla þörf fyrir að leggja áherslu á það sem hann er að segja. Nú var það "þetta mark hefði átt að standa" sem er í raun nóg, en bætti svo við "um það er ég alveg sannfærður" Ég held að hann sé stundum dáldið á sjálfstýringu

11.24 Ég held að hann heiti Jónas Tryggvason gaukurinn sem poppar upp í tv á 4 ára fresti til að lýsa fimleikum frá Óympíuleikum, það hefur engum dottið í hug að láta hann lýsa sigliakeppni eða fótbolta. Hvers vegan er þá Gaupi að lýsa einhverju öðru en handbolta?

11.27 Sunderland að skora, 2-1 núna. "Þetta er frábær leikur" og svo "það er vægt tekið til orða" Ég held að ég sé að fatta þetta, hann er að tala við sjálfan sig svona af því að hann hefur engan með sér núna í settinu, reynir að kommenta fyrir tvo. Það er eiginlega nóg að hafa einn Gaupa, veit ekki hvað ég væri til í að borga fyrir að þurfa ekki að hlusta á 2 Gaupa

11.29 Það eru 30 mínútur búnar og staðan er 2-1 fyrir Arsenik, Hleb hefur víst verið gulls ígildi fyrir Arsenal síðan hann kom árið 2005, veit ekki til þess að þeir hafi unnið neitt síðan, hvaða gull ætli það sé þá Gaupi?

11.34 Auki hjá Arsenal, Fabregas með skot rétt yfir, aldrei hætta samt. Gaupi ekki alveg viss um hvað sé hornið fjær þarna, Gaupi, það er hornið sem er fjær.

11.41 Smá skrepp þarna. Hmm, Gaupi að hrósa Keane fyrir að ná í Craig "Flash" Gordon, rétt hjá honum reyndar en kommentið var: "hann var dýr en líklega á það eftir að margfalda sig", hvað ætli það þýði?

11.45 það er að koma hálfleikur, Arsenik búnir að vera miklu betri, þetta mark sem var dæmt af þeim reddaði Royland, þeir nikkuðu muninn stuttu seinna, það er aðeins betra að vera 2-1 undir en 3-0

12.03 Seinni að byrja, veit ekki hvað þarf til að Sunderland taki stig, það væri reyndar snilld en afar ósanngjarnt, verst er þó að ég tók Van Persie úr draumaliðinu mínu

12.07 Nú er Jones búinn að jafna, þetta er afskaplega ósanngjarnt en telur lítið, 2-2

12.12 Aronsgreining: Leikurinn fór vel af stað og þetta voru flott mörk hjá báðum liðum, ekkert meira um það að segja

12.16 Royland er ða reyna ða tapa þessu held ég, þeir hreinsa ekki þegar þeir fá tækifæri til, rétt í þessu var Theo Walcott að koma inná, ég er svona dáldið að velta því fyrir mér hvernig hann gat verið í landsliðshópnum á Hm 2006 þegar hann kemst ekki ennþá í liðið hjá Arsenik.

12.25 Smá tafir hjá mér, er að skoða hús í Hveragerði á mbl, staðan er annars ennþá 2-2 og Arsenik í smá vandræðum, held einhvern veginn að þeir geti ekki annað en unnið

12.35 Arsenal er að valta yfir sunderland en korter eftir og það er ennþá 2-2

12.36 Held að ég nenni ekki að skrifa meira um þetta, er of upptekinn að skoða hús í Verahvergi, það er slatti til þarna sýnist mér

12.44 Van Persie að klára þetta 3-2, gott mark hjá þeim og afskaplega sanngjarnt, Arsenik eru heitir og eru eitt af 3 liðum sem geta unnið dolluna með Liver og ManU


Einu númeri stærri

FH-ingar voru einu númeri stærri í dag en það var ekki mikið meira en það. Þeir voru reyndar miklu betri fyrstu 25 mínúturnar en gátu síðan eiginlega ekki mikið eftir það. Reyndar áttu þeir ágætis sprett í framlengingunni, sem var nóg. Tryggvi lagði upp bæði mörkin og gerði það reyndar nokkuð vel. Sýnist sá ágæti fótboltamaður ekki eiga mikið eftir, sennilega svona eitt gott ár í viðbót en svo hættir hann líklega. Fjölnismenn komust ágætega frá þessum leik, gerðu sitt besta og ekki hægt að biðja um meira, þeir voru að keppa við næstbesta lið landsins og stóðu vel í þeim.

Fjölni vantaði því miður hins vegar eins og eitt númer í viðbót. Bæta vonandi úr því í vetur og verða með gott lið á næsta ári. Þeir eiga allavega nægan efnivið í félaginu. Eins hallærislegt og það er þá er líklega hægt að óska báðum til hamingju með þennan leik, FH-ingar voru betri og eia sigurinn skilinn en Fjölnismenn sýndu að þeir eiga eftir að spjara sig vel á næsta ári í efstu deild. 


mbl.is FH er bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikjadagbók ManU-Wigan 6.10

Naustabryggja 29, viðstaddir PBJ og AFP. Horfum líklega á allt nema síðustu 10 mínúturnar, förum þá á bikarúrslitin

11.43 Carrick er með brotinn olnboga. Vissi ekki að olnboginn gæti brotnað og þó ég hef heyrt um að úlnliðsbrotna, þetta er samt sennilega ekki alveg réttnefni, það eru einhver bein rétt við þetta sem brotna held ég

11.45 Höddi Magg einn að lýsa, hann hóf þetta brosandi á því að bjóða góðan daginn og bjóða áhorfendur velkomna á leikinn. Allt voðalega sætt eitthvað, sérkennilegt að sjá kallinn svona vel vakandi, hann hefur fengið eitthvað í morgun held ég

11.48 Höddi segir að Vidic hafi beðið um skiptingu, það er ekki jafn gott fyrir ManU. Hann virkar allavega eitthvað ringlaður en er kominn inná

11.49 Quasimodo er inná, það er gott fyrir draumaliðið mitt. Man í furðulegu drauðafæri, eða eiginlega klafsi sem verð til þess að Kirkland þurfti að verða gríðarlega vel. Ronni vildi fá víti í kjölfarið, sennilega rétt hjá honum en ekkert dæmt

11.54 Aron skilur ekkert í því hvernig hægt er að fá olnbogaskot í augað, heldur að það sé ekki gott, það er rétt hjá honum. Hann var sem sagt að spá í glóðaraugað hans Ronna, eftir endursýningu er þetta afar augljóst víti.

11.55 Aroni Frey finnst Tevez vera búinn að vera ágætur í leiknum

11.57 O´Shea er sem sagt á miðjunni, Piquet er bakvörður, hann er þó allavega að spila eitthvað. ManU eru annars að rúlla yfir Wigan, það er ennþá 0-0 en það endist ekki lengi

12.01 korter búið og Vidic er víst ekki ánægður, hann er reyndar með hellings kúlu á smettinu, hann fer þá víst útaf. Alex er reyndar eitthvað að þrasa við hann fyrir utan völlinn, frekar skondið allt saman, hann fer samt varla aftur inná

12.04 Skil ekki alveg þetta skiptingavesen, Piquet er hafsent og ætti að geta farið beint þangað inná, O´Shea eða einhver getur þá farið í bakvörðinn. Vidic er farinn inní klefa. Anderson kemur inná fyrir hann, fleiri í sóknina sem sagt

12.06 Nú heldur Evra um andlitið, hann má ekki fara útaf samt, hann er í draumaliðinu mínu

12.08 Hey kúl, Anderson var í Porto og er fæddur í Porto Allegre í Brasilíu.

12.10 Aron spyr hvort hann sé ekki stór, hann er 1,23 eða réttara sagt meira en 1,23 segir hann. Aron Freyr er þá stærri en Quasimodo

12.14 Nú er O´Shea að fara útaf, það eru á 2 farnir útaf á dyrstu 30 mínútunum. Danny Simpson að koma inná

12.15 Nú er dæmt vitlaust innkast, það gerist ekki oft, í þeim töluðu orðum fékk Shrek gult fyrir að fara með takkana í Bramble, gott á hann, hann á það yfirleitt skilið

12.17 Jamms, Nú er Shrek í fýlu og er farinn að rífast í dómaranum

12.22 Piquet er þá orðinn hafsent, Simpson er hægri bakvörður. Það er brotið á Ronna á svona 5 mínútna fresti, dæmt í svona fimmta hvert skipti, reyndar yfirleitt frekar þegar ekkert er á það

12.27 Fyrirgjöf í mjaðmahæð, Quasi hoppaði en náði ekki nógu hátt til að skall´ann

12.38 Hálfleiksgreining Arons Freys: Ronaldo var mjög góður, það hefði átt að vera víti þegar það var brotið á Ronaldo. Góð vörn hjá Patrice Evra. Honum líst vel á seinni hálfleikinn, hann heldur að United vinni 2-1.

12.49 SJáum hinn enska leikinn á eftir, Villa-WH, skemmtileg tölfræði um Wigan í efstu deild, þeir hafa aldrei fengið stig á móti 4 stóru liðunum

12.53 Pique heitir hann víst, veit þar af leiðandi ekki hver þessi Piquet er sem ég er búinn að vera að tala um, samt bannað að breyta

12.56 Þessi leikur er búinn að vera dáldið blah síðust mínútur, merkilegt nokk þá átti Giggs skot í slá á meðan ég var að skrifa þetta

12.59 Tevez með gott mark 1-0 fyrir ManU og nokkur stig í draumaliðspottinn minn, hann mætti þá skora 3 í viðbót

13.00 Upplýsingar frá Aroni Freyr, þetta var mjög flott mark og Tevez lék á Kirkland.

13.02 Gott skot hjá Koumas, rétt framhjá, hann má skora þó hann sé ekki í draumaliðinu mínu

13.03 Ronni að skora með skalla, ágætt að eg var að setja hann í draumaliðið mitt

13.05 Hvernig ætli golfvöllurinn í Hveragerði sé, svona víst ég er nú að fara að flytja þangað næsta sumar

13.06 Ronni með liggjandi hæl, meira að segja ég hef ekki reynt það. ManU hefur ekki fengið á sig mark síðan Köben brann. Wigan er 2-0 undir en er ennþá með 8 í vörn, ég ætla að spá því að þeir fái ekki stig í þessum leik heldur

13.19 Þá er best að fara að leita að hlýjum fötum fyrir leikinn. ef það á tilfinningunni að það verði ekki sérlega hlýtt þarna. SGÓ fer með okkur á völlinn, það er ekki slæmt, skotið frá Koumas rétt í þesus var hins vegar slæmt

13.20 Auf wienerschnitzel


Wigan á bara í vandræðum með alla 11

Ætli við fáum að sjá Fletcher og/eða O´Shea þá í leiknum. Það væri skemmtileg miðja.

Reyndar breytir það engu, ManU getur ekki annað en unnið þetta með svona 4 mörkum. Ronni og Shrek eru komnir á skrið.


mbl.is Ferguson í vandræðum með miðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18 stiga frost úti

Ætli það henti öðru liðinu betur?

Þessi leikur ræðst af því hvað Tryggvi gerir. Það er bara að vona að Fjölnir eigi nægilega fljóta menn til að setja í staðinn fyrir Atla Viðar því þar er veikleikinn hjá FH vörninni, Tommy Nielsen er ekki sérlega fljótur og reyndar ekki Freyr heldur. Þarf víst engan sérfræðing í að sjá að möguleikar Fjölnis liggja í skyndisóknum.

Shit annars hvað það er kalt úti, gott að maður þarf ekki að sítja úti í 3 tíma á eftir Blush


mbl.is Mikil spenna fyrir bikarúrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltahelgi

hjá okkur feðgum núna. Við erum staddir í Naustabryggju og gamla settið er farið eina ferðina enn í sumarbústaðinn, best að segja þeim frá því að það er ekki sumar lengur. Í fyrramálið kl 11.45 er það ManU-Wigan, sem ætti að verða svona 8-0. Klukkan 2 er síðan bikarúrslitaleikur Fjölnis og FH, við höldum með Fjölni en ljóst að Fjölnir vinnur ekki nema að þeir stoppi Tryggva frá því að skora. Já, vel á minnst, þar sem Hraunbrúnargengið er ekki í bænum lengur þá á ég 3 aukamiða á leikinn ef einhver hefur áhuga, þið sem þekkið mig getið sent sms í 8202056 eða skilið eftir komment ef þið náið mér ekki á msn fyrir leik. Þið getið sem sagt fengið þessa miða þar sem að ég þarf bara 1, það er víst frítt fyrir 10 ára og yngri.

Á sunnudag er síðan Liver-Tottingham, stórleikur væntanlega hjá Torres, kominn tími á að hann taki eins og eina þrennu á Anfield, bara svo að þið vitið þá verður hann fyrirliði hjá draumaliðinu mínu um helgina.

Þar til síðar,

Boltafeðgar


Allt í lagi, ég skal spyrja

hvernig var  þessi frétt? man það ekki enda les ég sjaldan DV en þetta hljómar dáldið merkilega. Kannski einhver þeirra 7 sem lesa bloggið mitt geti rifjað þetta upp fyrir mér en það hljómar afar sérkennilega að dæma blaðamenn til að borga háar sektir fyrir að skrifa í blað sem allir vita að er slúðurblað.
mbl.is Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða miskabætur og sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband