Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Matur núna og getraunir á eftir

er á leið í naustabryggju í mat en mæti á eftir með getraunseðil vikunnar, 64 eða 128 raðir

Þangað til þá getið þið glaðst yfir því að nóvember er að klárast, framundan skemmtilegasti mánuður ársins.

 


Manager

framundan

er búinn að hanga yfir tv í 3 tíma af því að ég nennti eiginlega ekki að gera neitt annað, eða kannski fann mér ekkert gæfulegra að gera. Fattaði þá að ég er nýbúinn að kaupa nýja manager og verð í honum næstu tímana. Það er eitthvað svo gott að geta tekið við Liver með Torres bíðandi.

Horfði annars á The Departed áðan, slatta góð mynd, sá hana fyrir svona hálfu ári síðan og við getum allavega sagt að það vanti ekki ofbeldi í hana. Leonardo DiCaprio er sennilega besti u-35 leikarinn, allavega búinn að leika í slatta af góðum myndum, afar góður í þessari mynd.

Nú þarf ég að drífa mig, leikur framundan, er með Adriano og Torres frammi, á fyrsta seasoni

Eitt sem ég var að pæla í, ætli það sé best að leigja fyrst í Hveragerði, svona til að tékka á því hvernig er að búa þar, eða bara kaupa strax?


Hinn Gullfallegi Fernando Torres

torres

Sá til þess að Liver er ennþá með í Meistaradeildinni.

Horfði á leikinn hjá Pétri Hafliða ásamt Gísla. Jákvæðar hugsanir gerðu það að verkum að þetta var aldrei í hættu, seinna markið magnað hjá Torres. Gerri með sína hefðbundnu 50% sendinganýtingu en Liver spilaði ágætlega fyrir utan um 20 mínútna kafla eftir að Porto jafnaði. Þurfum nú bara að vinna í Marseille og þá er þetta klárt


Hugmyndir óskast

eftir að ég horfði á topptíuhrollvekjulistann datt mér í hug hvort einhver hefði annars konar lista fyrir mig til að horfa á.

Einu skilyrðin eru að það þarf að vera eitthvað þema eða samhengi í listanum og þetta má ekki vera allt stöff sem ég hef séð áður.

Listinn þarf að vera lengri en fimm myndir og helst ekki mikið fleiri en tíu.

Svo lengi sem einhver setur svona lista inn þá skal ég horfa á hann, jamms ég hef lítið að gera þessa dagana ef einhver var að velta því fyrir sér


Ef niðurhal væri löglegt

þá væri dáldið súrt að nenna ekki að fara að sofa og vera að horfa á mynd um náunga sem getur ekki sofið

Minnispunktar fyrir 28.11.2007

- tékka á því hvort hægt sé að fá öflugra kommentakerfi fyrir bloggið, það virðast svo margir hafa verið að svara spurningalistanum í einu að ekkert komment komst til skila

- fókusa á Liver leikinn, fjöldi mínútna sem fer í að hugsa um leikinn hefur bein áhrif á úrslit hans.

- velta því aðeins fyrir mér hvað maður ætti að gera við tímann ef maður hefði reglulega notað torrent.is og þvi hefði síðan verið lokað

- opna bók, ein blaðsíða í einu, sjá hvað gerist.

- Pilates kl 16.45

- áætlunarfundur allan daginn, ætti að verða forvitnilegt

- ganga frá eins og einni ráðningu


Spurningalisti

Þar sem ég er afar ófrumlegur þá ákvað ég að stela þessu af síðunni hennar Maju, spurningalisti sem sagt, vinsamlegast svarið

1. Segðu mér eitthvað handahófskennt um mig.
2. hvaða lag/mynd minnir þig á mig.
3. hvaða bragð minnir þig á mig.
4. Frá fyrstu ljósu minninguna þinni af mér.
5. Hvaða dýr ég minni þig á
6. Spurðu mig að einhverju sem þú hefur velt lengi fyrir þér um mig.

7. ein setning eða orð sem lýsir mér…


Tónlist

Best að reyna að koma þessu á Hveragerðisplaylistann

 

 

 


Minnispunktar 26.11.2007

- næst þegar leggja á bílnum í miðbænum, muna þá að loka glugganum, sérstaklega um hávetur þegar von er á snjókomu, snjór í bílstjórasæti er ekkert spes

- ef niðurhal væri löglegt þyrfti að muna eftir því að setja það af stað áður en farið er í vinnuna, eftir að torrent.is lokaði þá tæki það leiðinlega langan tíma að ná í stöff

- Pilates í dag kl 16.45, nýir tímar, mánudagar og miðvikudagar


Endurfundir MR´92

Skemmtilegt kvöld í gær, hitti fyrst nokkra úr B-bekknum á Tapas (ÓskÓsk að elda) og síðan restina af fólkinu á Apótekinu. Skondið að hitta fólk eftir 15 ár, get ekki sagt að ég hafi þekkt öll nöfn en flest andlitin kannaðist ég við.

Á Tapas voru Diljá, Kristín, Hanna og Ingibjörg, Kristín Rut bættist síðan við á Apótekinu

B-bekkurinn 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband