Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Minime er að fara í mót á sunnudag, mæting kl 7.35 í Njarðvík.
Það er býsna snemmt
Vinir og fjölskylda | 15.1.2010 | 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjartan vinur minn var að opna afbragðs síðu, svona hönnunarstöff, hvet hina 7 err... ég meina 8 dyggu lesendur síðunnar til að kynna sér þetta.
Kjartan er án efa mesti smekkmaður sem ég þekki og að auki sérmenntaður í fræðunum
Vinir og fjölskylda | 11.4.2008 | 22:07 (breytt kl. 22:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 17.10.2007 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjölskyldan mín
Niclas mágur minn, Kolla, Mamma, Eva, Pabbi, Aron Freyr, Ég og Jónas
og ég með MiniMe
Vinir og fjölskylda | 15.10.2007 | 22:16 (breytt kl. 22:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Auglýsing frá Kollu systur.
Byrjendanámskeið að hefjast. mánudaginn 15 oktober kl 19.00 (Kennt mánudaga og miðvikudaga) Þriðjudaginn 16 oktober. Kl 17.00 (Kennt þriðjudaga og fimmtudaga)Námskeiðin eru 2x í viku,5 vikur í senn og hver tími er 45-50 mín.
Kennt er í húsnæði Ljósheima, Brautarholti 8. 2hæð
Hvað er PILATES:
Hver æfing virkjar kviðvöðvana og aðferðin leggur áherslu á að styrkja svæðið sem kallað er powerhouse (aflstöðin) kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassinn. Markmið Pilates er að lengja, styrkja og stæla líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri. Skráning í gangi á kollapilates@hotmail.com og einnig í síma 8672727
Vinir og fjölskylda | 8.10.2007 | 15:14 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var í Pilates áðan, annar tíminn minn á rétt um viku. Þetta er annars frekar skondið, ég er sem sagt ekki sérlega liðugur að eðlisfari, kannski að fótbolti í nokkur ár hafi eitthvað með það að gera. Ég var reyndar hellings liðugur þegar ég ar svona 15 enda var ég þá búinn að vera eitthvað í marki í handbolta en ég varð síðan eiginlega stirðari með hverju árinu.
Veit reyndar ekki alveg af hverju mér finnst það eftirsóknarvert að verða liðugur, tengist því ef til vill að ég set eitthvað samansemmerki á milli þess og að komast í eitthvað form aftur. Líður allavega alveg bærilega eftir þessa 2 tíma, ágætt að reyna aðeins á sig eftir all langt hlé.
Ætla því að halda áfram að pimpa systur mína, þessir sjö sem lesa bloggið mitt reglulega geta því hringt í 8672727 ef þið hafið áhuga á þessu. Síðasta Pilates færsla er hér ,þar er meira að segja mynd af henni.
Vinir og fjölskylda | 4.10.2007 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
á Seinfeld ennþá. Eins og sést á kommentunum þá er að verða fullbókað í Seinfeld um helgina, gæti verið eitt laust pláss þannig að það fer hver að verða síðastur að eyða helgi í að horfa á allt of mikið TV. Ef niðurhal væri löglegt þá hefði ég verið að ná í Earl, þátt 2 af Californication og mynd sem heitir School for Scoundrels með Billy Bob Thornton. Ég væri þá búinn að horfa á þættina og væri að horfa á þessa mynd í þessum skrifuðu orðum. Mikil tímaeyðsla enda ekkert að gerast í henni, snilld því þá breytir litlu þó ég missi af slatta við að skrifa þetta.
Maja vinkona mín er að fara á Bifröst og það án þess að heimsækja mig, dapurt verð ég að segja. Sérstaklega þar sem að allt stefnir í að ég verði ekki með henni um áramótin, höfum nefnilega unnið saman síðustu 3 áramót, good times. Fjóla vinkona okkar beggja er síðan flutt á varnarliðssvæðið, ágætt að það er hægt að senda henni tölvupósta til yfirlestrar en ég á eftir að sakna hennar úr tímum, þó hún hafi skrópað ótrúlega oft síðasta vetur.
Minime byrjar í skólanum á morgun. Hörðuvallaskóli heitir nýi skólinn hans og mér líst afar vel á hann. Skólastjórinn er klár náungi og stefna skólans áhugaverð.
Best að kveðja að þessu sinni með Eminem, þeim mikla snillingi.
Stan, Lose Yourself, Toy Soldiers, Mosh og Mockingbird
Vinir og fjölskylda | 21.8.2007 | 22:46 (breytt kl. 23:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Staðsetning: Naustabryggja 29, minime viðstaddur að auki. Ekkert saltnammi en djús á borðinu.
Stórmóti ÍR lauk um hádegi, Aron spilaði í næstum öllum leikjunum í 7.flokksmótinu í dag og hafði afskaplega gaman af. Það gekk líkega alveg ágætlega hjá þeim. VIð fórum síðan í Naustabryggju og tókum til við að horfa á bunka af fótboltaleikjum. Ég sofnaði hins vegar þegar west ham leikurinn byrjaði og vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik í Newcastle leiknum. Nú eru um 10 mín eftir og Höddi Magg er að lýsa.
17.58 Owen er kominn inná, þ.e. skilst mér. hann hefur held ég ekki komið mikið við boltann og allavega ekki gert neitt af viti. Alan Smith er í Newcastle að gera það sem hann gerir best, tækla menn aftan frá, merkilegt ða hægt sé að troða honum í landsliðið, hvaða stöðu ætli hann eigi að gera þar. Höddi bendir réttilega á að leikur Newcastle sé hugmyndasnauður, varla við öðru að búast þegar Smith og Nicky Butt eru á miðjunni hjá þér.
18.02 Dómarinn að massast og spjaldar einhvern fyrir kjaft, Reo-Coker er það víst, jebbs þeir sýndu núna þegar hann henti boltanum í burtu, alltaf sniðugt, Höddi segir okkur frá því að að Reo-Coker hafi fengið 13 gul spjöld á síðasta ári, sem er óvenju vel af sér vikið
18.04 Höddi segir okkur að James Milner minni hann á Chris Waddle, ýmislegt til í því, hann er á miðjunni en restin af miðjunni er sem sagt Smith, Butt og Geremi, má bjóða þér franskar með því
18.06 Höddi segir okkur að Claudio Cacapa sé þúsundasti maðurinn til að spila fyrir Newcastle og að það sé sögulegt, en síðan að það skipti ekki nokkru máli, getur eitthvða verið sögulegt en skipti ekki nokkru máli, hmm
18.08 Höddi segir það vanta hugmyndaauðgi í leik Newcastle, ætli hann hafi verið með orðabók hjá sér? Leikurinn annars búinn, ekkert gerðist í þann tíma sem ég horfði. Newcastle víst búnir að spila 9 klst á heimavelli án þess að skora, það er lélegra en ÍBV held ég svei mér þá.
18.10 Býð upp á nýjungar í dag, ætla að skrifa um 4-4-2, sennilega samviskubit yfir því að hafa ekki skrifað neitt fyrir Jón um leikina í dag. Sýn er besta sætið og samkvæmt auglýsingu hjá þeim er aldrei auðvelt að vinna leiki í Cardiff, hmm
18.16 4-4-2, í settinu Heimir Karlsson, Guðni Bergsson og Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis.Leifur hljóp 10 km en Heimir hleypur bara í spik að eigin sögn.
18.18 Portsmouth-Bolton í lýsingu Arnars Björnssonar, Anelka er rugl fljótur, stakk Hemma af og skoraði 1-0, Kanu 1-1 eftir að enginn ákvað að koma til baka hjá Bolton, þetta var sem sagt Nígeríu Kanu en ekki Kiddi Tomm. Einhver Utaka hjá Portsmouth stakk alla varnarmenn Bolton af, jamms hann er svartur. Kanu fékk víti, sparkaður niður en Arnar segir samt litla snertingu, hann er núna búinn að horfa á þetta oft í tv og segir þetta samt, á hvað er hann að horfa. endaði 3-1 fyrir Portsmouth. Sammy Lee segist hafa séð framfarir hjá liðinu en hvorki Guðni né Heimir sjá þessar sömu framfarir. Leifur segir að Portsmouth þurfi að safna sem flestum stigum fyrir áramót því að þegar Afríkukeppnin byrji tæmist klefinn hjá þeim
18.28 Birmingham-West Ham, úff Gaupi að segja frá leiknum, þarna skall hurð nærri hælum hjá West Ham. Markmaðurinn gaf víti þegar 20 mínútur voru eftir, Noble skoraði, nokkur skot í viðbót og í hvert skipti missti Gaupi legvatnið, ég er alltaf við það að æla uppí mig þegar ég heyri í Gaupa, það er langt síðan þetta þvaður hans var skemmtilegt. Steve Bruce er afleitur þjálfari og er farinn að kenna dómurunum um þetta, merkilegt að þeir þjálfarar sem segjast ekki ætla að ræða dómaramál tala einna mest um það.
18.35 Leifur er skemmtileg týpa, þeir mættu fá hann til að lýsa leikjum í hverri viku, hann segir það sem honum finnst
18.37 Tottenham-Derby, shit hvað Derby eru að fara að húrra niður aftur, Malbranque búinn að skora 2 eftir 6 mínútur. 3-0 eftir 14 mínútur, Jenas labbaði í gegnum vörnina. Lítið um þetta að segja annað en að Arnar er að lýsa, Darren Bent skoraði svo fjórða markið, af 30 sm færi.
18.39 Það eru leikirnir á morgun sem skipta máli, spái 1-1 hjá Arsenal og 1-1 í Man leiknum, Torres sér síðan um Chelski á morgun. Ætti að verða skemmtilegur dagur, over and out
Vinir og fjölskylda | 18.8.2007 | 18:01 (breytt kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er í fyrramálið, Minime er óvænt að fara að keppa með 7.flokki á móti hjá ÍR í fyrramálið, það ætti að verða skemmtilegt þó varla sé hann tilbúinn að keppa flokk upp fyrir sig ennþá. Eftir það tekur meiri fótbolti við, horfum á 2-3 leiki á morgun og 3 á sunnudaginn. Stórleikurinn er eðlilega Liver-Chelski, Terry með þannig að Crouch verður hvíldur, ágætt að sjá Kuyt og Torres saman aftur. Held að þetta fari 4-1 fyrir Liver og Torres skori 4, það myndi reyndar henta vel fyrir draumaliðið mitt líka.
Litli maðurinn var dáldið spenntur áðan og tilkynnti rúmlega 7 að hann ætlaði að fara að sofa til að vera vel undirbúinn fyrir mótið, sýndi mér síðan 3 trix sem hann ætlar að taka á morgun. Klukkan er núna að verða hálf níu og hann er reyndar við það að sofna, ætti að verða skemmtilegur dagur allavega á morgun.
Friends eru í sjónvarpinu, svo mikil snilld. Kominn tími til að sækja þá aftur, líklega komin þrjú ár síðan ég horfði á þá síðast. Bara svo að það sé á hreinu þá er gæðaröð karakteranna eftirfarandi: Joey, Phoebe, Chandler, Monica og Rachel. Ross er svo dáldið langt á eftir.
Ef heppnin er með okkur þá losnum við leikina hjá Gaupa/Arnari/Þorsteini á morgun. Sé til hvað ég tek margar leikjadagbækur fyrir Jón, yfir/undir á það núna er 2,5
Vinir og fjölskylda | 17.8.2007 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
væri ég að horfa á Rush Hour 3 í vonlausum gæðum og þætti hún vera eins og hinar tvær, alveg þokkaleg skemmtun.
Miðvikudagurinn verður annars skemmtilegur, næ í Aron Frey fljótlega eftir hádegi og við förum með afruglarann í Naustabryggju. Þar tekur við Liver kl 14.30 og eftir það ManU og Chelski leikir. Ætti að verða afskaplega skemmtilegt enda Minime mikil knattspyrnubulla. Hann verður svo hjá mér annað kvöld þannig að ég geri ráð fyrir að við höldum áfram með Harry Potter, hlakka til að lesa bækurnar með honum í vetur. Skólinn hans byrjar eftir rúma viku, sem er afar gott, ekki síst í ljósi þess að skólinn hans er ekki svo langt frá mér.
Vinir og fjölskylda | 15.8.2007 | 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 94130
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |