Færsluflokkur: Leikjadagbók

Leikjadagbók Manchester United-Portsmouth 8.3.2008

Naustabryggjqa 29, sérlegir gestabókarar Aron Freyr og fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

Komum heldur seint inní þennan leik, 21 mínúta liðin og staðan 0-0.

13.10 Shrek að fá spjald fyrir tilraun til ninjastökks, náði ekki Krancjar, annars hefði hann líklega fengið rautt, Ronni átti að fá víti áðan en þar sem hann eyðir heilu og hálfu leikjunu í fallinni spýtu þá fær hann stundum ekki það sem hann ætti að fá, gott á hann

13.12 Nenni ekki að telja upp liðin en Nani, Hargreaves og Quasimodo komu inní liðið

13.13 Nani í appelsínugulum og Ronni rauðum skóm, Nani hélt að hann fengi að taka auka, neibbs, Ronni á rauðu skónum stillir upp og neglir í vegginn

13.15 Hemmi með þokkalega fyrirgjöf, reyndar lág og á varnarmann en allavega ekki á fysta varnarmann

13.16 Ronni með trix, stóð reyndar kyrr útá kanti með þrjá fyrir framan sig en trix engu að síður.

13.17 Hemmi framhjá Wes sem felldi hann, átti að fá gult en Hemmi kann ekki að detta þannig að það var bara auki

13.21 Jafnvægi í leiknum eins og er, allavega svona þokkalegt, ManU pressaði aðeins áðan og Shrek komst innfyrir en Calamity James þvældist fyrir því og Glen Johnson varði á línu frá Quasimodo.

13.22 Papa Boupa Diop er stór

13.23 Liverpool-Newcie Brown Ale á eftir, Hinn gullfallegi Fernando Torres að rena að skora þrennu í þriðja heimaleiknum í röð klukkan þrjú, ég ætla allavega að horfa á það

13.25 Höddi Magg er einn að lýsa, það er alveg ágætt, ekki alltaf sammála honum en hann veit allavega slatta um fótbolta.

13.26 Já, alveg rétt, þessi leikur er í 8 liða úrslitum bikarsins, svona fyrir þá sem ekki vissu

13.27 Diarra fattaði ekki trix hjá Ronna og stóð kyrr, Ronni hljóp á hann og Diarra fékk gult fyrir það, skulum vona að þetta sé þá fyrir endurtekin brot, ég veit ekki einu sinni hvort þetta var auki

13.29 Þegar Shrek komst innfyriráfram þá var það víst ekki James sem þvældist fyrir, það var varnarmaðurinn, Quasimodo hitti einhvern veginn Glen Johnson á línunni

13.35 Tafðist aðeins, var að setja hanakamb í son minn, hann hefur afar gaman af því, Vidic nálægt því að skora eftir horn, kominn hálfleikur

13.48 Andy Gray verður gestur þáttarins á eftir, 4 4 2 væntanlega þá.

13.49 Sýnist ManU annars vinna þennan leik, Portsmouth eru hreinlega númeri of litlir, reyndar hefðu Barnsley átt að vera nokkrum númerum of litlir fyrir Liver :(

13.52 Skipting hjá ManU, Kuszczak inná fyrir Edwin VD Sar.

13.53 Seinni byrjaður, Hemmi með fyrirgjöf á markmanninn

13.54 Milan Baros er á bekknum hjá Portsmouth

13.55 Shrek var dáldið pirraður í fyrri, geri ráð fyrir því að Rúdolf með rauða nefið hafi talað við hann 

13.58 Rio aðeins pirraður eftir að það var dæmt á hann, reyndar dáldið mikið pirraður

14.00 Ætlaði að kaupa jarðarberjatopp áðan, gaukurinn í lúgusjoppunni kom hins vegar berjaeitthvað, alveg goslaust, kannski af því að þetta er bragpbætt vatn á kolsýru, það er eitthvað hálf misheppnað, Shrek með skot yfir

14.01 Baros inná fyrir Kanu, ekki Kidda Tomm heldur hinn Nwanku Kanu

14.04 Wes með fyrirgjöf með vinstri, í magann á James.

14.06 Alls konar klafs í teignum hjá Portsmouth eftir skalla frá Vidic, ManU tókst einhvern veginn að skora ekki, endaði á skoti frá Ronna rétt framhjá

14.10 Saha er ekki á bekknum, meiddist í upphitun, það er nýtt hjá honum, áður hefur hann meiðst í heimaleikjum, útileikjum, hlaupaæfingum, sundæfingum, hlaupaæfingum og göngutúrum, Rio hefur hins vegar meiðst við það að setja fæturnar uppá borð þegar hann var að horfa á sjónvarpið, kennir honum að maður á ekki að vera með fæturnar uppá borði

14.13 Ronni í gott skotfæri en átti lélegt skot framhjá, gott spil en afar dapurt slútt

14.15 Anderson á leið inná, líklegast fyrir Anderson

14.16 Anderson og Carrick inná fyrir Quasimodo og Hargreaves. Evra komst innfyrir áðan, skaut hins vegar ekki, ákvað að gefa afturfyrir Quasimodo

14.18 Einhvern veginn skoraði ManU ekki, Carrick klafsaðist framhjá James, lenti í klafsi við Distain sem fékk boltann óvart í stoðfótinn sem var á línunni, Carrick lá þarna líka en boltinn endaði hjá James, furðulegt allt saman, reyndar bjó Ronni færið til með frábærum hæl

14.21 Skot frá Evra sem James varði í stöng, skulum bara segja að það liggi aðeins á Portsmouth, reyndar þarf ManU að skora úr einhverju af þessum færum, það veit yfirleitt ekki á gott að nýta engin færi, nú fór fyrirgjöf framhjá öllum pakkanum 3 metra frá marki.

14.23 Þó Höddi viti slatta um fótbolta þá er hann ekki allt of skýr, nú var hann að segja að þetta minnti á árásir Bnadaríkjamanna á Baghdad, heldur ósmekklegt Höddi.

14.25 Markmaðurinn felldi Baros, víti og rautt, Rio í markið

14.26 Muntari skoarði en Rio fór í rétt horn.

14.27 Eitt dáldið spes varðandi þetta skyndiupphlaup sem Portsmaouth skoraði uppúr, Baros endaði í skallabolta við Anderson við miðju, fór þaðan á Krancjar, voru þá tveir á tvo, Krancjar og Baros á móti Anderson og Shrek, skil ekki alveg af hverju Anderson var einn aftast, reyndar gríðarlega vel gert hjá Shrek að koma sér alla leið til baka en samt spes að annar hvor bakvörðurinn sé ekki þarna

14.31 Tæpar tíu eftir, 0-1 og ManU einum færri

14.33 Auki hjá ManU á miðjum vallarhelmingi Portsmouth, Ronna ætlar held ég að skjóta, reyndar varð þetta nokkuð gott skot en færið svolítið langt, yfir

14.38 Fjórum mínútum bætt við

14.40 Diop fór uppí hornið og fékk auka, það er ekki létt að taka boltann af honum. Síðasti sénsinn hjá ManU fór í tómt rugl, Nani var að þvælast með boltann og endaði á að hlaupa á fjóra Portsmouth menn, hefði kannski verið betra að gefa á einhvern.

14.43 Búið að flauta af, Portsmouth vann 1-0. ManU átti eiginlega allan leikinn og fengu fullt af færum, einhvern veginn skoruðu þeir ekki og liðum er að jafnaði refsað fyrir það, kem aftur í Lier leiknum á eftir


Leikjadagbók Lyon-Manchester United 20.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

19.31 Liðið komið hjá ManU, Van Der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronni, Scholes, Hargreaves, Anderson, Giggs, Shrek.

19.33 Toyotaauglýsing, Rav 4, vona að hnetuauglýsingin frá TM komi ekki í hálfleik, er að verða komið miklu meira en gott með hana

19.34 Spái 1-1, ManU fer létt með þetta Lyon lið í tveimur leikjum

19.34 Leifur Garðarsson og Rúnar Kristinsson í settinu með Arnari Björnssyni. Verið að sýna frá Emirates, Lehman er í voða fínum jogginggalla

19.36 Hvað ætli Flamini hafi gert langan samning við kölska, 1-2 ár? Hann er allt í einu orðinn góður, getur ekki enst

19.37 Best að skipta yfir á ManU leikinn, hárkollan á Gallas böggar mig

19.38 Verkfærasalan með skjáauglýsingu, njalunaut.is kjöt beint frá bónda, þarf maður þá ekki kjötbúðir? fer þessi leikur ekki að byrja?

19.40 ManU, Arsenik, Liver, Chelski, Real, Barca, Sevilla og Schalke fara þá áfram.

19.41 Gummi Ben og Bjarni Jó að lýsa, það er fínt, þeir vita báðir helling um fótbolta, gaman líka að hlusta á Bjarna segja "þanninað", segir sem sagt ekki þannig :)

19.43 Benzema og Shrek einir frammi, djurgårdengerpið källström og ronni"fallin spýta" eiga væntanlega að styðja við þá

19.45 Lyon byrjar með boltann

19.46 Gummi að segja "kollström", maður segir "sjellström"

19.47 Tvær ágætar fyrirgjafir hjá Grosso, Anderson var felldur og einn hefði átt að fá gult, Giggs með gefa á fyrsta varnarmann horn, virkaði ekki

19.49 Anderson er góður, enda brassi.

19.51 Clerc með vonlaust skot utan af vinstri kanti, Lyon með góða sókn og fá horn, hættulegt allavega

19.53 Langur á Shrek, útspark. Shrek er góður en ekki fríður, dáldið svipað og Yossi, nema hvað hann er ekki góður

19.54 Shrek var kominn aftur fyrir Hargreaves og co með boltann, kannskí óþarfi þegar þú ert einn frammi

19.56 Ekki mikið gerst fyrir utan ágæta sókn Lyon áðan, Källström með lélegt skot langt framhjá, fékk samt thumbs up frá þjálfaranum, meira sennilega um að hann eigi að halda áfram að skjóta en að þetta skot hafi verið gott, vona ég allavega

19.58 Benzema er dáldið eins og Hannes Þ.Sigurðsson í laginu, mínus ennisbandið nýja

19.59 Källström að væla, hann er líka djurgården gaukur

20.01 Korter búið, dáldið logn í leiknum

20.02 Horn frá Juninho, ManU hreinsa, Shrek næstum einn innfyrir, samt ekki

20.03 Hargreaves með sendingu 20 metra upp kantinn, reyndar 5 metra útaf, en samt

20.04 Vidic að brjóta á Benzema, ekki mikið, Juninho þá með auka af 45 metrum, sennilega skot þá

20.05 Gouvou í góðu skotfæri fyrir utan teig en ákvað að láta boltann fara, óviljandi en lét hann fara samt, var sem sagt skelfilega misheppnað skot

20.07 Rio að reyna að skora sjálfsmark, hitt ekki og horn

20.08 Annað horn, nú frá kim, í gegnum allt og ManU fékk innkastið

20.10 Shrek einn innfyrir en vel varið, snilldarsending frá giggs

20.11 Benzema í góðu færi, skaut yfir, fékk að vera einn í kringum vítateigslínu

20.12 Ronni lítið sést en með smá run, boltinn stuttu seinna á scholes í góðu færi, blokkað og horn. Gott scholes run í eyðu og síðan annað horn, og aftur heim til sín, 3 horn í röð, lyon hreinsar

20.15 Ronni með 3 skæri og skot í bringu, lifnað töluvert yfir leiknum, Ferguson með tyggjó, það kemur á óvart

20.17 Giggs með hlaup og bros, eitthvað innkasttrix þar sem wes henti í bakið á giggs, átti svo að fá boltann aftur en boltinn fór af hælnum á giggs og afturfyrir, Revelliere braut á Ronna og fékk gult

20.19 Ronni með skot í vegginn af 35 metrum, fékk boltann aftur og skaut 35 metra framhjá, var ég búinn að segja að Shrek er ekki fríður

20.20 Källström með gult fyrir að hlaupa á Ronna, rétt gult

20.22 Tæpar tíu eftir, Hargreaves slapp vel við gult, nei annars, fékk gult, Boumsong fékk líka gut fyrir að heimta gult, auki hjá Lyon rétt fyrir utan teig, reyndar aðeins til hliðar

20.25 Lélegur auki, slatta yfir, spái rauðu á Boumsong á eftir, hann er allt of vitlaust til að geta passað sig

20.26 Gouvou fékk að snúa of létt á wes, var síðan of lengi og wes náði honum aftur, 4 eftir og staðan ennþá 0-0

20.28 Ronni með skæratrix, lyon reddaði í horn

20.29 Ronni með skotsendingu úr auka til hliðar við teiginn, ágætt alveg, horn ManU

20.30 Ronni með skalla yfir eftir hornið, komst ekki alveg yfir boltann, hann er glettilega góður skallamaður miðið við allt soul-glowið í hausnum á honum 

20.31 Hálfleikur, eðlileg staða þó ég hefði frekar viljað hafa þetta 1-1 eða 4-4

20.33 Ok, skrifstofubleytuauglýsing frá TM, það er betra

20.47 Seinni byrjaður, engar breytingar nema þá helst ða liðið skipta um mark, það er yfirleitt gert

20.48 Hendi á Grosso, reyndar bara önnur en þetta var fyrir utan teig þannig að það er auki

20.49 Celtic eru 2-1 yfir á móti Barca, eftir eitt og hálft færi, hægri kantarinn hjá lyon heitir clerc, hann gæti verið svona fljótari týpa af Finnan, áhugavert

20.51 Gummi er eitthvað aðeins ringlaður í framburðum, nú heitir búmsong orðið bomsúng, Ronni með klobba og trix

20.53 Scholes með skot í mann, ekki horn, af því að markmaðurinn náði boltanum, nærmynd af upphitun hjá lyon, það er nú fínt

20.55 Benzema að skora 1-0, var svona að þvælast með boltann og negldi svo stöngin inn með vinstri, þröngt en vel gert, ManU kallarnir áttu samt að gera betur, 54 búnar

20.56 Hann er sterkur þessi Benzema og fljótur, gæti orðið dýr fyrir Real/Barca/AC/Inter eða hverjum þeim sem vill borga 30 mills, Benzema komst í smá break en Vidic hægði vel á honum, Rio er að safna hári sýnist mér

20.59 Hargreaves með snúnig og wes fyrirgjöf, skallað frá

21.01 Ronni með trix, Boumsong fattaði það ekki og tók boltann

21.02 Break hjá Ronna, léleg fyrirgjöf en horn

21.04 Anderson virkar ekki almennilega rétt fyrir aftan senter, er betri þegar hann fær að vera aðeins aftar, Källström að klúðra einhverju en það reddaðist, Shrek rangstæður

21.06 Nani og Quasimodo inná fyrir Scholes og Giggs, Rafa eru venjulega svona hálftíma að fatta skiptingar, sennilega tyggjóið hjá Alex sem heldur blóðinu á hreyfingu

21.07 Þetta er enn eitt dæmið um klassamuninn á Rafa og Ferguson, ekkert að bíða með skiptingar sem þurfa að koma hvort eð er, Benzema að fá ódýran auka

21.09 Juninho með furðulegan auka, rétt framhjá og vd sar alveg útá túni, verulega tæpt

21.11 Quasimodo með skalla sem Shrek skorar eftir en hann var slatta rangstæður, telur ekki, ennþá 1-0

21.12 tuttugu plús eftir, ManU líklegir eftir að Quasimodo og Nani komu inná

21.13 Bodmer á leið inná, fyrir Juninho, Benzema með skæratrix áðan, skemmtilegt

21.16 Benzema er eiginlega jafn góður og Shrek er ljótur, sýnist þetta enda 1-1

21.17 Einhver á leið inná hjá lyon sem er í appelsínugulum skóm, það virkaði ekki vel hjá zlatan í gær

21.19 Ben arfa inná fyrir Clerc, sýnist það vera carrick fyrir hargreaves líka, Ronni að fá smá pláss, lyon með klókt brot nálægt miðju

21.21 Rúmar tíu eftir og það er hellings tempó, ManU miklu beri samt , Ben arfa með skot slatta yfir, ljótt nafn

21.23 Hann er samt ágætur, heitir víst hatem ben arfa

21.24 Benzema útaf fyrir Fred, hann er góður reyndar, enda Brassi

21.25 Carrick er með dáldið beinan topp, ManU eru að gera sér þetta erfitt akkúrat núna, dáldið þröngt, hörmuleg sending hjá Ronna, Boumsong hreinsaði nokkurn veginn í rétta átt, innkast ManU

21.26 Auki hjá ManU rétt til hliðar við teiginn, Ronni að stilla miðið

21.27 Quasimodo að jafna, 1-1, sanngjarnt enda getur Lyon ekki hreinsað, skorað eftir klafs stöngina, Fred gaf á hann

21.29 Klafsaðist sem sagt af Fred, veit ekki hvað senterinn er að gera inní markteig þarna, Carrick átti reyndar dauðafæri rétt áður, sem klafsaðist frá

21.32 Barca komnir yfir 3-2 þeir eru aðeins betri en Celtic, manU eru að sama skapi aðeins betri en Lyon, rétt eins og liver eru aðeins betri en inter :)

21.34 þessi Fred er ekki að gera gott mót, búið að flauta af, endaði 1-1 rétt eins og ég spáði klukkan 19.34, þurfti kannski ekki mesta sérfræðing heimsins til að spá því. Ef einhver hefði hvíslað þessu að Gaupa þá hefði meira að segja hann geta giskað á þetta

21.35 Allavega búið og eðlileg úrslit, ManU labbar síðan yfir þá á Trafford eftir 2 vikur, Adebayor var annars að skalla í slána af 30 sentimetra færi, ótrúlegt færi, hættur í bili, Arsenik endaði 0-0 annars


mbl.is Tévez bjargaði Man.Utd í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikjadagbók Liverpool-Inter Milan 19.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

Ég veit að ég er snemma á ferðinni, bara tímabilið undir þannig að ég er meira að segja farinn að lesa eitthvað af stöffinu á NewsNow. Liðið ekki komið ennþá en ég fer mögulega út í 6 tíma göngutúr ef listamaðurinn sem áður var þekktur sem Jermaine Pennant verður í liðinu.

Liðið á að vera svona: Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Riise, Gerri, Mascherano, Alonso, Babel, Crouch og hinn gullfallegi Fernando Torres. Reikna samt frekar með Kuyt í staðinn fyrir Crouching tiger.

Best að hringja í minime, sjá hvað sá snillingur segir, brb.. 

19.00 Jæja, minime var góður, var að koma úr heimsókn frá vini sínum

19.01 Sigfríð að elda grísalundir, verða klárar fyrir hálf, Tómas Ingi og Heimir með Hödda Magga í settinu, Tómas Ingi er snyrtilegur að vanda, skyrtan hans er einhvern veginn bleikbrún, veit ekki almennilega hvað sá litur heitir

19.03 Verið að tala um Arsenal-Milan, mér er alveg sama hvernig sá leikur fer

19.05 Liðið komið, Reina, Finnan, Carra, Sami, Aurelio, Gerri, Mascherano, Lucas, Babel, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Ekki alveg leikmennirnir sem ég reiknaði með en taktíkin er sú sem ég vonaðist eftir, 4-3-3 með Babel og Kuyt sitthvorum megin við Torres

19.08 Bekkurinn er Itandje, Riise, Arbeloa, Alonso, Benayoun, Pennant, Crouch, ekkert óvænt nema þá helst að það er ekki ennþá búið að selja Pennant

19.10 Bekkurinn hjá Chelsea er Terry, Lampard, Anelka, Wright Phillips, Kalou, Mikel og einhver, þokkalegasti bekkur hjá Chelski verð ég að segja

19.12 Gaupi er að fjalla um Chelski leikinn, það er fínt, hann verður þá ekki viðloðandi Liver leikinn, Gaupi að segja núna hvað hann sé ósammála T'omasi Inga, það er fínt fyrir hann, Tómas Ingi getur þá verið viss um að hann sé á réttri leið.

19.13 Höddi Magg á afmæli í dag, það er nú fínt

19.16 Gummi Ben verður ekki með liver leikinn heldur, það er verra

19.26 Þá fer þetta að byrja, mé rlíður betur með þetta eftir að ég sá liðið sem byrjar

19.37 Gleymdi að þetta byrjar víst ekki fyrr en korter í, það er kannski óþarfi að byrja leikjadagbækur klukkutíma fyrir leik, ekki að þær séu þarfar yfir höfuð

19.39 Logi og Arnar að lýsa, you´ll never walk alone hljómar, koma svo..

19.46 Liver byrjaði með boltann, það er afar mikilvægt í fótbolta

19.46 Liver fékk fyrsta innkastið, það er líka mikilvægt

19.47 Torres með bringuframhjátrix, Materazzi hljóp á hann, það veðrur ekki í fyrsta skipti, hendi á Cordova, ekki víti, sennilega af því að það var bara önnur, Chivu með gult eftir 3 og hálfa.

19.49 Aurelio með auka

19.50 Yfir hjá Aurelio, gaman að segja frá því að hann hefur ekki skorað fyrir Liver, eða reyndar ekkert gaman að segja frá því

19.51 Babel reyndi að hlaupa gegnum Maicon, það virkaði ekki, virkar sjaldnast, Sami hljóp í gegnum Zlatan, auki

19.53 Mikið tempó hjá Liver í byrjun, miklu sprækari og fínt að keyra aðeins á dútlarana frá ítalíu

19.54 Góð sókn hjá Liver, fyrirgjöf kuyt, horn

19.54 Skalli Sami, annað horn, Carra vill fá annað víti, fór ekki enu sinni í aðra hendina

19.55 Gerpið Stankovic trampaði á Gerra, það á að vera gult

19.56 Tíu búnar, Liver betri til að byrja með, reyndar engin sókn hjá Inter, Torres er fljótari en Materazzi, gult á Marco, ekki alveg verðskuldað

19.58 Tek þetta til baka, það er alltaf verðskuldað á Marco, hann á pottþétt eftir að gera eitthvað af sér á eftir sem dómarinn missir af

20.00 Torres næstum í gegn, Mascherano að biðja um gult, fékk ekki

20.02 Zlatan er í appelsínugulum skóm, það er gæfulegra en þegar Keown var í skræpóttu

20.03 Babel er búinn að vera góður, hann er svipaður og Pennant, nema bara góður, fljótur og teknískur

20.05 Finnan á Reina, allt að gerast

20.06 Kuyt að reyna að gefa á Gerra, átti hins vegar að gefa á Finnan, dáldið þröngt þarna 

20.07 Macherano að reyna eitthvað sem hann ræður ekki við, sóla mann, tókst reyndar en honum brá svo að hann missti boltann

20.08 Babel reynir allavega að taka menn á, kannksi aðeins of mikið að reyna að sóla þrjá en virðingarvert að reyna allavega

20.10 Gerri með vont skot

20.11 Auki til hliðar við teiginn, brotið á Torres, Gerri að prófa hvort það sé gott að taka aukann á fyrsta varnarmann, neibbs

20.13 Gott að Materazzi sé kominn með gult, það minnkar líkurnar á því að hann slasi einhvern

20.14 Ég held að það sé leiðinlegt að spila á móti Mascherano, Materazzi fékk annað gult fyrir að toga í Torres, hálftími búinn

20.16 Annar auki á fyrsta varnarmann, prófum að gefa yfir hann næst

20.17 Pressa hjá Liver

20.18 Mancini ekki ánægður

20.19 Línuvörðurinn datt og braut flaggið

20.19 Rúmur hálftími búinn, 0-0, allt of langt útspark hjá Reina, bæði spjöldin á Materazzi komu af því að Torres er fljótur

20.20 Babel með skiptingu útaf, betra að gefa á einhvern

20.21 Ítölsk lið eru góð að verjast, kannski ágætt að eini ítalinn var reikinn útaf

20.22 Zanetti og Torres að heilsast eftir einhverjar deilur

20.24 Babel með skot yfir, það var allavega fast

20.25 Kiddi frændi mættur sem sérlegur gestabloggari, kom með gott komment af hverju það er pointless að setja Crouch inná, ekkert gagn að honum þegar boltinn fer aldrei yfir fyrsta varnarmann

20.27 Gerri með fyrirgjöf, laust í bringuhæð á markmanninn, enginn Liver maður nálægt, Finnan að reyna að gefa í bringuhæð á fyrsta varnarmann, virkaði merkilegt nokk ekki

20.28 Já ég gleymdi að kynna Kidda, heitir sem sagt Kristinn Pétur og er tvíburabróðir pabba, skipstjóri með meiru

20.30 Gerri með gott run en Kuyt var að tala við einhverja stelpu við hina hliðarlínuna held ég, var allt of lengi að aulast inní, þoli ekki þegar menn koma sér ekki inní þegar boltinn kemur flatur fyrir markteiginn

20.31 Búið að flauta til hálfleiks, Liver miklu betri en ekki mikið af færum, reyndar væru þeir 12-0 yfir ef þetta væri keppni í að hitta fyrsta varnarmann, tempó hjá þeim samt og þetta lítur vel út, meira þegar seinni byrjar

20.42 Hnetuauglýsingin frá TM aftur, væri ekki nær að hún væri þegar einhverjar konur eru að horfa? Er merkilegt nokk alltaf í hálfleik á fótboltaleikjum, ætli þetta sé til að konur fái eitthvað spennó, held reyndar að konum finnst þetta ekkert spennandi

20.44 Ok, fyrri var allavega þannig að Liver voru miklu betri en fengu lítið af færum, næstsíðasta sendingin klikkar of oft, stundum að reyna of flókna hluti, of margar fyrirgjafir á fyrsta varnarmann og síðan Kuyt sofani úti á kanti þegar Gerri komst í gegn hægra megin.

20.45 Það sem ætti að gerast í hálfleik er að Crouch ætti að koma inná fyrir kuyt, Finnan er í raun kominn á hægri kantinn og Kuyt að þvælast inní, skárra að stilla Crouch inní, errrrr meinti fyrir framan fyrsta varnarmann, til að taka fyrirgjafirnar

20.47 Það voru svo margar auglýsingar að við misstum af fyrstu 30 sekúndunum á seinni, Lucas með smá run, innkast Liver, engin skipting í hálfleik

20.48 Þið vitið hvað brasilískur bílastæðafótbolti er, við fáum held ég dáldið af ítölskum sleðabolta í seinni

20.50 Inter búnir a fá 3 aukaspyrnur á fyrstu 3 mínútum, nú var Arnar að segja að fyrra brotið hjá Marco hafi verið gult en ekki seinna, það er akkúrat öfugt Arnar

20.51 Lucas er fínn leikmaður, Finnan með gott run, horn

20.52 Liver vildi fá víti, þarf allavega að fara í aðra hendina til þess finnst mér, svona ef ég væri hlutlaus

20.53 Sami með skot af 35 metrum, svona 9 metra framhjá, ekki góð hugmynd og enn lélegri framkvæmd

20.54 Logi vildi núna fá skiptinguna mína, Kuyt-Crouch, horn sem fór yfir fyrsta varnarmann, það er skárra

20.55 Viera á leið inná fyrir Cruz, kemur ekki á óvart, gott hjá Cruz að labba og kveðja dómarann, 54 búnar og þá 13 mínútur í að Rafa skipti, hann veit ekki að það má alltaf skipta, allavega þegar boltinn er farinn útaf

21.00 Dauðafæri hjá Sami, frír skalli á markteig en yfir

20.58 Mascherano rétt missti af því að fá að renna sér, hann var súr, ágæt fyrirgjöf áðan hjá Kuyt

20.59 Dauðafæri hjá Torres, einn innfyrir en vel varið

21.01 Dauðafæri hjá Sami, frír skalli á markteig en yfir

21.01 Þetta var fáránlegt, hendi á Viera en ekki víti, held þetta hafi verið báðar og þess vegna klárt víti

21.03 Hálftími eftir, Crouch á leið inná, verið að endursýna slatta hendina á Viera, þetta var sem sagt víti, getum við nú haldið áfram með leikinn

21.05 Lucas útaf fyrir Crouch, Torres með gott skot framhjá

21.06 Það eru 25 eftir, nóg eftir sem sagt, lítur vel út hjá Liver, kannski fyrir utan það að þeir skora ekki, gengur fótbolti nokkuð útá það

21.08 Erfitt hjá Kuyt, innkast, Aurelio með ferlega erfiðan bolta, Zlatan kominn inní teig, fyrsta horn Inter

21.10 Liver lengi að hreinsa, Sami reddar vel eftir að Zlatan sendi inná Cambiasso, rangstaða reyndar

21.11 Dæmt á Crouch eftir fyrirgjöf frá Finnan, Pennant á leið inná, jibbí

21.12 Carra að reyna 40 metra gegnumbrotssendingu, akkúrat það sem hann er góður í

21.13 Pennant inná fyrir Babel, Rafa er ekki í lagi

21.13 Viera með skot framhjá, Kuyt er kominn á vinstri kantinn, stelpan sem hann var að tala við í fyrri er sennilega kominn þarna megin

21.14 Croch í eðal skotfæri af vítateig, ákvað þá að skjóta framhjá, lélegt skot í góðu færi, Inter verst annars vel, liggja reyndar vel líka núna til að vinna smá tíma

21.15 Sýnist það vera Cordoba sem er á leiðinni útaf á börunum, Burdisso kemur inná fyrir hann

21.16 Markmaðurinn er örvfættur, sparkar langt og vel eins og Kjartan vinur minn sem er líka örvfættur, Kjartan er samt myndarlegri

21.17 Gerri með skot en horn sem ekkert varð úr eftir hörmulegan seinni skalla hjá Carra, Zlatan með Ninjaspark í Carra, það er auki

21.19 Crouch í færi en Maxwell komst fyrir, Finnan með fyrirgjafaskot yfir

21.20 Það jákvæða við Liver núna er að þeir vinna boltann fljótt aftur, Inter nær lítið að halda honum, það er gott, það sem er ekki jafn gott að Liver eru ekki búnir að skora

21.22 Gerri var felldur en hékk á boltanum, Kuyt á ekki að vera í 40 metra skiptingum, Torres hefði getað snúið en áttaði sig ekki á því

21.23 Carra með þéttingsfasta sendingu í magahæð, ekki létt að taka það niður, horn hjá Liver sem ekkert varð úr

21.24 Torres að skalla á markið frá vítateig, það virkar yfirleitt ekki

21.25 Fyrirgjöf frá Pennant og Kuyt skorar á fjær, ætlaði einitt að fara að tala um hvað Kuyt hefði ekki sést, fór aðeins í varnarmann, telur, 1-0 Liver og 5+ eftir

21.27 Þetta var nú fínt, líður betur núna, pressa svo áfram núna, dómarinn dæmir nú dáldið mikið núna, einhver liggur hjá Inter, kemur á óvart

21.30 Gerri með gríðarlegt skot, 2-0 Liver, erfiður vinkill, stöngin inn, nammi namm

21.32 Auki á Liver á miðjunni, síðan dæmt á Viera. Ok, kannski eitt varðandi Pennant, einum fleiri þegar hann þarf ekkert að verjast og getur staðið útá kanti að gefa fyrir þá er hann nothæfur, verð víst að brjóa odd af oflæti mínu og vera afskaplega sáttur við hann í þessum leik, ég er ekkert of góður til þess.

21.35 Búið að flauta af, endaði 2-0 fyrir Liver, sanngjarn sigur hjá Liver þó þetta hafi verið erfið fæðing. Kuyt skoraði gott mark og það var það eina sem hann gerði leiknum, reyndar alveg nóg líka Smile

21.36 Liver fer þá áfram, þeir skora á útivelli og eru góðir í að verjast í evrópukeppni. Skemmtilegt hvað maður er brosmildari þegar svona gengur, ég veit ekki hvað ég hef lítinn áhuga á bandinu hans Bubba. Veit þó að þetta voru fínustu úrslit, kveð að sinni, ciao


Leikjadagbók Chelsea-Liverpool 10.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegir aðstoðarbloggarar Aron Freyr og fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

15.53 Liðið hjá Liver er Reina, Finnan, Carra, Skrtel, Riise, Gerri, Mascherano, Lucas, Babel, Kuyt, Crouch. Held að þetta sé frekar 4 3 3 en 4 4 2. Ætli Kuyt fari ekki að mjaka sér hægra megin út, þangað sem hann fer á endanum.

15.55 Liðið hjá Chelski er Cech, Belletti, Hinn ofurgrófi Carvalho, Alex, Cole, Makelele, Lampard, Ballack, SWP, Joe Cole og Anelka.

15.57 Spáin er eftirfarandi:

Pétur Björn 1-3

Aron Freyr 1-1

Jón P 2-1

15.57 Ánægður með að Lucas sé að spila

15.58 Gummi Ben er einn að lýsa, hann er á Stamford Bridge

15.59 Varamenn hjá Liver eru Itandje, San Jose, Harry, Yossi og listamaðurinn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant

16.00 Carra/Skrtel í fyrsta sinn, Sami er víst meiddur, getur þá sest við hliðina á Agger hjá sjúkraþjálfaranum

16.02 Ennþá fúll útí Inspector Clouseau að sleppa Anelka og fá í staðinn örþunnu hárkolluna hans El Hadji Diouf

16.03 Kuyt hleypur allavega. Merkilegt hvað maður hefur strax meiri áhuga á leikjum liðsins sem maður heldur með

16.04 eða kannski er það ekkert merkilegt

16.05 Hendi og gult á Belletti, réttilega en það kom samt á óvart að dómarinn þyrði að gera þetta

16.06 Anelka í break en Skrtel reddaði á edanum, tempó í leiknum, það er venjulega nóg aksjóna í leikjum hjá chelski-liver

16.07 Skrtel er dáldið grannur í framan, ekki alveg Yossi en samt

16.09 Crouch er dáldið grannur alls staðar, næstum eins og Yossi

16.10 Það er Lasagna í matinn á eftir, ég verð síðan að flýja héðan úr Naustabryggju áður en ég þau þurfa að flytja mig héðan með vörulyftu, það er ósköp þægilegt letilíf að vera með minime heima hjá gamla settinu heila helgi, mikið borðað en ekki mikil hreyfing

16.11 Bras á Liver en Skrtel hreinsaði þessu

16.13 Shaun Wright Phillips er tæpur meter, með haus

16.15 Skrtel hefur komið vel út fyrstu mínúturnar, virkar sterkur og fljótur

16.16 Carvalho er ekki búinn að brjóta á neinum ennþá, kannski enginn komist nálægt honum, Finnan með 40 metra fyrirgjöf

16.17 Cech með útspark, Anelka með slæman skalla, innkast chelski

16.18 Slæm sending hjá Ballack, Liver með innkast, Liver reynir dáldið að einangra Babel á móti Belletti, skalli hjá crouch til babel, aftur á crouch sem skaut rétt framhjá út góðu færi, liver með fyrsta færið en ekkert kom úr því

16.20 Skrtel er svona laumufallegur, þ.e. ef hann er fallegur þá er það vel falið

16.22 Gott moment í leiknum hjá liver, Gerri með fyrirgjöf sem crouch skallaði, crouching tiger var hins vegar að bakka þannig að það var enginn kraftur í skallanum, vel gert hjá gerra samt

16.23 Ballack á ekki séns í að hlaupa með boltann framhjá Mascherano, hann er hrifnari að vera nálægt sóknarmönnum, sennilega finnst flestum það þægilegra en samt

16.25 Babel er fljótur, ekki síst við hliðina á Belletti og Ballack

16.26 Chelski að ná meiri tökum á þessu aftur, langir boltar á Crouch eru betri ef þeir eru á hausinn á honum, verra þegar hann á að hlaupa 30 metra innfyrir einhvern

16.27 Joe Cole vildi fá víti, það varið farið í hann en hann datt sérkennilega, mátti dæma en mátti alveg sleppa, mér fannst ágætt að því var sleppt

16.29 Tæpur hálftími búinn og liver búnir að fá eina færið, staðan 0-0, Liver átti ágætis upphlaup sem varð einhvern veginn  ekkert, sendingin frá Mascherano aðeins of framarlega fyrir crouch og síðan fyrirgjöfin frá honum aðeins of léleg, Liver fékk horn eftir beina rist hjá Kuyt stuttu seinna

16.33 Chelski að fá horn, Skrtel renndi sér í Ballack og klafsaðist einhvern veginn afturfyrir

16.34 Anelka felldi Reina í horninu, það má ekki, auki, korter eftir af fyrri, vitlaust innkast eða réttara sagt tekið á vitlausum stað

16.35 Lucas með skot sem Carvalho skallar í horn, Gerri tekur, fékk svo boltann aftur en dæmt á Babel fyrir að Carvalho hrinti honum

16.37 Makelele með hæltrix, kúl

16.38 Babel er fljótari en Belletti, var ég búinn að segja það

16.39 Fín fyrirgjöf hjá hinum ágæta hægri vængmanni Dirk Diggler Kuyt en Crouch varð hræddur í fríum skalla og skallaði yfir, var hræddur við Alex sem var 3 metrum frá honum, Anelka með break og chelski fékk horn

16.41 Anelka með ágætis run, skot sem fór í Gerra og framhjá, horn Chelski, Alex kom fljúgandi á hópinn inní

16.44 Babel reyndi sama trix og Belletti í byrjun, sama niðurstaða, hendi og gult

16.45 Anelka er alveg ágætur, reyndar frekar sprækur, ætli við getum fengið hann frá Chelski af því að við héfðum átt að kaupa hann í staðinn fyrir Diouf á sínum tíma?

16.47 Ekki mikið eftir en break hjá Chelski, þeir fá uka svona 20 metrum fyrir utan teig þegar 45 eru búnar, Liver hreinsaði í horn

16.48 Skallað frá og hálfleikur, leikurinn í jafnvægi en Liver með betri færi, merkilega gott verð ég að segja

17.07 Seinni byrjaður, SKrtel er eitthvað meiddur og er ekki inná, Chelski fær auka en Liver hreinsar, babel með break sem ekkert vaðr úr, liver fær auka rétt fyrir utan teig, Gerri tekur væntanlega

17.09 Ég veit ekki hvað þeir ætluðu að gera Gerri og Riise en það virkaði ekki. Hvers vegna er verið að renna til hliðar þegar það er borðleggjandi að skjóta beint, ekki mikill ávinningur í því að hleypa veggnum nær, fór allavega í einhverja þvælu

17.12 Gerri að reyna að hlaupa gegnum Makelele, hann er lítill en samt, allavega auki á Gerra. 53 búnar og staðan 0-0, þessi leikur fer 0-1 held ég

17.13 Skali og skalli og skalli og skalli og auki, skemmtilegur bolti þarna í 1 mínútu

17.15 Auki Liver, slatta frá teignum en beint á Carvalho, smá pressa frá Liver núna, ágætis moment

17.16 Best að hætta að tala svona mikið um móment, í þeim töluðu orðum endaði þessi ágæta törn hjá Liver, Gerri með boltann, sending allt of löng á Kuyt

17.19 Var verið að dæma eina af þessum dularfullu hornaukaspyrnum, þið vitið þegar allir toga í alla og svo er auka á sóknarmennina, hafið þið einhvern tímann séð dæmt víti? Kannski að sóknarmennirnir séu svona mikið grófari

17.21 Riise gult, Carra skallar frá, Reina tók svo seinni fyrirgjöfina. Skrtel er búinn að vera solid. Skipting hjá Chelsea á 64. mínútu, Malouda inná fyrir Shaun Wright Phillips

17.23 Gummi með klassískt ÚBBS moment. Sá Capello í stúkunni og sagði svo" sé ekki betur en að Saddam Hussein sé þarna við hliðina á honum, allavega nauðalíkur honm", hmmm...  Gummi, svona segir maður ekki í sjónvarpi!

17.25 Vonum að Gaupi og Co séu ekki að eyðileggja Gumma. Hann smitast kannski af bullinu í þeim

17.26 Babel að sjá hvort það virki að gefa beint á fyrsta varnarmann í fyrirgjöf, ég hefði getað sagt honum að það virkar ekki, hann veit það næst vonandi

17.28 Hólí krappóla, Pennant af koma inná, reyndar fyrst Jan Obi Mikel fyrir Lampard, Pennant svo inná fyrir Babel, æji þetta er ekkert spes

17.30 tuttugu eftir og staðan 0-0, má slá aftan í hausinn á Crouch með olnboganum? Nei greinilega ekki, Carvalho að fá gult fyrir það, gott á hann, einn af þeim sem á alltaf að fá gult fyrir leik, svona eins og Martin Keown, hann á pottþétt eftir að gera eitthvað af sér

17.33 Gabbhreyfing hjá Belletti sem bara Pennant getur fallið fyrir, gott þá að það var Pennant sem var í honum. Dæmt á Ballack fyrir að slá boltann frá Reina, það má ekki, nú er dæmt á allt, auki á einhvern Liver kall. Ágætt að hann dæmir að mestu til skiptis

17.36 Dæmt á Mascherano, ekki í fyrsta skipti. Gleymdi að kalla Mikel hinn geðstirða Jan Obi Mikel, það leiðréttist hér með

17.38 Horn hjá Chelski

17.39 Ég er ekki sérstaklega hrifinn af Pennant, hann var að klúðra hraðupphlaupi núna, mjög gott færi hjá Ballack en hann setti það sem betur fer framhjá

17.42 Sjö mínútur eftir plús vextir, það er jafnvægi í þessu þó Chalski séu búnir að vera apeins sterkari síðustu 2-3. Ef maður er með Harry, Yossi og Pennant á bekknum, af hverju kemur þá Pennant inná þegar þú ætla rað setja einhvern á vinstri kantinn? Þetta heitir að yfirhugsa hlutina

17.44 liver að fá gefins innkast upp við eigin hornfána

17.46 Riise með skutluskalla til baka á Reina af markteig, tómt rugl en slapp fyrir horn

17.47 Skrtel að hreinsa útaf, það liggur aðeins á Liver núna, break hjá Liver en lélegt touch hjá Kuyt

17.50 Gott brot hjá Mascherano á miðju við hliðarlínu, tvær mínútur komnar framyfir, eiga að vera þrjár aukamínútur

17.52 Búið að flauta af, endaði 0-0, sanngjarnt. Liver sennilega betri til að byrja með og Chelski að hluta til seinni. Liver spilaði allavega ágætlega, tökum þetta stig allavega. Er á leið með minime heim til sín, þakka þeim tveimur sem lásu, auf wienerschnitzel


Leikjadagbók Manchester Untited-Manchester City 10.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegir gestabloggarar Aron Freyr og fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

Spá dagsins

Pétur Björn 3-0

Aron Freyr 3-0

Jón P 2-1

13.22 Atli Eðvaldsson, Guðni Bergsson, Ólafur Þórðarson og Heimir Karlsson í salnum fyrir leik. Menn sammála um að Ronni hefur verið að brillera, kórrétt.

13.23 Liðin: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, O´Shea, Nani, Scholes, Anderson, Giggs, Ronni, Shrek.  City: Joe Hart, Onuoha, Dunne, Richards, Ball, Hamann, Gelson, Ireland, Petrov, Vassell, Benjani

13.29 Þögnin búin, það kom aldrei til að það yrði eitthvað vesen með þá mínútu. Töff búningar sem ManU eru í, retro ´58 búningar. Meira að segja Quasimodo lítur þokkalega vel út í þessu

13.34 Brown að sparka aðeins í Petrov, held að það verði smá aksjón í þessu

13.37 Annars dáldið merkilegt að 35 milljón punda miðjuparið Carrick og Hargreaves eru báðir á bekknum, sá gamli notar Anderson og Scholes frekar

13.39 Gott upphlaup hjá ManU en Hart varði vel frá Giggs úr þröngu færi. Benjani er einn frammi, Vassell og Petrov eru að hjálpa honum eitthvað en restin er í vörn.

13.41 Ireland með skemmtilegt miðjutrix, ekki með jafn skemmtilegt hár, svona hálfan kamb, einhvers konar millibilsástand frá kambi í égvaraðvaknagreiðslu

13.44 Dietmar Hamann er alveg nothæfur leikmaður ennþá, gætum alveg notað hann í staðinn fyrir að kaupa 17 milljón punda varnarmiðjumenn á hverju ári.

13.45 Petrov með ágætis skot yfir

13.47 Micah Richards er buff, vissi samt ekki að hann mætti taka með hendi, hann var hins vegar að því beint fyrir utan teig en ekkert dæmt

13.48 Aroni Frey finnst Rommi vera slakur eins og er, Ronni vildi fá víti en réttilega var ekkert dæmt, hann er þá bara búinn að reyna að fiska eitt víti í dag, sautján búnar, hann endar þá  sennilega í því að reyna að fiska 6 víti.

13.51 Veit ekki alveg hvernig City á að fá stig útúr þessum leik, gæti þurft að reka einhvern útaf hjá ManU til þess.

13.53 ManU er með númer 1-11, það er alltaf dáldið sniðugt

13.54 Staðan er 0-0 eftir 23 mínútur. Engin færi svo sem en ManU klárlega skárri. Break hjá City og færi, Van Der Sar varði frá Ireland, varði svo frá Vassell en Vassell tók frákastið og skoraði, 1-0 fyrir City og ekki getur það talist sérstaklega sanngjarnt. Sanngirni skiptir hins vegar afar litlu í fótbolta. ManU fær horn

13.58 Micah stökk yfir Ronna sem var ekki sérlega hrifinn af því, Quasimodo með gott skot sem hart varði. ManU að auka tempóið, spái því að þeir jafni kl 14.07

14.00 Einn langur frá O´Shea, hann hefði kannski átt að sparka útaf þar sem Vassell lá meiddur eftir hann en so be it. Þessi sparka alltaf útaf regla er leiðinleg

14.02 Benjani er allavega fljótur og sterkur, það hjálpar

14.03 Shrek er í banni, þeir gætu notað hann. Neville systirin er meidd, veit ekki hvort þeir væru að nota hana. Brown og karamelluhárið hans er allavega að spila ágætlega

14.04 Auki hjá ManU fyrir utan teig, Ronni að laga sokkana

14.05 Ronni skaut yfir úr aukanum, ekkert allt of mikið samt. Richard Dunne er merkilega góður miðað við það að hann er ekki góður

14.07 Ronni í færi en fékk horn, O´Shea í færi strax á eftir en Tevez/Vidic settu framhjá, útspark

14.09 Anderson með vitlaust innkast, það var meira að segja kolvitlaust. 37 búnar og City 1-0 yfir. Sonur minn er annars með svona Jordan takt, rekur út tunguna þegar hann einbeitir sér.

14.12 Rio að reyna eitthvað trix þegar hann fylgdi boltanum afturfyrir, Benjani tók boltann en Rio rétt reddaði því í horn

14.13 Nani hefur ekki veirð með í fyrri, Scholes er ekki myndarlegur maður

14.15 Annað ágætt breik hjá City, þeir fengu tvö horn

14.16 ég meinti þrjú

14.17 Benjani skoraði eftir fyrirgjöf frá Petrov. Hornið var skallað frá en Petrov fékk boltann aftur og gaf fyrir, 2-0 fyrir City og þá er kominn tími til að taka Nani útaf, þeir eru orðnir pirraðir

14.19 United fékk einn gefins auka sem ekkert varð úr, kominn hálfleikur, 0-2 er staðan og ég væri til í að fá einhvern í staðinn fyrir Arnar í lýsinguna á seinni. Veit ekki hvort ástæðan fyrir stöðunni sé sú að Ágúst vinur minn er í Skipholtinu að horfa á þetta, grunar það og ef hann styddi sína menn í alvöru þá myndi hann bjóðast til þess að labba hringinn í kringum blokkina þangað til að United væru búnir að jafna.

14.23 Svo ég minnist á það einu sinni enn þá finnst mér allt í lagi að sleppa TM auglýsingunni þar sem hnetunar eru til sýnis. Þessi auglýsing er hvort eð er ekki skemmtileg.

14.37 Seinni byrjaður, engar mannabreytingar. Hamann strax með þokkalegt skot en létt fyrir VD Sar.

14.39 Sóknarleikur City er eiginlega að láta United hafa boltann og sækja svo snöggt þegar þeir ná að vinna hann aftur. Ekki fallegt en virkar vel enn sem komið er

14.42 Dunne og Micah er nokkuð massívt hafsentapar, aftur vitlaust innkast á ManU, nú á Nani, það var hins vegar ekki vitlaust

14.44 Kúl, Joe hart er kominn með svona markmannaderhúfu, það er svona týpa eins og Jennifer aniston myndi nota til að fela sig fyrir ljósmyndurum, alveg yfir augun

14.46 Ronni komst alveg innfyrir uppvið endalínu hægra megin, átti hins vegar hörmulega sendingu fyrir, veit ekki alveg hvað hann ætlaði að gera en boltinn endaði allavega lengst úti á kanti hinum megin

14.49 Ronni að gefa fyrir en einhver City maður náði að henda sér fyrir fyrirgjöfina, Carrick á leiðinni inná, væntanlega fyrir Nani

14.52 Nani með break en gaf lélegan bolta á Tevez, Jón P benti réttilega á að ManU er að gefa dáldið á vitlausan fót á mönnum

14.54 Hálftími eftir og staðan ennþá 0-2, ManU klárlega betri en hafa ekki fengið mikið af færum, breakin hafa verið hættuleg hjá City, Central Park að koma inná fyrir Nani, Nani var hörmulegur í þessum leik

14.56 Horn hjá United sem lítið var úr. City hefur aldrei unnið Ferguson á Trafford, Vidic reddaði þarna smá klúðri hjá Ferdinand, Þrjú horn í röð hjá City 

14.58 Ronni gat breakað en missti boltann til Benjani sem komst næstum í gott færi, hættulegur leikur hjá United eins og er. Næsta mark held ég að vinni leikinn, City spila svona reddavarnarleik, það er stundum dáldið tæpt en reddast oftast. Ef City hins vegar skorar aftur þá er jafn gott að pakka saman myndavélunum og hætta

15.01 Vidic að reyna sniðugan skalla í staðinn fyrir að hamra frá, var ekki sniðugri en svo að Ireland tók boltann rétt fyrir utan teig. Það leystist en ekki gott samt

15.03 Ronni að reyna trix sem var étið upp, trix eru almennt betri þegar þau takast

15.05 Carrick og Hargreaves inná fyrir Anderson og o´Shea

15.10 Giggs með skot rétt framhjá, taktískt eru City búnir að spila töluvert betur, United samt búnir ða vera miklu meira með boltann og hafa verið betri en það er ekki nóg

15.11 Tíu eftir og kominn tími fyrir United að setja í fimmta gír, ekki hægt að bíða með þetta lengur

15.12 Ágúst er of slappur til að labba hringinn, það hjálpar United ekki mikið

15.14 United reyna mikið af háum boltum á senterinn, eru sennilega búnir að gleyma að Tevez er ekki nema meter með haus og Dunne/Richards eru svona helmingi stærri

15.15 Sun Jihat að koma inná fyrir Hamann, Arnar bendir réttilega á að bæði lið séu með Asíumann í liðinu, kínverjann jihai og kóreumanninn park, það er nú aldeilis það sem maður þarf að vita í derbyleik þegar það eru fimm eftir plús viðbætur

15.18 Vidic er orðinn stóri senterinn núna, allavega er frammi og á að vinna þessa löngu skallabolta sem þeir eru búnir að vera að gefa allan leikinn, þeir hafa samt eiginlega ekki komið síðan Vidic fór fram

15.20 nú tók Vidic einn langan vel en restin var of sein að fylgja, Vidic átti síðan hörmulega fyrirgjöf, Tevez með þokkalegt skotfæri en yfir, 90 búnar og þetta fer að verða langsótt hjá united

15.22 Held að vinir mínir Ágúst Örn og Sigurður Grétar séu ekki sérlega sáttir með þetta eins og er, Carrick reyndar að skora gott mark, 1-2, allt að gerast síðustu 3 þá

15.24 United tvisvar að missa boltann klaufalega eftir að þeir minnkuðu muninn, reyndar var annað rangstaða, 3 komnar framyfir og flautað af, City vann 2-1 og það var eiginlega bæði sanngjarnt og ekki. United voru meira með boltann og áttu fleiri færi en City spilaði taktískt vel, ég held ekki með United þannig að ég segi þá bara að þetta sé sanngjarnt


Leikjadagbók Ason Villa-Newcastle 9.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari og yfirlesari Aron Freyr Pétursson

Keegan hefur ekki brillerað frá því að hann tók til en það kemur væntnanlega á endanum. Villa er við það að parkera sér á sinn hefðbundna stað í deildinni 6-12 sæti. Sir Makan vinur minn er Villa fan og það er víst mjög þægilegt, skilst reyndar að hjartveiku fólki sé ráðalagt að halda með þeim, Villa eru alrei í fallhættu og aldrei í toppbaráttu

12.45 Gaupi er einn að lýsa, það er þá sennilega leikjahlé í öllum handboltadeildum heimsins eftir HM. Er ekki annars réttast að Gaupi sé þá líka í fríi.

12.46 Best að tékka á liðinum, brb..

12.47 Villaliðið er Carson, Mellberg, Laursen, Davies, Bouma, Petrov, Barry, Reo-Coker, Young, Maloney og hinn geðþekki eða ekki John Carew

12.49 Liðið hjá Newcastle er Given, Carr, Taylor, Cacapa, Beye, Barton, Butt, Duff, Milner, Owen Smith. Var að átta mig á því af hverju Aghbonlahor er ekki í liðinu hjá Villa, ég var að kaupa hann í draumaliðinu. Það eru þá hann og Torres sem ég er með í liðinu og eru ekki að spila.

12.52 Owen að skora 1-0 eftir fyrirgjöf frá vinstri með hægri, ágætis skalli eftir sendingu frá Milner

12.54 Sigur hja Newcastle myndi styrkja stöðu Keegan hjá Newcastle segir Gaupi. Gaupi þarf yfirleitt að tala um flest annað en leikinn, kemur til af því að hann skilur ekki leikinn

12.57 Það er þokkalegt tempó hjá Newcie Brown Ale. Alan Smith er orðinn senter aftur, það er þá búið að parkera Viduka

13.00 Ashley Young með gott run og Barry með gott skot. Barton greip næstum því boltann í skotinu hjá Barry en dómarinn dæmdi samt ekki víti, þetta má sennilega í fangelsisbolta og þær reglur verða að gilda alls staðar þar sem Barton spilar á meðan hann er laus gegn tryggingu

13.04 "hér sjáum við Alan Smith, greiðslan góð en mætti vera betri í fótbolta" merkilega rétt lína hjá Gaupa nema hvað greiðslan var ekkert sérlega góð

13.06 Reo-Coker með frekar einfalda 40 metra skiptingu sem var víst frábær samkvæmt Gaupa, nú er búið að sýna hendina á Barton 40 sinnum og þá var Gaupi að uppgötva að þetta hafi líklega verið hendi

13.08 Það eru allavega búnar 20 og staðan er 0-1, Milner er þokkalega sprækur

13.11 Nú átti að vera annað klárt víti á Barton, hann þrumaði Young niður inní teig en dómarinn, sem stóð nokkra metra frá, ákvað að dæma ekkert, Young er haltur á eftir

13.13 Maloney með skot yfir úr auka og Barry svo með stökkskot framhjá stuttu seinna

13.15 Bein lýsing hjá aðstoðarbloggaranum á því hvað Donatello er að gera

13.16 Aðstoðarbloggarinn er nefnilega ða leika sér með Turtles kall eftir að hafa horft fjórum sinnum á Turtles myndina á síðasta sólarhringnum

13.18 Þessi leikur er ekkert sérstaklega skemmtilegur, sést kannski best á því að aðstoðarbloggarinn er farinn inní herbergi að horfa á ostaauglýsingu og hann er fótboltafíkill

13.22 Mikil skipulagning í gangi varðandi flutningana í Bollagötuna, sgó erum búnir að komast að þeirra niðurstöðu að við þurfum að byrja á að kaupa ísskáp og þvottavél, ég þarf síðan rúm. Borðstofuborð er þá líklegast næst. Samningar í gangi við manneskju til að þrífa, staðan í leiknum er annars ennþá 0-1 og 20-20 í marblettum

13.28 Skalli hjá Carew en Carson ver vel, sniðugt að skilja Carew eftir einan á vítapunkti. Nú held ég reyndar að Gaupi hafi endanlega veirð að missa það, hann sagði að Carson væri feykilega reyndur markmaður, hmm..... nennir einhver að segja honum að hann sé á láni hjá Villa meðal annars af því að hann fékk lítið að spila hjá Liver, það var verið að gagnrýna val hans í landsliði nýlega af því að hann væri svo reynslulítill

13.34 Hálfleikur og staðan 0-1, Owen. Svona lala leikur, slatta aksjón en kannski er það bara af því að mér er sama um liðin en finnst þetta ekkert spes

13.37 Ekki að það þurfi að koma mikið á óvart en það er innipúki um helgina

13.38 Þessi auglýsing þar sem gaukurinn hoppar ofan í bað til konunnar og maður sér hneturnar eru dáldið spes, eða eiginlega ekkert spes, mér finnst hnetur í auglýsingum alveg óþarfar um hábjartan dag

13.49 Marlon Harewood kominn inná fyrir Petrov, ég sá Petrov ekki einu sinni í fyrri, seinni er sem sagt að byrja, Gardner kominn líka inná hjá Villa

13.51 Villa hefur spilað tuttugu og eitthvað leiki án þess að ná ekki að skora, ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir, nennir einhver að ýta við Gaupa og spyrja útí það

13.53 Bouma að jafna með hægri, lélegt skot sem breytti um stefnu, Given rann á hausinn í skotinu sem hjálpaði ekki til, 1-1

13.54 Gaupi er með dáldið sérstakan stíl, "markið er klaufalegt, það leikur ekki nokkur vafi á því" hann þarf stundum að leggja áherslu á það sem hann e rað segja, virkar svona dáldið eins og að hann viti að það trúir honum enginn almennilega þannig að það virki kannski ef hann segir að það sé pottþétt rétt sem hann segir.

13.57 John Carew að skora eftir horn, 2-1. Keegan fór þá á fætur, óþægilegt sennilega að vakna svona eftir að hafa dottað þægilega á bekknum

13.59 Harper inná fyrir Given, kúl að skipta um markmann eftir að hann fær á sig 2 mörk á nokkrum mínútum, það er skemmtilegri saga en sú rétta, sem er að Given er eitthvað meiddur.

14.02 Butt að fá spjald, kemur lítið á óvart, Villa vinnur þetta og ég ætla að fara að horfa á teiknimynd með minime, kveð í bili, hendi inn hérna á eftir hvernig þetta endaði en það eru litlar líkur á því að Newcastle fái stig. Auf Wienerschnitzel

14.42 Endaði 4-1, Carew með þrennu


Leikjadagbók West Ham-Liverpool 30.1.2008

Jórsalir 4, engir gestir en ég var að klára túnfiskssamloku

19.38 Best að tékka á liðinu.

19.39 Liðið er Reina, Finna, Carra, Sami, Aurelio, Yossi, Gerri, Xabi, Harry, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Varamenn eru Itandje, Skrtskrlkhgl, Lucas, Babel og Crouch

19.42 Ella Þóra með eitthvað plebbakomment, hún er stelpa þannig að það er skiljanlegt að fótboltakomment frá henni meiki ekki sens Smile

19.43 Já, kannski rétt að taka fram að Ella heldur með ManU

19.44 Þessi leikur fer 1-1, leikir þessara liða fara þannig og í ljósi þess að Liver er að reyna að bæta jafnteflismet deildarinnar þá er það eðlilegt.

19.45 Gummi Ben er annars einn í settinu, það er fínt, bullið verður þá í lágmarki, bright fótboltagaukur Gummi

19.46 Er annars að pæla í að flytja fljótlega þar sem að ég bý í um 1300 km fjarlægð frá vinnunni. Liver er í hvítum peysum og að mér sýnist svörtum buxum, Torres lítur vel út í þessu eins og öðru

19.48 Sokkarnir hjá Liver eru svona eins og nælonsokkar, dáldið spes, leikurinn byrjaður og Kuyt byrjaður að hlaupa

19.49 Gummi með tölfræði um Liver, þeir hafa ekki tapað í síðustu 10 leikjum, 5 sigrar og 4 jafntefli, hmm eru það ekki 9 leikir?

19.50 Ég er ánægður með að fá Xabi í liðið, vel spilandi náungi og þá sleppur Gerri vonandi við að þurfa alltaf að dreifa spilinu

19.51 Kuyt að klafsast, hmm nú er Gummi að tala um bróður Alan Curbishley, Bill. Sá er víst m.a. umboðsmaður The Who. Hæll hjá Kuyt og Finna fékk auka til hliðar við teiginn, Gerri tekur

19.53 Lítið gerðist í þessum auka, 3 lélegar hreinsanir í röð hjá west ham, endaði síðan méð lélegu skoti frá Yossi

19.55 Anton Ferdinand er ekki bara bróðir Rio heldur líka frændi Les. Gummi með fullt af aukainfo-i, auki á Alonso

19.56 Kuyt með skelfilega sendingu í ágætis breiki hjá Liver, bara svona 30 metrum of framarlega fyrir Torres

19.57 Alan er víst fimmtugur, Alan Green með baksnúningsútkast, Aurelio missti boltann illa en Finnan reddar

19.58 Kuyt nú með sendingu á Green, bara 10 metrum of framarlega fyrir Yossi

19.59 Mér er sama hvað stelpur segja, Ljungberg er ekki myndarlegur, hann er eins og múmínálfur. Alonso með lélega sendingu rétt fyrir utan teiginn hjá west ham

20.01 Ljungberg var í Halmstad, lét hafa eftir sér að hann myndi sko aldrei láta sjá sig í íþróttafötum hvunndags, Halmstad er svona Ísafjörður Svíþjóðar

20.02 Torres er fljótur

20.04 Aurelio missti boltann, Torres komst næstum innfyrir, komst reyndar innfyrir en náði ekki boltanum, það telur þess vegna ekki mikið

20.08 Torres að hlaupa með boltann, komst ekki framhjá þremur

20.10 Boltinn í gegnum klofið á Sami, Boa Morte með skot yfir af 7 metrum, lélegt skot með hægri

20.13 Jón P í símanum, ManU komið í 1-0 Ronni með auka núna, Ronni skoraði áðan og líka núna, 2-0 fyrir ManU, Ronni búinn að skora 2 á 12 mínútum

20.15 Rosalegur auki hjá Ronna, skeytin

20.15 Finnan með skalla í slána á Liver markinu, ágætt flikk

20.18 Golfumræður við JónP, var nefnilega að komast inní GR

20.22 Búinn í símanum, það er óttalegt bras á Liver eitthvað, eiginlega á báðum liðum. Dáldið svona mótherja á milli. Kuyt er góður í svoleiðis

20.24 Fór í hendina á Ljungberg, ekkert dæmt, bara önnur. Dæmt á Aurelio til hliðar við teiginn, gult

20.26 Pressa frá west ham, lélegar hreinsanir hjá liver hjálpa ekki til

20.28 Það er erfitt að tala við fólk á msn á sama tíma og maður skrifar svona leikjadagbók, reyndar erfitt síðan líka þegar maður er í símanum, Yossi er annars ekki búinn að gera neitt, kannski af því að hann getur ekki neitt

20.30 Annars að verða búinn hálfleikurinn, óttalega plebbalegt eitthvað

20.32 West ham hafa verið skárri en samt ekkert sérstaklega góðir, Kuyt hleypur mikið en gefur yfirleitt á mótherja, dáldill Momo í honum, Reina að sóla, hendi á Harry, hann tók með báðum

20.34 Einni mínútu bætt við og klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu, nú er þessi mínúta búin en samt fær west ham horn, fengu að taka hornið, frákastið og annað frákast, þegar liver loksins hreinsaði 30 sekúndum seinna þá var loksins flautað af, það var sem sagt tveimur bætt við

20.36 Best að skipta aftur yfir á ManU sem er að spila heima á móti Portsmouth, þeir eru með sautján leikmenn úr byrjunarliðinu í afríkukeppninni, Hemmi samt á bekknum, spes. Hinn geðþekki Milan Baros er í liðinu hjá Portsmouth

20.38 Gaupi er einn að lýsa ManU leiknum, Shrek í góðu færi eftir fínt spil en hitti varla boltann. Ella er stolt af ManU, má alveg vera það. Ég held að ég horfi frekar á auglýsingar á Omega en að hlusta á Gaupa, kem aftur þegar seinni byrjar hjá Liver

20.52 Byrjað aftur, sömu lið, Harry með þrjár fyrirgjafir á Anton Ferdinand, hann er fremsti varnarmaður, lyfta boltanum kannski meira?

20.54 Mér þætti ágætt ef Liver skoraði fljótlega eða í það minnsta hitta á samherja

20.55 Kuyt með smá trix á kantinum og ágætis fyrirgjöf, ætli hann endi eins og Diouf, 10 milljón punda senter sem fer fljótlega á kantinn af því að hann skorar aldrei, Harry átti að gera betur en hitti þó næstum markteiginn

20.56 Af hverju ætli ég hafi túnfiskssamloku áðan þegar mér finnst túnfiskssalat ekkert gott

20.57 Veit einhver hvað Boa Morte er raunverulega gamall og reyndar víst við erum á þeim nótum hvenær hann varð einhvers konar fyrirliðatýpa, Ljungberg hitti nú ekki frían skalla, ekki markið sko heldur boltann

20.58 Sun Jihat að skora sjálfsmark hjá City, Derby komnir í 1-0, Torres dæmdur rangstæður en var það ósammála að hann tók tveggja handa vísifingursveif, 53 búnar og Rafa staðinn á fætur til að undirbúa skiptinguna sína á 67. mínútu

21.01 Fyrirgjöf frá Yossi sem var skölluð uppí loftið, Gerri ákvað þá að bíða og sjá hvort það mundi líða yfir varnarmanninn í staðinn fyrir að fara í skallann

21.02 Auki hjá west ham svona 30 metrum frá marki, aðeins hægra megin

21.03 Boa Morte með færi af markteig eftir klafs, fékk boltann á vinstri núna og skaut framhjá, allavega ekki yfir núna

21.04 Gerri með fyrirgjöf en hreinsað útaf, horn hjá Liver og tvær skiptingar hjá west ham, Rafa hlýtur að vera steinhissa, hann vissi ekki að þetta mætti

21.05 Dean Ashton og strípurnar hans konar inná, nei annars strípurnar eru farnar, hann er allavega massaður

21.07 Merkilegt nokk er Liver að skipta á 60 mínútu, Lucas inná fyrir Harry, þriggja manna miðja og þá væntanlega Kuyt og Yossi að þvælast sitt hvorum megin við Torres

21.09 Babel kemur þá væntanlega inná á 73 mínútu, Lucas með utanfótar uppí hornið á Torres, boltinn fyrir aftur og Lucas kominn inní, horn

21.10 Dæmt á Torres í horninu, hann haltrar eitthvað,  torres er annars kominn með þetta líka fína hárband

21.11 Dæmd hendi á Torres, fór í hægri geirvörtuna á honum, það er ekki hendin

21.12 Sturridge að jafna fyrir ManCity, hann er búinn að skoraí tveimur leikjum í röð, ef Kuyt skorar í þessum leik þá er hann búinn að skora í einum í röð, Lucas með skot yfir eftir ágætt run hjá Gerra

21.14 Sami og Reina að sparka á milli, Hyypia sólaði síðan einn, boltinn endaði hjá Gerra sem hljóp aðeins og sparkaði síðan 30 metra yfir, ekki einu sinni hægt að kalla þetta skot, segjum frekar spark

21.15 Ég held að Torres sé kalt, Yossi hefur ekkert gert af viti enda vitlaus keppni hjá honum, á að vera í bikar og deildarbikar þegar hann er ekki upptekinn í varaliðsdeildinni

21.17 Lucas Neill sparkaði nokkrum sinnum í Torres, mótmælti síðan aðeins og fékk gult, þessi dómari er ekki alveg með fulle fem

21.18 Auki frá Aurelio á fyrsta varnarmann, Babel á leið inná fyrir Yossi á 73. mínútu, kemur á óvart, hefði mátt gerast fyrir korteri

21.19 Torres í færi en einhver komst fyrir þetta

21.20 Ljungberg með hlaup eða svoleiðis, veit ekki hvor er seinni, hann eða Aurelio, horn hjá west ham sem Cole skallar framhjá

21.21 Korter eftir og lítið gerst eiginlega í þessum leik, mér er hálf kalt, nema á lærunum, tölvan er þar, Ljungberg innfyrir eftir klafs en Aurelio komst fyrir það, horn

21.23 Etherington hitti ekki markið eftir hornið, það var ágætt

21.24 Ætli Crouch eigi ekki að koma inná á 84. mínútu? Kuyt með skot, horn

21.25 Sami með skalla en varið með hendi, bara önnur þannig að ekkert víti

21.26 Aurelio með skot framhjá úr auka af 35 metrum, hefði getað tekið þetta 30 sinnum og hefði aldrei skorað, hver tekur 2 skrefa tilhlaup af 35 metrum

21.27 Gerri með gott hlaup og gaf á Torres sem ákvað að hlaupa aðeins og senda síðan útaf, dapurt. Mér sýnist Torres ekki hafa gaman af janúar í englandi

21.28 Lucas Neill á undan Lucas Leiva, þessi lína er eiginlega það merkilegasta sem hefur gerst síðasta korterið

21.30 Mér er hálf kalt, held að það sé eftir samlokuna áðan, hún var ekki góð

21.31 Fimm eftir og Crouch fær líklega ekki að koma inná, Reina gaf á Aurelio, hann vill koma boltanum í spil 

21.32 Ljungberg og Aurelio passa ágætlega saman, báðir seinir og litlir, Yossi gætu verið með þeim í hóp. Alonso tók gult eftir að Liver missti boltann klaufalega, vel gert hjá honum

21.35 Liver fékk auka fyrir utan vinstra megin, Gerri að fara í trix sýnist mér

21.36 Einn fékk að hlaupa útúr veggnum og Gerri varð að gefa til hliðar, dómarar eru svo miklar gungur í þessu, gefa aldrei gult, nú var sparkað í Leiva en ekkert dæmt

21.37 Torres ákvað að missa boltann klaufalega frekar en að gefa fyrir, dapurt, Liver fær nú horn með eina eftir

21.39 Carra að renna sér asnalega og west ham að fá réttilega víti þegar leiktíminn er búinn, Liver setur þá ekki jafnteflismetið eftir allt saman, Noble tekur það

21.40 Reina í rétt horn en gott víti, endar 1-0 og alveg eins sanngjarnt, ekki það að west ham hafi verið góðir en liver voru ekkert spes heldur, best að lífga uppá þetta og skipta yfir í Idol


Leikjadagbók Liverpool-Aston Villa 21.1.2008

Jórsalir 4, slatti af vatni og banani eru veitingar kvöldsins.

19.48 Allavega ekki logn í Reykjavík, nýjustu útgáfu MR-Versló dagsins lauk með sigri Versló. Gísli, Villi og Hanna Birna unnu Dag og Gumma Steingríms. Vonandi að það verði ekki mikið fleiri meirihlutaskipti í bili, þetta er að verða ágætt, anywho..

19.50 Eins og fram kemur í fyrri færslu þá fer þessi leikur 3-0 fyrir Liver en það þarf víst að spila hann samt, alltaf spennandi að vita hvernig mörkin skiptast. Gummi Ben einn í settinu, það er afbragð.

19.52 Liðið er Reina, Arbeloa, Sami, Carra, Aurelio, Yossi, Gerri, Mascherano, Harry, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Itandje, Crouch, Alonso, Babel og Skrtel sem hér eftir verður kallaður Martin.

19.54 Stuart Taylor í markinu hjá Villa, Carson má ekki spila Liver leiki. Reo-Coker er í liðinu hjá Villa, mannvitsbrekkan Bellamy sagði um Dyer að hann væri eins og Reo-Coker nema hvað hann kynni fótbolta. Kieron Dyer var annars að slá enska metið í fjölda tíma hjá sjúkraþjálfara, Darren Anderton átti gamla metið

19.57 Mótmælalök á Anfield, ekkert sérlega sáttir við Hicks/Gillett þessa dagana. Gaman annars að sjá Harry og fína hárið hans aftur í liðinu. Líka gaman að vita af Voronin í stúkunni, kannksi það eina sem gæti toppað þetta væri ef Yossi sæti við hliðina á honum

20.00 Þetta er annars byrjað, Yossi með skot yfir eftir ágæta sendingu frá Kuyt

20.01 Mascherano tapaði skallabolta fyrir Carew áðan, munaði bara svona 90 sentimetrum að hann ynni hann

20.03 Ef niurhal væri löglegt hefði ég verið að horfa á ágæta mynd áðan, Before the devil knows you´re dead. Marisa Tomei eldist afar vel skulum við bara segja

20.04 Gummi ekkert að fela sponsið, var nú að segja öllum að fara inná 1x2.is að tippa í beinni, fattar sennilega ekki að það á örugglega að fara fínt í svona sponsdót

20.05 Torres einn að pressa, það er alltaf skemmtilegt. Reina síðan út fyrir teig að skalla, ágætt að hann hitt´ann

20.07 Mascherano með skot 9 metra yfir og 12 framhjá, af 30 metra færi

20.08 Kantararnir hjá Villa væru velkomnir í Liver, ungir og fljótir

20.09 Roberto Mancini er á vellinum enda bara nokkrar vikur í Inter leikina, hef litlar áhyggjur af þeim, Inter getur aldrei neitt í meistaradeildinni, Aurelio að missa boltann en Gardner ákvað að skjóta framhjá

20.11 Aurelio með sendingu á einn í hinu liðinu, hreinsaði síðan ágætlega stuttu seinna

20.12 Hvort ætli sé dæmt oftar á Carew eða Crouch, hendi á Petrov en bara önnur, ekkert dæmt

20.14 Hraður leikur og ágætis spil hjá Liver, ég er þokkalega sáttur ef þeir eru bara búnir að taka hreinsiæfingu, það er eitthvað sem þarf að vera í lagi til að búa ekki til endalaust af færum fyrir hina kallana

20.16 Yossi veit ekki að boltinn fer ekki í gegnum mannslíkamann, klafs og horn eftir skot frá Harry

20.17 Yossi að skora eftir gott spil með Kuyt, reyndar varði markmaðurinn fyrst en Yossi tók frákastið, vel gert hjá Yossi og Kuyt, 1-0

20.19 Gæti hafa verið sjálfsmark hjá Laursen, gallinn við það er að hann er í draumaliðinu mínu

20.20 Dæmt á Torres, sýnist honum vera kalt í framan, hann er með svona Henschoz andlit, kannski að honum sé svona heitt en ég held ekki. Talandi um kulda, ég væri alveg til í snjó ef það væri bara svona 15 stiga hiti með honum, verður líklega seint

20.22 Torres er nagli, stóð af sér eitthvað tæklingaklafs, Ronaldo er eiginlega eins, nema bara akkúrat öfugt, rangstaða á Carew, hann er stór

20.23 Harry reyndi hæl sem gekk ekki, Yossi að renna sér, gekk ekki heldur

20.25 Ef einhver á Anfield er að lesa þetta, nenniði að rölta yfir til Rafa og fá hann til að setja Babel inná fyrir Yossi, Aurelio með snöggan auka á mótherja, pointið með snöggum auka er sennilega frekar að gefa á samherja

20.28 Gummi segir að það hafi vantað graða menn inní boxið eftir fína ristarfyrirgjöf hjá Kuyt, rétt hjá honum 

20.29 Aurelio í hálffæri eftir ágætt spil hjá Kuyt og Gerra, fínt ef Kuyt fer að finna sig sem batti, ég væri alveg sáttur við það, rétt eins og að ég væri vel sáttur ef Crouch ynni jafn marga langa skalla og Carew

20.32 Lítið að gerast hjá Villa nema helst þegar Harry/Aurelio gefa á þá, eitthvað bras á Torres þessar mínúturnar

20.34 Ok, það eru 36 búnar, staðan 1-0 fyrir Liver og þeir hafa verið miklu betri, Villa má alveg halda svona áfram í seinni, Mascherano að reyna 30 metra innanfótarsendingu, dreif svona 15, Yossi að skalla Bouma, ekki mjög gott held ég, vonum að þeir séu í lagi, mér er nefnilega ekket illa við Yossi nema bara sem fótboltamann, hann er eflaust ágætis náungi þó hann sé ferlega ljótur

20.37 Mascherano á Bouma á Kuyt á Laursen á Yossi á Davies, að mestu leyti í fyrsta, kannski þeir ættu að prófa aukatouch

20.40 Liver með horn og þrjár eftir, Ashley Young tók hann með maganum, samkvæmt Gumma segja handboltamenn víst helvítis svíinn, Gumma fannst Mellberg vera að leika eitthvað, var reyndar að fatta að Barry er ekki með Villa, kannski þess vegna sem þeir eru í tómum vandræðum á miðjunni

20.43 Ágætis pæling hjá Harry, tók í fyrsta innfyrir á Torres, var reyndar allt of langt en ekki alvitlaust. Petrov með skot 12 metra yfir

20.44 Flautað til hálfleiks, Liver miklu betri og eru verðskuldað yfir 1-0, best að fá sér banana, aftur eftir tæpt korter

20.58 Carlsberg útvegar ekki með leigjendur en ef þeir gerðu það þá væu það líklega bestu meðeigjendur í heimi. Sú auglýsing er mun skemmtilegri en TM auglýsingin þar sem fólkið fer í bað saman, mér finnst eiginlega algjör óþarfi að sýna hneturnar svona víst þetta er auglýsing.

21.00 Yossi greiddi sér í hálfleik, veit reyndar ekki hvort það er gott að hann hafi greitt frá andlitinu

21.01 Gummi með ágætis punk, Torres var hálf rólegur í fyrri

21.02 Sem sagt engar breytingar í hálfleik, Villa með langan auka en Liver hreinsaði í fyrsta, það er miklu betra, Curtis Davies með skot framhjá eigin marki

21.05 Veit ekki hvort það er netið hjá mér eða moggabloggið, er hálf lengi að uppfærast, lítið annars gerst í leiknum fyrir utan það að Kuyt fékk eðalfæri en klúðraði móttökunni svaðalega

21.08 Mynd af Martin, hann er með húfu, Torres missti boltann þegar hann reyndi hlaupatilvinstritrixið sitt

21.10 Ágætt skot frá Harry varið og svo Torres með skot yfir

21.12 Töluvert tempó og tæklingar, Arbeloa með trix og síðan gott spil, endaði á skoti yfir frá Arbeloa yfir, gott moment í leiknum hjá Liver núna

21.14 Dáldið lýsandi fyrir enskan bolta síðustu mínútur, örlítið meira kapp en forsjá en allavega aksjón í leiknum, Villa með auka til hliðar við teiginn

21.16 Yossi klobbaður af 10 metrum, reyndar óvart hjá Reo-Coker en samt

21.17 Mellberg með parabóluinnkast, Villa hafa nú veirð aðeins skárri í seinni, það var svo sem ekki erfitt. Carra með klafslega hreinsun í innkast, hreinsiæfingin þeirra hefur samt virkað fínt, hreinsa allavega langt, Yossi reyndi nú enn og aftur boltannígegnummanninntrixið, nennir einhver að kalla á hann að það virki ekki. 63 búnar sem þýðir að það ættu að vera 4 mínútur í skiptingu hjá Rafa en verða líklega 11. Torres aftur að missa boltann aðeins of langt frá sér, hefur veirð dáldið þannig dagur hjá honum 

21.20 Reo-Coker að rífast yfir því að það var dæmt á að hann færi í gegnum Torres, Aurelio með auka, ég vissi ekki að það mætti stökkva langt útúr veggnum í auka sem er tekinn beint, dómarar eru svo fáránlega miklar gungur í þessu að það er svona á mörkunum að vera óþolandi, reyndar líka hendi á gaukinn , Yossi að hlaupa of langt og missti boltann, Villa með hratt upphlaup en Carew með vonlaust skot

21.24 Gult á Arbeloa, auki nálægt miðju og Villa jafnar, drasl  1-1

21.25 Marlon Harewood skoraði með bakfallsspyrnu, Gummi Ben sagði að það væri úr karakter hjá honum, það er hins vegar ekki úr karakter hjá Rafa að skipta þá núna, nokkrum mínútum of seint

21.27 Einhvern veginn er Villa komi í 2-1, Mellberg með klafsmark, þetta mark var reyndar sérlega ljótt og fór af hendinni á Aurelio, Liver ætlaði greinilega ekki að gera jafntefli í 4 leikjum í röð, hefði verið skárra en að tapa leiknum. Nú er Rafa að fara að skipta Babel inná, eins og venjulega of seint

21.29 Harry útaf fyrir Babel, korter eftir 

21.31 Carra er orðinn bakvörður, Arbeloa fór útaf fyrir Martin á milli markanna áðan, Liver að fá horn, inní með martin, sami og carra

21.32 Eðlilega smá pressa á Villa markið eins og er, verið að endursýna seinna mark Villa, það var dáldið spes, manni er hins vegar almennt refsað fyrir að nýta ekki færin, ljótt mark samt en telur jafn mikið og hin

21.34 Martin að rífast við Harewood, fínt að rífa aðeins kjaft, allavega eitthvað skap í honum, Babel er sprækur

21.36 Crouch inná fyrir Yossi, Liver fékk horn og svo aftur

21.37 Gummi vandar sig mismikið í sjónvarpinu, segir t.d "GÁT" af því að GUðni Bergs segir að þannig beri maður fram Kuyt, það má vel vera, en maður segir samt ekki að dómarinn sýndi bara sólheimaglott, það er meira svona eitthvað sem maður segir við félagana

21.39 Dómarinn hefur látið þetta fljóta ágætlega, lítið flot verið í hinum gullfallega Fernando Torres, hann er að reyna en það bara virkar ekki almennilega, skulum vona að Kuyt hafi ekki smitað hann af því

21.41 Gerri með skot í hausinn á Petrov, ekkert spes, fimm eftir og hlé vegna höfuðmeiðsla, eitthvða af fólki að fara af vellinum, það er dáldið spes að fara af vellinum þegar liðið þitt er einu marki undir heima, nema einhver þarna sé búinn að fatta að það sé happa, skulum vona það

21.43 Liver með auka langt úti á velli, klafs og Crouch jafnar, ekki fallegt mark en telur, samt ekki nærri því eins ljótt og hjá Mellberg, afar sérstök tölfræði hjá Gumma, fyrsta deildarmark Crouch frá því í Mars, ég veit að hann spilar ekki alla leiki en það er samt dáldið spes hjá landsliðssenter, Torres með skot sem fór ekki í hendina á einum, Liver vildi samt fá víti

21.46 Gerri með ágætan skotséns en afleitt skot, 91 búin og við höldum þá áfram að reyna að bæta jafnteflismetið, annars gott að þetta lið fór áðan, það var þá happa

21.48 Knight við það að koma Crouch innfyrir en það rétt slapp hjá honum, flautað af og endaði 2-2, fjórða jafnteflið í röð hjá Liver, þessi leikur átti samt að fara 3-0 fyrir Liver

21.49 Liver gengur merkilega illa á heimavelli, spiluðu reyndar alveg ágætlega stóran hluta af leiknum en búa ekki til nógu mörg færi, það sem er eiginlega verra er að það gerist lítið ef Gerri/Torres eru ekki afgerandi

21.52 Næst á dagskrá hjá Liver er þá heimaleikur við Havant&Waterlooville, stórleikur og sérsniðinn fyrir Voronin/Yossi og félaga í varaliðinu, allavega ef Torres og Gerri eru í hópnum þá fer ég endanlega að efast um geðheilsuna hjá Rafa, fimmst hans tími hjá Liver reyndar vera á enda en ágætt að það bíði fram á sumar úr þessu. Þarf einfaldlega að fá þjálfara sem getur komið liðinu ofar í deild, ætli það sé hægt að ráða Rafa bara í meistaradeildina, þeir þurfa hvort eð er að borga honum laun eftir að þeir reka hann, kannski jafn gott að fá hann sem tæknilegan meistaradeildarráðgjafa


Leikjadagbók Ísland-Svíþjóð 17.1.2008

Jórsalir 4, engir gestabloggarar að þessu sinni.´

Ég veit sáralítið um handbolta annað en það sem ég sé í TV, ég var reyndar markmaður í handbolta í svona tvö ár þegar ég var fjórtán eða fimmtán. Þetta þýðir þá að ég er u.þ.b jafn hæfur í handboltalýsingar og Gaupi er í fótboltalýsingar. Munurinn er kannksi helst sá að ég vinn ekki við að lýsa þessu í sjónvarpi.

19.07 Hmm, ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar í handbolta en best að ég reyni að finna byrjunarliðið. Birkir Ívar, Guðjón Valur, Garcia, Snorri, Óli, Alex og Róbert eða eitthvað í þá áttina. Þar sem skiptingar eru heldur frjálsari en í fótbolta þá þarf víst ekki að giska sérstaklega á skiptingamínútur

19.09 Markmenn skipta töluvert meira máli í handbolta en fótbolta. Með fullri virðingu fyrir Kjartani stórvini mínum þá er helsta krafan á fótboltamarkmenn að þeir séu solid og verji meira en útispilari myndi gera. Í handbolta geta þeir hins vegar oft á tíðum unnið leiki næstum því uppá eigin spýtur. Eiginlega eina íþróttin þar sem mér dettur í hug að einhver skiptir meira máli en handboltamarkmaður er íshokkímarkmaður. Nóg af almennu markmannstali annars

19.12 Ég hef afskaplega gaman af handboltastórmótum, það þyrfti heilan helling til að fá mig á deildarleik í handbolta en Íslendingar á stórmótum er eitthvað sem enginn vill missa af. Þjóðsöngurinn að byrja, þarf að standa upp...

19.16 Bara svo það sé á hreinu þá er Ólafur Stefánsson besti hópíþróttamaður sem Ísland hefur átt, hann hefur í dáldinn tíma verið einn besti handboltamaður heims og það er nóg. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki alveg viss hvort hann sé okkar besti íþróttamaður yfirleitt er að handbolti er dáldið spes íþrótt sem fáir spila

19.19 Ólafur Lárusson íþróttakennari er að lýsa með Geir Magnússyni, Ásgeir Örn er annars í liðinu en ekki Alexander, leikurinn er að byrja fljótlega

19.20 Lausin er kannski sú að ráða Gaupa sem handboltasendiherra, hann gæti séð um allar handboltalýsingar fyrir sjónvarpsstöðvarnar og blöðin, þessir miðlar hljóta að geta slegið saman í eina stöðu handa honum

19.22 Ég er alltaf hrifinn af Fúsa en Róbert er hreinlega betri, Birkir varði fyrsta skotið, vonandi að svíar skjóti hann í stuð, það er svona handboltalingo

19.23 Svíar byrjuðu með boltann en íslendingar fá fyrsta vítið sem snorri skoraði úr eftir að óli braust í gegn, 1-0

19.24 Birkir varði aftur en svíar fengu frákast og víti, Birkir varði það  inn, 1-1. Það væri nú sennilega að æra óstöðugan að telja upp öll mörkin hérna. Þarf ekki að telja þetta skot hjá Loga gelgerðarmanni, það fór svona hálfan metra framhjá

19.25 Íslandingar eru að spila 5-1 vörn, ég veti það af því að GUðjón er einhvers staðar annars staðar en í horninu og af því að þeir sögðu það í TV-inu, ég held að það sé næstum meira um hrindingar í handbolta en í amerískum fótbolta, einn svíin var að reyna skrúfu úr horninu en það skrúfaðist lítið, hitti allavega ekki teiginn, Birkir varði annars aftur eftir ruðning á Loga og hraðupphlaup

19.28 Handboltamenn eru töluvert meira naglar en fótboltamenn, allavega eru þeir töluvert massaðri

19.30 Logi með stökkskot, reyndar cirka þar sem hægri hornamaðurinn er venjulega og beint í varnarmann en allavega reyndi hann skot, við erum víst orðnir einum færri og einu undir

19.31 Birkir varði boltann inn, svíar tveimur yfir en ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu, Íslendingar eru góðir í handbolta og eiga besti kallinn á vellinum, reyndar kannski tvo bestu ,Óla og Guðjón

19.33 Staðan í þrándheimi er annars 3-4, held að leikurinn sé allavega í þrándheimi

19.34 Nú þurfti ég að logga mig útaf msn því Eva systir heimtaði að segja brandara, hún kann ekki góða brandara

19.35 Snorri að láta verja frá sér víti, Guðjón Valur síðan að skora úr hraðupphlaupi stuttu seinna, hann er fljótur og reyndar gormur líka, tólf mínútur búnar og staðan 4-5

19.37 Gult spjald í handbolta er eitthvað það furðulegasta sem ég veti um í íþróttum, Róbert að brenna af öðru færi, kannski bara reglurnar um ruðning sem eru skrýtnari, nema reyndar þegar Héðinn Gilsson vinur minn var að spila, það var yfirleitt dáldið augljós ruðningur. Veit annars einhver hvort það var oftar dæmdur ruðningur á Héðinn eða Júlíus Jónasson? 

19.40 Tomas Svenson er að verja ágætlega, það er ekki alveg nýtt, Birkir varði síðan líka, Íslendingar eru hreinlega betri í handbolta en Svíar þó það verði að viðurkennast að það hefur ekki alltaf verið þannig

19.41 Jú var að fatta eitt sem er furðulegra í handbolta, dómgæslan er stórskrýtin yfir höfuð, vissulega held ég að ruðningsreglan sé skrýtnust en þetta með ólöglegar blokkeringar og svoleiðis í íþrótt sem byggist að töluverði leyti uppá hrindingum er dáldið spes, Íslendingar annars í hratt upphlaup en svíar skora úr hraðupphlaupi, það gerist allavega hellingur í handbolta

19.45 Miðað við hvað þeir hlaupa og hoppa mikið þá skil ég ekki alveg hvernig þeir geta spilað leiki með svona stuttu millibili, var að taka eftir því að Garcia er inná, þetta hefði alveg eins getað verið Logi eftir að skipta um gel, leikhlé og Alfreð segir að þeir séu að spila of hægt

19.47 Brotið á Róberti og íslendingar fengu víti, Óli að taka það núna, mark, 7-8 og tuttugu búnar, við einum fleiri

19.49 Pierre Litbarski að skora lengst innan úr horninu eða allavega einhver sem er líkur honum, annars svíi rekinn útaf fyrir að kýla Óla í magann, það má sem sagt hrinda en ekki kýla

19.51 Dæmd skref á Garcia og við tveimur fleiri, það er ekkert spes, einn svíi kominn inná aftur

19.52 Hafið þið annars hugmynd um hvenær á að gefa merki um leiktöf eða hvort það skipti máli hvað sé mikið eftir af leiknum þegar það er ákveðið, ætli dómararnir viti það?

19.53 Guðjón Valur að skjóta yfir úr hraðupphlaupi, það er dáldið lélegt að hitta ekki markið þegar maður fær að hoppa inní teiginn, Einar og Logi komnir inná, Einar neglir allavega eða reyndar ekki því Snorri henti útaf

19.55 tvígrip á Svía og Einar skorar eftir einhvers konar hallasérafturábakogbeygjasigíhnjánum gabbhreyfingu, gott mark og svíar brenndu síðan af víti

19.56 Guðjón með skot í góðu færi fyrir miðju en í slána, svíar skora síðan, 9-11, þetta er annað skiptið sem við klikkum á færi og svíar fara upp og auka muninn í tvö, Einar með skot úr kyrrstöðu en Svenson varði

19.58 Tuttugu sekúndur eftir, við í sókn, Óli með standskot framhjá, staðan í hálfleik er 9-11, dáldið lítið skorað sem sagt. Eitt sem ég er samt að pæla í með handbolta, er einhver önnur íþrótt þar sem maður fær skráða leiki án þess að spila? Jakob Sigurðsson á held ég yfir 200 landsleiki en ég sá helling af þeim og Gummi Gumm fór aldrei útaf, allavega sjaldan, það er svo sem ok en ég á þá svona tuttugu deildarleiki með Hammarby en ekki sjö eða átta, smá hlé víst það er hálfleikur

20.04 Gummi er að tala um að liðið þyrfti að hraða leiknum og taka sér meiri tíma, ég skil greinilega handbolta ekki því ég veit ekkert hvað hann er að tala um, Júlíus Jónasson er hins vegar alveg svakalega brúnn

20.07 Auglýsing um mynd sem heitir disturbia, allir raðmorðingjar búa við hliðina á einhverjum, frábær spennumynd með sjía leböff í aðalhlutverki, kannski horfi ég ekki nóg á sjónvarp og myndir en ég hef aldrei heyrt um sjía leböff

20.09 Tvær auglýsingar með strákunum okkar, sú seinni frá Kaupþing með Birki Ívari að koma úr sturtu, mikið er ég feginn að Silfur Egils notar ekki sömu auglýsingahugmynd

20.11 Geir sagði að Einar hefði skotið rétt framhjá en það hefði allavega verið fast, það er dáldið eins og ég í fótbolta í sporthúsinu, Snorri með sérstakt trix, hann tók einhvers konar hliðarvalhopp til vinstri og svo standskot í svona 3 varnarmenn sem stóðu þar.

20.13 Íslendingar byrjuðu með boltann og svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin, það er vonlaust að byrja með boltann á þessu móti, Logi skoraði með góðu skoti en Anderson líka, 10-14

20.14 Óli nennti ekki að bíða, skaut í skeytin af 10 metrum, svona Sigga Sveins mark

20.15 verst að svíarnir skorðu strax aftur, 11-15, Logi er með dáldið fínt hár en Svenson varði frá honum, Birkir varði síðan úr góðu færi, hann er samt ekki með jafn fínt hár og Logi enda framleiðir hann ekki sitt eigið gel

20.17 Sérstök sókn hjá okkar mönnum og svíar náðu boltnaum, svíar voru víst að setja upp í kerfi, ég kann ekki eitt handboltakerfi, þeir fengu hins vegar víti, Birkir fer til Alfreðs þegar þeir fá víti, ég næ ekki alveg því trixi, allavega skoraði svíinn, 11-16, dæmd hindrun á Vigni Svarsson, Ólafur Lárusson segir að íslenski sóknarleikurinn sé hræðilegur, allavega erum við búnir að skora 11 mörk á rúmum 39 mínútum, það eru þá um 17 mörk í leik, 11-17 og svíar með boltann

20.22 Guðjón Valur er orðinn miðjumaður og Hannes Jón kominn í hornið, reyndar var Guðjón að fara útaf í tvær mínútur, koma svo Ísland

20.23 Fimm á móti fimm og staðan 11-18, nítján eftir. Svíar spila góða vörn sýnist mér, Snorri fékk dæmt á sig og á sama tíma sögðu Óli og Geir skref/ruðningur, Svíar misstu boltann síðan og gelið hans Loga fékk víti og tvær á einhvern, tólfta markið kom ekki, hinn markmaðurinn varði vítið, við erum sem sagt búnir að skora tvö mörk á þrettán mínútum í seinni, eitthvað hefur hálfleiksræðan hans Alfreðs klikkað eftir níu marka fyrri, leikhlé hjá okkur. Dáldið skondið að Geir og Óli heyra ekki það sem Alfreð er að segja en við heyrum það, Geir ákvað þá að giska á að það ætti að auka hraðann, er ekki almennt bara betra að sleppa því að segja eitthvað í stað þess að giska

20.28 Við einum fleiri, en það vill enginn skjóta, Einar með gegnumbrot og honum hrint en ekkert dæmt, hann var ekki kýldur þannig að þetta er í lagi í handbolta. Nú fáum við annað víti, Garcia sleppir því alveg að skjóta, ætli hann sé þá svona góður sendingamaður? allavega hélt ég að hann væri skytta, Guðjón Valur að skora tólfta markið þegar 44:40 eru búnar

20.31 Sónarleikur svía er ekkert spes heldur eða reyndar íslenska vörnin góð

20.32 Svenson að verja úr góðu færi hjá Guðjóni, Geir var að segja að enginn væri að hjálpa Garcia þegar hann hoppaði upp, þeir kannski hafa haldið að hann myndi skjóta.

20.33 Óli Lár sagði að Garcia hefði verið góður með sínu félagsliði fyrir áramót, það er svona kurteis leið til að segja að hann hafi ekki verið að spila vel í þessum leik

20.34 Svenson að verja skot frá Einari, hann er búinn að vera góður í þessum leik, svíar skora 13-21, þetta fer að verða erfitt, ellefu eftir og Hreiðar kominn í markið, Svenson ver frá Einari

20.36 Garcia henti boltanum í lappirnar á einhverjum okkar manna, svíar komnir í 13-23 og þá er þetta því miður formlega búið. Ég er augljóslega óhappa í þessu handboltaleikjabloggi, mun klárlega ekki reyna þetta aftur enda kannski betra að halda sig við íþróttir sem maður veit meira um en það sem maður hefur séð í sjónvarpi, kannski að ákveðin sjónvarpsstöð taki það líka til fyrirmyndar

20.39 Hinn markmaðurinn hjá svíum er með fínasta hár þó hann sé með smá nöttarasvip, við erum tveimur fleiri en vorum að klikka á hraðaupphlaupi, staðan er sem sagt 16-23 og fimm eftir

20.42 Hreiðar ver fimmta skotið sitt, málið er að mér finnst vörnin og markvarslan hafa verið alveg í góðu lagi en það er sennilega ekki nógu gott að vera komnir með sautján mörk á rúmum 56 mínútum. Ekki það að ég viti mikið um varnarleik í handbolta en miðað við að svíarnir eru bara komnir með 23 mörk á 56 mínútum þá er það sennilega bara nokkuð gott, þarf nefnilega að líta á björtu hliðarnar skiljiði

20.45 Það er dáldið með handbolta eins og aðrar íþróttir, ef liðið manns er að tapa illa þá er þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt

20.47 Rétt um mínúta eftir og þetta sem sagt að fjara út, vonum að næstu leikir gangi betur, reyndar búið núna og endaði 19-24, maður leiksins þá væntanlega Tomas Svenson, ætla að taka til við annan þáttinn í Idol


Leikjadagbók Liverpool-Luton 15.1.2008

Jórsalir 4, engir gestabloggarar að þessu sinni enda gerist þess vart þörf. Ég held að það sé búið að selja hálf Luton liðið frá því síðast, það hjálpar þeim varla

19.47 Var heldur snemma á ferðinni að þessu sinni, munaði litlu að leikjadagbókin þyrfti að hefjast á því að Pétur Jóhann væri að veiða lax, hann er betri í Thule auglýsingunum

19.50 Liðið er annars Itandje, Arbeloa, Carra, Hyypia, Riise, Pennant, Gerri, Alonso, Babel, Crouch og hinn gullfallegi Fernando Torres. Það á greinilega að vera skotæfing í dag, Gerri og Torres báðir í liðinu. Þetta gæti farið illa, ef Liver skorar snemma þá gæti þessi leikur snúist upp í tóma dellu, ekki bara það að þeir labbi yfir Luton heldur vilja þeir síðan sennilega ekki skora alt of mörg.

19.53 Gummi Ben er einn í settinum, það mætti gjarnan vera þannig oftar, hann bæði veit slatta um fótbolta og er vinur hælspyrnunnar. Klakksparkens vänner er sponsorafélagið hjá Hammarby

19.54 Don Hutchinson er í liðinu hjá Luton, hef lítið við söguna frá síðasta leik að bæta. Carra er fyrirliði í sínum fimm hundraðasta leik fyrir Liverpool. Martin, Lucas, Harry, Aurelio og Kuyt eru á bekknum. 

19.56 Holy smoke, Don Hutchison er hafsent, ég get eiginlega ekkert sagt til viðbótar við það 

19.58 ég kann vel við Carra, hann er nagli. Ég kann hins vegar ekki vel við ísskápinn minn, hann er tómur

19.59 Leikurinn hafinn, ég ætla að spá 9-1

20.01 Ekkert færi ennþá en ein hælsyrna hjá Torres og nú ein hjá Arbeloa

20.02 Hutchison stoppaði Gerra, hafði meira með það að gera að Gerri fór of nálægt en að Hutch hafi gert eitthvað spes

20.03 Luton fékk annars fyrsta hornið, Crouch skallaði frá

20.05 Pennant með fína fyrirgjöf og Crouch skallaði framhjá í góðu færi

20.06 Luton fékk líka horn nr. 2, Itandje kýldi það frá

20.07 Pennant með nýtt trix, tók boltann á magann og öxlina og þaðan til Lutonkalls

20.07 Fín sókn og Babel með beyglu í stöng, gott skot eftir dapra móttöku

20.09 Fyrsta hornið hjá Liver, Pennant með fljótandi rist sem átti að fara á Crouch, fór ekki á hann, Crouch með skot framhjá fljótlega á eftir, veit ekki hvernig hann fékk ekki horn en það er allavega rigning í Liverpool

20.11 sex þúsund stuðningsmenn Luton mættir á leikinn, það er meðaltalið þeirra á heimaleikjum

20.12 Torres að reyna rennatilvinstrioghlaupatrixið sitt en það virkaði ekki, komst síðan í skotfæri en skaut 12 metra yfir

20.14 Gerri og Torres að reyna þríhyrning, Gerri var blokkaður og vildi auka, fékk ekki en Liver var að fá gefins horn, það var Jackson sem gaf þeim það

20.16 Hmm, ágætt spil en Crouch reyndi að skoppa boltanum á markið, einn hjá Luton síðan með skot sem hitti reyndar markteiginn

20.19 Pennant reyndi að taka einn á áðan, náði allavega að vera samsíða honum þegar hann missti boltann

20.20 Carra með trix og fyrirgjöf, fínt trix og fínasta fyrirgjöf, Liver með horn, Pennant reynir þá beyglu

20.21 Pennant með fyrirgjöf afturfyrir, 22 búnar og staðan er 0-0, Jón Bjarni spáir 1-1 og Carra skori bæði, ég er til í jafntefli ef Carra jafnar metið hans Paul McGrath og skorar öll mörkin í 2-2 leik

20.23 Torres með utanfótarfyrirgjöf og Hutch hreinsaði í horn, hornið fór síðan í magann á fyrsta varnarmanni, skapaði litla hættu

20.25 Gerri og Torres að reyna þríhyrning sem virkaði ekki, það verður vonandi ekki þema hjá þeim

20.25 Maður leiksins frá því síðast, Talbot, er meiddur eftir að Babel hljóp hann niður, hann er eitthvað haltur eftir þetta

20.27 Pennant með hlaup og síðan of stutta 5 metra sendingu á Torres, Pennat án hraða er eins og Sammy Lee án knattspyrnuskilnings

20.29 Hálftími búinn, staðan ennþá 0-0, það er víst annars búið að kaupa Luton, leikmennirnir fá þá kannski borguð laun, það er alltaf betra

20.32 Gerri með skot í varnarmann eftir ágætis upphlaup, horn sem fór í hnéð á fyrsta varnarmanni, dapurt finnst mér

20.33 Pennant með eitthvað trix, gaf síðan 5 metra sendingu útaf, merkilegt að komast að því hvað gerist í kollinum á Pennant, það snýst allavega ekki um fótbolta. Babel með skot í Crouch og síðan Gerri með skot í varnarmann þegar hann átti að vera löngu búinn að gefa á Torres, allt eitthvað klént, eins og svo margir undanfarnir leikir Liver

20.37 Ég er ekki viss um að línuvörðurinn kunni innkastsregluna, sá sem sparkar útaf á ekki að fá inkastið, einhvern misskilningur hjá honum

20.39 Ætli ég nái m.c. steakhouse í hálfleikshléinu? kannski sjoppupylsu? það er ekki gott að vera svangur í leik. Ætli ísskápurinn sé tómur af því að ég er alltaf að gleyma að fara í búðina?

20.42 Allt of þröngt spil hjá Liver, Gerri stóð núna 10 metrum fyrir utan teig og tók skæri í 20 sekúndur, Torres núna með skot í Hutchison. Pennant síðan með sendingu í magann á Gerra, háklassaleikmaður. Gerri með hælklobba upp í hornið á Babel, Liver með horn

20.44 Hutchison skallaði hornið frá og skallaði svo skotið frá Gerra í burtu, einni mínútu bætt við. Það verður kjúklingapasta í matinn. Torres með sendingu á Babel, gott skot í fjær og 1-0, fínt mark

20.47 Hálfleikur, nú verður gert smá hlé á meðan ég tek til við kjúklingapastað

21.04 Seinni byrjaður, engar skiptingar, ég tafðist örlítið því ég var að klára núðlusúp.... nei ég meina kjúklingapastað

21.08 Pennant með 5 metra sendingu á Gerra sem fór reyndar í aðra átt og á einhvern Luton kall

21.09 Pennant með fyrirgjöf á Crouch sem skallaði á Gerra sem skallaði í markið, svona klafslegt en telur

21.11 Crouch renndi sér á stöngina, honum fannst það ekki gott held ég

21.13 Torres með skot yfir, þrjú horn í röð hjá Liver, það á að vera víti

21.14 Fengu ekki vítið en Gerri með horn á Hyypia sem skoraði, 3-0, það er heldur farið að halla undan fæti hjá Luton, skiptingar á leiðinni, vonandi Torres og Gerri útaf

21.16 Gerri með skot í Crouch, Crouch er þá búinn að verja tvö góð skot og renna sér á stöngina, honum er sennilega illt

21.18 Slakt hjá Torres, einn Luton kallinn kom honum einum innfyrir en Fernando var allt of lengi að dunda sér við að taka boltann niður, varð ekkert úr því

21.20 Var að fá skemmtilegt komment frá Unu Matthildi, hún er hluti af uppáhalds fjölskyldunni minni á Ólafsfirði, Eggert, Hafdís, Heiða Kristín, Una Matthildur og Friðrik Hermann eru toppfólk, ég var helling þar á Leifturstímanum, eiginlega mitt annað heimili í 6 ár. Spurning um að fara með minime í smá roadtrip í sumar í fjörðinn

21.23 Gerri að skora 4-0, 66 búnar, það var einhver skipting þarna sem ég missti af, best að tékka.

21.24 Kuyt fyrir Crouch var það víst, einhver fyrir einhvern hjá Luton

21.26 Ég veit ekki hvernig Kuyt ætlaði að skora utanfótar með hægri, vinstra megin við markteiginn og boltinn eiginlega í kyrrstöðu, markmaðurinn höndlaði þetta allavega. Hyypia að fá sér gult spjald fyrir að hlaupa einn niður, klókt í ljósi þess að staðan er 4-0, best að leiðrétta það, Gerri með gott skot, 5-0. Það sem er hins vegar verra er að Torres var að meiða sig. Gerri að fara útaf fyrir Leiva, sýnist Torres alveg vera til í að fara útaf líka

21.30 Jebbs, hann fékk að hvíla sig, Aurelio inná fyrir hann, fínt fyrir Hutchison að fá þá Babel fram. Fínt run hjá Babel og Kuyt með skot í hendina á einum, ekki víti samt, allavega ekki dæmt.

21.31 Talbot er töluvert betri en Pennant, er reyndar ekki kantari en miðað við hvernig Pennant verst þá er hann það hvort eð er ekki heldur, verst að Luton myndi ekki einu sinni vilja skipta þó Liver borgaði launin fyrir þá báða

21.34 Ég veit ekki hvað kom fyrir skottæknina hjá Riise, hann hefur ekki hitt markið síðan á síðasta tímabili

21.37 Tíu mínútur eftir, Kuyt skoraði en það voru svona 30 sekúndur síðan hann var flautaður rangstæður, vantar núna bara 5 mörk á síðustu 10 til að spáin mín rætist. Pennant vann annars næstum því boltann áðan, Kuyt tók síðan boltann af Lucas í þessu líka fína skotfæri, boltinn útá kant og Kuyt síðan með skalla framhjá, Liver eru merkilegt nokk búnir að vera betri í þessum leik, ekki hægt að segja það sama um fyrri leikinn

21.41 var ekki búinn að taka eftir því en markmaðurinn hjá Luton tekur ekki útspörkin, vinstri bakvörðurinn kemur og tekur þau, þetta er orðið afar sjaldgæft, reyndar tók ég stundum útspörkin á Raufarhöfn, það sem kannski var sjaldgæfara var að ég kom til baka og tók þau líka í leiknum þegar ég var senter

21.48 Þetta er að klárast, endar 5-0 fyrir liver og frekar þægilegur seinni, ég þarf hins vegar að taka til við þriðju seríuna af so you think you can dance aftur, á tæplega helming eftir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband