Færsluflokkur: Kvikmyndir
Merkilegt að kveikja á rúv og finna eitthvað áhugavert, erum að horfa á söngdagskrá í tilefni af afmæli Ellu Fitzgerald, kveiktum akkúrat þegar þátturinn var a byrja.
Fórum á Avatar áðan, alvöru bíómynd. Fíla svona 3D myndir, sýnir hvað hægt er að gera ef menn hafa nóg af cash money og nægan tíma.
Hlakka til að verða svangur allan janúar eftir jólasteikurnar, búin að vera afar góð jól.
Já og Idol byrjar aftur í janúar, good times
Kvikmyndir | 27.12.2009 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þá hefði ég verið að horfa á mynd sem heitir Juno.
Skemmtileg mynd eða eiginlega bara stórskemmtileg. Kann vel við myndir þar sem ekkert sérstaklega mikið gerist en gerist samt.
Var að sjá að Jason Reitman,leikstjóri thank you for smoking gerði þessa, kemur ekki á óvart, sú mynd var vel góð líka. Var að tékka aðeins, Ellen Page, sem leikur í ReGenesis, var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leikinn og myndin var tilnefnd sem besta myndin, þessi mynd er svona tólf sinnum betri en no country for old men. Leikstjórinn var tilnefndur en myndin vann síðan fyrir handrit, það var enda mög gott.
hér er smá úr myndinni...
Kvikmyndir | 6.4.2008 | 20:39 (breytt kl. 20:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er klárlega Road House, ein vanmetnasta B-mynd sögunnar
Patrick Swayze með krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 6.3.2008 | 13:14 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þá væri ég að horfa á No country for old men aftur. Mér finnst hún jafn léleg í annað skiptið.
Viðtöl við sumarfólkið hefjast á morgun, gott stöff
Hlakka til helgarinnar, bókamarkaður í Perlunni, good times.
Nýja íbúðin er góð, reyndar ekkert TV en ég er svo lítið fyrir það hvort eð er.
Kvikmyndir | 28.2.2008 | 00:29 (breytt kl. 00:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þá væri ég að horfa á Rambo.
Sæll, grafíska ofbeldið! Ég held að það sé meira sýnt af limlestingum í þessari mynd en öllum topptíu hrollvekjulistanum sem ég horfði á. Þessi mynd ætti að vera bönnuð innan svona 65 ára.
Ágætis mynd samt
Kvikmyndir | 25.2.2008 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá væri ég að horfa á Hairspray. Jamms, dans og söngvamynd. Hún er samt helling skárri en draslið sem ég byrjaði á áðan, The game plan og He was a quiet man, sá korter af hvorri og henti þeim báðum. Ekki það að hairspray sé merkileg mynd en á meðan þetta blessaða handritshöfundaverkfall er í gangi þá er lítið annað að horfa á.
Tókst annars að festa mig á jafnsléttu áðan, eða næstum því, ný dekk allavega í fyrramálið.
Þægilegt með facebook annars hvað fólk getur sett inn af myndum, sniðugt fyrirbæri facebook.
Kvikmyndir | 28.1.2008 | 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
væri ég heima að horfa á Lions for lambs. Heill haugur af stórleikurum í þessari mynd. Ég hefði sem sagt nýtt áramótatímann í að ná í þessa mynd og no country for old men og tek hana eftir lions for lambs.
Áramótin voru afar góð, eins og landsmenn vita þá kom skyndilega logn í cirka klukkutíma um hálf tólf. Við rukum þá út með flugeldana og skemmtum okkur konunglega. Minime leiddist það ekki mikið og reyndar ekki mér heldur. Fyrr á gamlársdag horfðum við saman á Karate Kid, snilldarmynd sem Aron Freyr hafði afar gaman af. Hann eyddi síðan stórum hluta dagsins í að æfa bóna bíl, pússa gólf, mála grindverk og hús æfingar, kranasparkið var erfiðara en það kemur með æfingunni.
Kvikmyndir | 1.1.2008 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eftir að ég horfði á topptíuhrollvekjulistann datt mér í hug hvort einhver hefði annars konar lista fyrir mig til að horfa á.
Einu skilyrðin eru að það þarf að vera eitthvað þema eða samhengi í listanum og þetta má ekki vera allt stöff sem ég hef séð áður.
Listinn þarf að vera lengri en fimm myndir og helst ekki mikið fleiri en tíu.
Svo lengi sem einhver setur svona lista inn þá skal ég horfa á hann, jamms ég hef lítið að gera þessa dagana ef einhver var að velta því fyrir sér
Kvikmyndir | 28.11.2007 | 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kvikmyndir | 28.11.2007 | 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Best að taka til við toppmyndirnar, eins og glöggir lesendur síðunnar(lesist:áttmenningarnir, yfirleitt kallaðir G8) vita þá sleppi ég Shining að þessu sinni en tek inn Poltergeist sem varamynd, eftir meðmæli frá hrollvekjuMaju.
17.27 Poltergeist fyrst, ekkert blogg á meðan myndinni stendur en eðlilega komment að henni lokinni, búið að slökkva ljósin, here we go
19.27 Þetta var dáldið hressandi, fannst myndin alveg þokkaleg framan af en síðasti hálftíminn var frekar góður, held svei mér þá að hún fari á toppinn, þetta var allavega fyrsta skiptið sem mér brá eitthvað af viti. 1.Poltergeist 2.Omen 3.Texas Chainsaw 4.Hostel 5.Nightmare on Elm Street 6.Ringu 7.Hellraiser 35.It
19.30 Tvær eftir, reyndar bíða Denny Crane og Alan Shore eftir mér, miðvikudagur skiljiði en best að sýna aga for once og taka til við Halloween, Michael Myers og Jamie Lee Curtis, sem vel á minnst er eitt fyrsta milfið sem ég man eftir frá því að ég var yngri
19.50 Tafðist aðeins, er að byrja á Halloween. by the way, hvenær ætli nýjasta tölublað Vikunnar komi út
21.48 allt að gerast, Halloween var eiginlega betri en poltergeist þrátt fyrir að það hafi farið dáldið í taugarnar á mér hvað Jamie Lee var mikið majones við að ganga frá bróður sínum. Engu að síður þá var þessi mynd í gangi allan tímann, það var lítið um óþarfa stöff. Besta myndin so far og Exorcist eftir, ekki slæmt það.
Staðan að loknum níu myndum af tíu er því 1.Halloween 2.Poltergeist 3.Omen 4.Texas Chainsaw Massacre 5.Hostel 6.Nightmare on Elm Street 7.Ringu 8.Hellraiser og að lokum 36.It
Best að byrja á The Exorcist stundvíslega klukkan tíu, það er happa, komment um Exorcist og almennar pælingar um þessa þrjá daga þá einhvern tímann rétt eftir tólf, until then
00.27 Búinn með þessar tíu myndir. Exorcist bar af, reyndar verð ég að segja að mér fannst hún virkilega góð. Maja, minntu mig á næst þegar við tökum saman áramótavakt að þá getum við horft á hrollvekjur allan tímann, skulum segja að ég sé kominn á bragðið.
Þessar myndir voru dáldið mikið misjafnar, frá því að vera mjög góðar eða góðar(Exorcist,Poltergeist,Omen,Halloween, Texas Chainsaw Massacre) í það að vera alveg þokkalegar (Hostel,Nightmare on Elm Street,Ringu) í það að vera hálf daprar(Hellraiser) niður í það að fara í taugarnar á mér(It). Ef til vill eðlilegt þar sem að þetta eru myndir sem gerðar voru á mismunandi tímum.
En þar sem tilefni þessa áhorfs var að skoða tíu bestu hrollvekjur allra tíma þá þarf ég að skila af mér sambærilegum lista. Ég velti þessu dáldið fyrir mér og breytti örlítið út frá fyrri upptalningu minni. Án þess að pæla neitt í því hvort þetta séu í raun allt hrollvekjur eða hvort einhverjar myndir hafa vantað á þennan lista þá er listinn eftirfarandi(ég má nota Poltergeist af því að Maja sagði að hún ætti að vera á listanum)
1.Exorcist
2.Shining
3.Omen
4.Texas Chainsaw Massacre
5.Halloween
6.Poltergeist
7.Hostel
8.Nightmare on Elm Street
9.Ringu
10. Hellraiser
af lista:It
Þrátt fyrir að hafa horft á 10 hrollvekjur á þremur dögum þá held ég mig ekki hafa borið neinn sérstakan skaða af, var reyndar að pæla í því á mánudaginn af hverju ég ætlaði að gera þetta, leist eiginlega ekki á þetta enda hingað til verið lítið fyrir hrollvekjur, þetta var hins vegar alveg ágætt.
Þar sem að ég hef ekki gert neitt í skólaverkefninu mínu sem á að skila kl þrjú á morgun að þá er best að hætta að blogga.....
og fara að horfa á Denny Crane og Alan Shore
Kvikmyndir | 14.11.2007 | 17:31 (breytt 15.11.2007 kl. 00:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |