Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ofarlega á lista

yfir eitthvað sem ég nenni ekki að standa í er að vera andvaka. Er á leið á fund á þeim furðulega tíma kl 8 þannig að það er þá eftir rúma 5 tíma. Ef niðurhal væri löglegt þá ætti ég þó Shark og eitthvað til að horfa á og væri nýbúinn að klára Love Actually. Afar þægileg mynd annars og hæfir kannski árstíðinni ágætlega.

Jólahlaðborð í vinnunni eftir tvær vikur og síðan tekur afbragðsmánuðurinn desember við. Yfirleitt eitthvað skemmtilegt sem gerist þá, verður væntanlega engin undantekning þar á nú.

Best að einbeita sér að Shark


2 mánuðir í Idol

Best að setja eitthvað hérna inn víst það eru bara tveir mánuðir í Idol, I´m giddy

Daughtry-Hemorrhage

Daughtry-Higher Ground

Carrie og Rascal Flatts-God bless the broken road

eðlilega þarf að vera eitthvað með Kelly Clarkson líka, höfum það A moment like this fyrir Guðnýju Höllu, I surrender og síðan Natural woman

bónus-fyrsta skiptið hjá Clarkson í Idol

Enda samt á besta audition-i ever, jamms ég veit að ég er rúmlega 26 ára en ég hef samt horft á þetta svona 50 sinnum


NEMA ljóð og sögur

best að setja inn eitt ljóð frá Ernu

Draumur

Í nótt dreymdi mig

              að ég væri mamma mín

       og ég stóð við altarið

   í Akureyrarkirkju

             og var að fara að giftast pabba.

En svo þegar við áttum að skiptast á hringum

                       fór allt í hund og kött

     því hringarnir pössuðu ekki

                          og við fórum að rífast.

Hringurinn hans pabba var of lítill

                og hringurinn minn var of stór

  en í stað þess að kenna gullsmiðnum um

                         þá ásökuðum við hvort annað

        fyrir að vera með asnalega fingur.


Trúður í kvöld kl 21.30 á Rúv

klovn3

ekki missa af uppátækjum þeirra félaga


Hrollvekjudagbók 14.11.2007

Best að taka til við toppmyndirnar, eins og glöggir lesendur síðunnar(lesist:áttmenningarnir, yfirleitt kallaðir G8) vita þá sleppi ég Shining að þessu sinni en tek inn Poltergeist sem varamynd, eftir meðmæli frá hrollvekjuMaju.

17.27 Poltergeist fyrst, ekkert blogg á meðan myndinni stendur en eðlilega komment að henni lokinni, búið að slökkva ljósin, here we go

19.27 Þetta var dáldið hressandi, fannst myndin alveg þokkaleg framan af en síðasti hálftíminn var frekar góður, held svei mér þá að hún fari á toppinn, þetta var allavega fyrsta skiptið sem mér brá eitthvað af viti. 1.Poltergeist 2.Omen 3.Texas Chainsaw 4.Hostel 5.Nightmare on Elm Street 6.Ringu 7.Hellraiser 35.It

19.30 Tvær eftir, reyndar bíða Denny Crane og Alan Shore eftir mér, miðvikudagur skiljiði en best að sýna aga for once og taka til við Halloween, Michael Myers og Jamie Lee Curtis, sem vel á minnst er eitt fyrsta milfið sem ég man eftir frá því að ég var yngri

19.50 Tafðist aðeins, er að byrja á Halloween. by the way, hvenær ætli nýjasta tölublað Vikunnar komi út

21.48 allt að gerast, Halloween var eiginlega betri en poltergeist þrátt fyrir að það hafi farið dáldið í taugarnar á mér hvað Jamie Lee var mikið majones við að ganga frá bróður sínum. Engu að síður þá var þessi mynd í gangi allan tímann, það var lítið um óþarfa stöff. Besta myndin so far og Exorcist eftir, ekki slæmt það.

Staðan að loknum níu myndum af tíu er því 1.Halloween 2.Poltergeist 3.Omen 4.Texas Chainsaw Massacre 5.Hostel 6.Nightmare on Elm Street 7.Ringu 8.Hellraiser og að lokum 36.It

Best að byrja á The Exorcist stundvíslega klukkan tíu, það er happa, komment um Exorcist og almennar pælingar um þessa þrjá daga þá einhvern tímann rétt eftir tólf, until then

00.27 Búinn með þessar tíu myndir. Exorcist bar af, reyndar verð ég að segja að mér fannst hún virkilega góð. Maja, minntu mig á næst þegar við tökum saman áramótavakt að þá getum við horft á hrollvekjur allan tímann, skulum segja að ég sé kominn á bragðið.

Þessar myndir voru dáldið mikið misjafnar, frá því að vera mjög góðar eða góðar(Exorcist,Poltergeist,Omen,Halloween, Texas Chainsaw Massacre) í það að vera alveg þokkalegar (Hostel,Nightmare on Elm Street,Ringu) í það að vera hálf daprar(Hellraiser) niður í það að fara í taugarnar á mér(It). Ef til vill eðlilegt þar sem að þetta eru myndir sem gerðar voru á mismunandi tímum.

En þar sem tilefni þessa áhorfs var að skoða tíu bestu hrollvekjur allra tíma þá þarf ég að skila af mér sambærilegum lista. Ég velti þessu dáldið fyrir mér og breytti örlítið út frá fyrri upptalningu minni. Án þess að pæla neitt í því hvort þetta séu í raun allt hrollvekjur eða hvort einhverjar myndir hafa vantað á þennan lista þá er listinn eftirfarandi(ég má nota Poltergeist af því að Maja sagði að hún ætti að vera á listanum)

1.Exorcist

2.Shining

3.Omen

4.Texas Chainsaw Massacre

5.Halloween

6.Poltergeist

7.Hostel

8.Nightmare on Elm Street

9.Ringu

10. Hellraiser

af lista:It

Þrátt fyrir að hafa horft á 10 hrollvekjur á þremur dögum þá held ég mig ekki hafa borið neinn sérstakan skaða af, var reyndar að pæla í því á mánudaginn af hverju ég ætlaði að gera þetta, leist eiginlega ekki á þetta enda hingað til verið lítið fyrir hrollvekjur, þetta var hins vegar alveg ágætt.

Þar sem að ég hef ekki gert neitt í skólaverkefninu mínu sem á að skila kl þrjú á morgun að þá er best að hætta að blogga.....

og fara að horfa á Denny Crane og Alan Shore


Hrollvekjudagbók 13.11.2007

20.34 ok, er að byrja á Texas Chainsaw Massacre, lofaði að blogga ekki á meðan, er búinn að slökkva ljósin, koma svo

21.58 þetta var reyndar betra, nokkuð góð mynd verð ég að segja, allavega nokkur atriði þar sem manni brá aðeins, varla hægt að ætlast til þess að þetta meiki allt sens en myndin þjónar sínum tilgangi. Ef hún hefði verið gerð dáldið seinna þá hefði annað hvort parið sett áður en að drápin byrjuðu, sem vel á minnst var eftir um 35 mínútur eða svo. Þessi fer allavega ofarlega á listann, skulum segja að staðan sé samt ennþá þannig að Omen sé í fyrsta og Texas Chainsaw í öðru, Hostel þá í þriðja og Hellraiser í fjórða, við þessa breytingu færist þá It niður í tuttugasta og fimmta sæti af þeim myndum sem ég ef séð síðustu tvo daga.

22.04 Tek til við Ringu eftir örskamma stund, uppfærður listi þá að henni lokinni

23.40 búinn með Ringu, hún er ekkert spes. Kvikmyndahöfundarréttasamtök væntanlega ekki hrifin af henni, maður er hólpinn svo lengi sem maður afritar og sýnir öðrum. Litlar breytingar á listanum eftir þessa, hún fer á eftir Hostel, eftir sex myndir er því staðan þannig 1.Omen 2.Texas Chainsaw 3.Hostel 4.Ringu 5.Hellraiser 26.It

er að melta það hvort ég eigi að horfa á Nightmare on Elm Street í kvöld, þarf eiginlega að horfa á hana til að ná að klára þetta á morgun. aftur eftir smá, ég lofa ða fara ekki að sofa fyrr en ég er búinn allavega að kommenta hér, svona fyrir þá sem ekki geta farið að sofa af spenningi yfir því hvað mér finnst um myndirnar.

00.14 no worries, ég er hér ennþá, byrja á Nightmare eftir smá stund, stenst eiginlega ekki að horfa á myndina svona rétt áður en ég fer að sofa, meira síðar

02.12 þá er martröðin í álmstræti búin, mér fannst hún reyndar alveg ágæt framan af, svona þangað til að hún breyttist í home alone, veit eiginlega ekki hvað annað ég á að segja um hana.

Listinn eftir þessar þrjár myndir er þá víst eftirfarandi 1.Omen 2.Texas Chainsaw Massacre 3.Hostel 4.Nightmare on Elm Street 5.Ringu 6.Hellraiser 34.It  

Allavega þá eru sjö myndir búnar af þessum ágæta lista, klára hann á morgun með Halloween, Exorcist og Poltergeist, nenni ekki að horfa á Shining aftur. Kvöldið annars ágætt en eina myndin sem ég myndi mögulega nenna að sjá einhvern tímann aftur er Texas Chainsaw Massacre, hún bar af í kvöld. Best að sofna yfir tv, auf wienerschnitzel


Vinna vinna

Verð víst að vinna til að verða sjö og fer þá í Pilates, verður sennilega ágætt enda er ég ónýtur eftir fótboltann á sunnudaginn, veit ekki af hverju í ósköpunum ég var að hlaupa helling þar, mun gæfulegra að standa og skipuleggja, svona eins og Jan Mölby. Virðist ekki hafa borið neinn skammtímaskaða af myndum gærdagsins, nema hvað ég er ennþá pirraður yfir því að It var 3 tímar, þvílík sóun, hef sennilega ekki orðið jafn pirraður eftir mynd síðan ég sá Star Wars, episode 2.

Strax eftir Piratos fer ég heim og tek til við listann á nýjan leik. Byrja á Texas Chainsaw Massacre, síðan Ringu og loks Nightmare on Elm Street, allavega ef tími vinnst til. Hlakka dáldið til að sjá Texas Chainsaw, maður hefur heyrt um hana síðan Köben brann en einhvern veginn aldrei horft á hana, dáldið eins og Psycho með sturtuatriðið. Hlakka minna til að sjá Ringu, er búinn að sjá usa útgáfuna og fannst hún ekkert spes, talað um að þessi sé miklu betri, við sjáum til. Veit ekki alveg hvað mér finnst um Nightmare on Elm Street, veit reyndar ekki heldur af hverju ég er ekki búinn að sjá hana. Verður allavega skondið að sjá Freddy Kruger í ljósi þess að Robert Englund/Freddy bregður fyrir í Ford Fairlane, sem var ekki hrollvekja, verður samt varla verri en It.

Er annars búinn að tékka á tímanum á öllum myndum kvöldsins, þær eru allar með þennan eðlilega bíómyndatíma þannig að það ætti ekki að gera mann geðveikan. Held annars að hrollvekjudagbókin mín frá því í gær sé lengsta bloggfærsla sem ég hef séð, veit ekki hvort það getur verið gott, blogg á almennt ekki að vera jafn langt og símaskráin


Hrollvekjudagbók - 12.11.2007

Hostel er fyrst, Tarantino kom að myndinni, hef ekki séð þessa áður

Hostel

16.38 Einhver náungi að blístra, sýnist hann vera að hreinsa eitthvað

16.39 Skólastrákar að spjalla, ætla samt ekki að skrifa um hverja mínútu en fannst mikilvægt að kommenta á fyrstu mínútu þessarar ágætu viku. Einhvern veginn er ég ekki pottþéttur að allir þessir strákar lifi myndina af. Gaukurinn sem er að setja á lettinu og tók mynd af því lifir þetta allavega ekki af

16.43 Skuggamyndakynlíf, það er jafn gott að koma því að víst þetta er hvort eð er bannað innan 300 ára

16.45 Leikarar úr Men in trees og Six degrees leika í þessair mynd, meira kynlíf, ætli þessi mynd sé líka á einhverjum nektarlista, þetta fer sennilega að versna úr þessu.

16.49 Verið að senda þá á eftir einhverjum stelpum til Bratislava, hljómar spúkí, kannski af því að ég veit að þetta er víst hrollvekja, ekki verið neina drungaleg hrollvekjutónlist ennþá samt, það kemur sennilega, best að einbeita sér að myndinni, meira síðar

17.01 Enginn dauður ennþá en það er farið að dimma, eitthvað spúkí að fara að gerast geri ég ráð fyrir

17.05 klassískt jinx, þeir ætla að senda bréf og þakka gauknum sem sendi þá þangað og líka að þetta sé svo skemmtilegt að þeir ætli aldrei að fara þaðan

17.11 fyrsta staðfesta dauðsfallið, Íslendingurinn að sjálfsögðu, stuðboltinn, naglaklippur næst eða ætti maður að segja táklippur, spái því að það líði ekki 33 mínútur í næsta andlát

17.20 "I always wanted to be a surgeon"

17.24 "we are going to the spa" Deja Vu all over again eins og Yogi Berra myndi víst segja

17.26 Eitt sem ég fatta ekki alveg, það eru búnar fimmtíu mínútur og eiginlega bara einn eftir, hmm þetta gætu orðið leiðinda 40 mínútur fyrir hann

17.42 Það er betra að passa sig á hálkunni, pang

17.44 Það er alveg nýtt level af óþrifnaði þarna

17.51 Það er slatti af fólki að vinna þarna greinilega og þessi fínasta aðstaða fyrir viðskiptavini að skipta um föt

18.01 Lestar geta greinilega verið varasamar, reyndar kannski ekki von að Kana hafi ekki séð hana almennilega

18.04 Elite hunting

18.05 Búið, alveg ágæt mynd þrátt fyrir dáldið blóð. Smá söguþráður og engin ofurillmenni heldur mannvonska. Geðheilsunni ekki ógnað af þessari allavega.

Hellraiser næst, það er eitthvað á djöflanótum og stöff. Hef ekki séð þessa heldur

Hellraiser

18.14 Mun dramatískari tónlist í innganginum á Hellraiser, spái því að fyrsta andlát komi fyrir 38. mínútu í þessari

18.16 ljósin eru reyndar kveikt hérna inni, er það kannski svindl?

18.17 Ouch, þetta er leiðinda box sem hann fékk þarna í byrjun

18.18 Það eru alveg liðnar 4 mínútur og komnir önglar og keðjur og stöff, smá púsl reyndar líka

18.21 Pöddur í eldhúsinu, yuck

18.23 Konan að gramsa í einhverjum vafasömum myndum, hún verður held ég varla langlíf, svona dulbúin refsing fyrir að skoða myndir sme hún átti ekki. Henni líst samt svona vel á húsið

18.24 Dýna upp stiga, "pivot" "pivot" hefði getað verið dáldið eins og sófiuppstigasenan í friends en þeir tóku pásu til að fá sér bjór

18.26 Trúartákn út um allt, eitthvað djöfullegt væntanlega handan við hornið, hver hendir annars dósabjór til næsta manns, það gaus samt held ég ekki

18.30 Konan að hugsa til baka til Franks, þau kynntust greinilega eitthvað og það er núna að rifjast upp fyrir henni, kynlíf í þessari mynd líka en ekki jafn grafískt og í síðustu mynd, samt ákveðið þema að koma þessu í myndirnar. Hmmm, blóðdroparnir sogast inní plankana, þetta er rakadrægt timbur greinilega

18.34 Þessi mynd er af dáldið öðrum toga en Hostel, nú er einhver fígúra að koma uppúr timburgólfinu og rotturnar eru smeykar,

18.37 þessi mynd er frá ´87 þennig að beinagrindarsenan átti sennilega að vera ógnvekjandi, var það eiginlega ekki. Ætli það hafi verið mistök að horfa fyrst á Hostel? svona uppá ofbeldissýnileika, sjáum til.

18.39 Beinagrindin skreið í áttina að henni, verð að segja að Frank leit betur út þegar hún var að hugsa til baka, hana langaði allavega mun minna í hann núna

18.41 ok, hún þarf sem sagt blóð til að "lækna" Frank. Er að reyna að átta mig á því á hvað nýja lookið hans Frank minnir mig á, þetta er svona einhvers konar sambland af geimverunum í X-Files og gauknum sem var geymdur með ilmspjöldunum í Seven

18.44 ok, hún ætlar sem sagt að hjálpa honum, það kemur væntanlega í ljós síðar af hverju í ósköpunum hún nennir að standa í því, varla eingöngu af því að hún kunni svona gríðarlega vel við þeirra síðustu kynni

18.48 hún búin að veiða einhvern heim af barnum, hann gerði líklega ráð fyrir annars konar meðferð en hann fær núna, þessi mynd er dáldið spes verð ég að segja, veit ekki hvort það er bara út af hárgreiðslunni hennar, held ekki samt

18.51 þá fær Frank næsta skammtinn sinn á meðan hún fer inná bað til að skola aðeins af sér. Frank er allur að koma til eftir þennan skammt, hún fer þá væntanlega í að ná í meira en ekki fyrr en að hann er aðeins búinn að koma við hana, lítur nú út eins og Robbie Williams í lokin á vídeóinu þar sem hann fer alltaf úr meiru og meiru og endar sem lítið meira en beinagrind

18.56 Var að fatta eitt, það liðu 36 mínútur áður en fyrsta formlega fórnarlambið týndi líftórunni það er bara 2 mínútum fyrr en í Hostel, verð að segja að ég hafði meira gaman af fyrstu 30 mínútunum í Hostel en þessari

18.58 Einhver dúddi að éta pöddur í gæludýraverslun en stelpuna var svo bara að dreyma, í þeim tölðu orðum nær konan í meira efni til að endurbyggja Frank, dramatísk tónlist í kjölfarið og konan með svipbrigði, það er að verða full mikið af henni að sýna svipbrigði. Frank er að verða heilsteyptari en er samt að reykja, veit hann ekki að reykingar eru hættulegar?

19.01 smá sýnishorn af því sem gerist þegar maður opnar boxið, önglar aftur og meira blóð

19.04 það er möguleiki að ég sé búinn að missa af því að hafa gaman af þessari mynd, finnst þetta einhvern veginn allt frekar sérkennilegt

19.06 Maðurinn hennar skyldi ekkert í þessu, eina mínútuna heimtaði hún að þau færu inní herbergi að sofa hjá en næstu mínútuna vildi hún ekki neitt, hann ætti að vera orðinn nógu gamall til að vita að þetta er ekki algjörlega óþekkt fyrirbæri, kannski heldur óvenjulegra að Frank hafi staðið við endann á rúminu að flá rottu en samt

19.09 Dóttirin er að njósna um þau, þau geta varla ætlað með hana í endurvinnsluna

19.11 "It´s uncle Frank, come to daddy"

19.13 eitthvað held ég samt að hún eigi eftir að sjá eftir því að hafa hirt þetta box með sér

19.14 Þetta box er jafnvel leiðinlegra en annað box af svipaðri stærð, Rubik´s teningurinn

19.22 Það er frekar morkið þegar myndir eru fyrirsjáanlegar, það var ágætis sena í tenglsum við herbergið hennar á sjúkrahúsinu en mér fannst hún eiginlega samt ekki spennandi af því að það var vitað að ekkert kæmi fyrir stelpuna, meira af konunni að hugsa til baka til samverustunda með Frank, ég er almennt fylgjandi svona senum skiljiði en þettta er eiginlega að verða þreytandi svona í ljósi þess sem er annars að gerast í myndinni

19.25 Hey kúl, svona face/off sena, "Frank is gone"

19.27 Fígúrurnar þrjár gætu alveg verið karakterar af geimkaffihúsi í Star Wars, stelpan nú að fatta að Frank tók Face/Off trixið, hann er ekki sáttur"so much for the cat and mouse shit" konan endaði þá í endurvinnslunni, það kom ekki mikið á óvart að hún entist ekki alla myndina

19.32 Ein skemmtileg bregðsena með lirfum, verst að mér brá ekki, þessi mynd er öll að koma til en ég held að fyrstu 30-40 mínúturnar hafi eiginlega skemmt hana fyrir mér

19.34 Keðjur og önglar, Frank er í bobba sýnist mér, svona heldur óhugnanleg sena verður að segjast alveg eins og er"Jesus wept" það er allavega húmor í frösunum

19.40 Þessar fígúrur úr wannabe rubiks teningnum eru ekki allt of öflugar þegar kemur að því að ná stelpunni, best samt að henda teningnum á eldinn nema kannski þegar flugfígúra úr jurassic park kemur og tekur hana

19.43 "what´s your pleasure sir"

19.44 Búið, þessi mynd var heldur verri en Hostel, reyndar meira af svona klassískum hrollsenum en fyrri hlutinn eyðilagði hana, fyrir mér allavega. Þokkaleg mynd samt á endanum, kannksi er þetta svona eitthvað sem þarf að vera myrkur þegar maður horfir á og manni má augljóslega ekki finnast þetta of ótrúverðugt í byrjun, allavega ekki alslæmt en geðheilsan er ennþá nokkuð góð bara.

19.59 Stephen King´s It er næst, er samt dáldið svangur, er óeðlilegt að langa alveg eins í Spaghetti Bolgnese núna? ég væri allavega alveg til í það, sennilega merki um að ég er ekki of illa farinn af þessum tveimur myndum sem komnar eru, reikna með It enn betri en þessum tveimur, sagan verður allavega áhugaverð, ég er ekki búinn að sjá hana heldur, here we go

Stephen King´s It 

20.04 Crap, It er 3 tímar, myndir eiga aldrei að vera meira en tveir tímar, nema reyndar að virkilega virkilega góð ástæða sé fyrir því, ég verð að treysta á Stephen King

20.06 Trúður í þvottinum sem verið er að þurrka, hann er líklega ekki alltaf jafn vingjarnlegur, úbbs nei, hann var það víst ekki, bara brúðan eftir

20.08 "I´m the cop, you´re the librarian" minnir mig dáldið á bók eftir King, Bókasafnslögguna, sem endar á einhverju furðulegu grænu skrímsli, vona að þessi endi ekki jafn furðulega, ég henti þeirri bók næstum í vegginn. Ég hef annars einu sinni orðið hálf smeykur af því að lesa bók, þegar ég var að lesa American Psycho þá þurfit ég nokkrum sinnum að leggja hana frá mér, það var svona nett scary stöff

20.15 Trúður í ræsi, King er dáldið að nota börn í bókunum sínum, það þora því eiginlega ekki aðrir en sbr. Shining þá koma þau reglulega fyrir, þessi mynd er ekki búin að vera í gangi nema í nokkrar mínútur og þetta er gott stöff, nett óþægilegt eitthvað, líka dáldið creapy þegar foreldrarnir eru ekki til taks að hjálpa 

20.19 Smá tímaflakk, konan hans Bill er reyndar dáldið brún, Bill stamar því þó út úr sér að hún megi ekki elta hann, óþarfa sena nema ef hún á að elta hann eða koma fyrir seinna, best að spá því þá að hún poppi upp síðar

20.23 John Ritter er fínasti gamaneikari, hér er hann þó ekki í gamanhlutverki. Hann leikur Ben

20.31 bondingsena hjá þremur strákum, afar svipað stand by me, sem reyndar er líka eftir Stephen King

20.35 Næst í kyningarröðinni er Bev, man ekki hvaða leikkona þetta er en hún er svona that guy, best að tékka

20.38 hmm, ok hún heitir Annette O´Toole og lék m.a. í Superman 3, verst að það er sennilega þaðan sem ég man eftir henni(er frá´83), merkilegt miðað við að ég er fæddur ´81

20.40 það eru búnar þrjátíu og eitthvað mínútur og það er ekki séns að þessi kynning a karakterum hefði þurft að taka meira en korter, það er svona lopateygjur sem verða þess valdandi að myndir verða 3 tímar+

20.44 Mér segir svo hugur að Stand by me frá ´86 hafi dáldið verið fyrirmyndin að þessum fyrstu 40 mínútum í It frá 1990, það kom lag áðan, " it´s all right, have a good time, it´s all right" af hverju notuðu þeir bara ekki "won´t you stand by me, ohh stand by me" það hefði einfaldað þetta

20.48 Nú fáum við að kynnast Eddie, sem lítur dáldið út eins og Martin Short en er leikinn af Adam Faraizl, jamms hinum sama og lék síðar í Where the Red Fern Grows:part 2, hehe, hann er sennilega með ómerkilegustu imdb síðu sem ég hef séð frá því að ég sá mí... nei annars hann er eflaust fínn

20.52 Það hefði verið betra að kalla þessa mynd Stand By Me 2:Stand by you, the It factor

20.56 Af hverju er þessi mynd annars á hrollvekjulista, þetta er einhvern veginn meira svona sálfræðitryllir, nema reyndar hefur þetta ekki tryllt neitt ennþá

20.58 Þá fáum við að kynnast Richie, Ritchie yngri er annars leikinn af Seth Green úr Austin Powers(hinn sonurinn, ekki minime)

21.01 "together all the time" ok við vitum þá að þau verða ekki alltaf saman, þetta er annars að verða heimsins lengsti inngangur að ritgerð, reyndar dáldið eins og sögurnar mínar verða stundum, þ.e. hliðarsögur af hliðarsögunum

21.04 Þessi verður reyndar ekki búin fyrr en um ellefu en ég ætla samt að reyna að ná Omen í kvöld líka, sjáum til hvernig það fer, koma svo

21.05 Kynningarnar sem sagt búnar núna greinilega, tóku ekki nema klukkutíma, getum við þá farið að byrja á myndinni It eftir sögu Stephen King

21.13 Pennywise the clown, hendin á honum kemur uppúr bók núna, verð að segja að þessi hrollvekja hefur ekki vakið hjá mér neinn hroll, ekki slæm saga samt en það hefði mátt afgreiða þessa byrjun á rúmu korteri í stað 75 mínútna, " I wanna kill It, help me" það fer eitthvað sýnilegra að gerast núna, hefur aðallega verið talað um dauðsföll einhverra hingað til

21.17 Jebbs, við áttum víst eftir að kynna Stan, hann er leikinn af Richard Masur, sem síðar lék Craig í Forget Paris

21.20 Stelpan er langbest af þeim með teygjubyssu, teygjubyssa hefur ekki áður komið fram myndunum á hrollvekjulistanum, þau ætla að skjóta silfri í trúðinn með teygjubyssu, ef þið lesið þessi siðustu orð aftur þá hljóma þau ekki beint eins og að þau séu úr hrollvekju 

21.23 Ef hrollvekjur eiga að fá mann til að gleyma stað og stund þá er það ekki alveg að virka eins og er, ég finn allavega hressilega fyrir því hvða ég er stífur eftir fótboltann í gær, ég var í rúman klukkutíma og hljóp allt of mikið greinilega því ég er búinn að vera í skrokknum eins og að fíll hafi labbað yfir mig í gær.

21.27 Nú var loksins einn hrekkjalómurinn frekar illa tekinn, þetta var allavega fyrsta senan sem líktist á einhvenr hátt hrollvekju, skelfingarsvipur allavega á honum, í þeim töluðu orðum sogast annar hrekkjalómur inní rör, er þetta þá í og með svona verndartrúður? gerði allavega síðasta hrekkjalóminn gráhærðan og tók hann svo

21.34 Þau spreyjuðu asmaúða á trúðinn og skutu svo silfri á hann með tegjubyssunni, það var nóg til að það komljós uppúr hausnum á honum og hann lét sig hverfa oní ræsi, já ok, nú er fyrsti hluti að verða búinn, örstutt hlé þá til að kveikja á kafla tvö, þau sverja þess öll dýran eið að koma aftur ef It er ekki dautt, kann ekki við að kalla það Það, það einhvern veginn passar ekki, reyndar gaman að skrifa síðustu setningu, ekki oft sem maður getur skrifað þrjú það í röð, næstum því jafn töff og að skrifa bóndinn á Á á á á fjalli, kafli eitt endar á því að Stan er dauður, hann var líka sá eini sem ekki samþykkti strax að hitta þau aftur.

21.50 kafli 2 hafinn, ákvað að elda í leiðinni, kjúklinganúðlur að þessu sinni, ekki slæmt það. Næ sennilega ekki að byrja á Omen fyrr en um hálf tólf, verst að ég fer alltaf að sofa fyrir tólf

22.01 Þetta var ágætis núðlusúpa, pera í eftirrétt, af hverju kom ég ekki við í sjoppunni áðan eða af hverju fer ég ekki í sjoppu núna, nenni því ekki, þarf auk þess að halda áfram til að klára Omen í kvöld, tek svo væntanlega Texas chainsaw, Ringu og Nightmare on elm street á morgun, það þýðir miðvikudag með Halloween, Poltergeist og Exorcist(Shining ef ég nenni, hef samt séð hana dáldið oft áður) Það eru ágætis lokamyndir fyrir þennan lista, hef reyndar séð poltergeist og halloween en það er rugl langt síðan, man ekkert eftir þeim

22.08 ok, þá er komið smá aksjón í þetta, reyndar kannski kominn tími til. svona eftir á að hyggja þá er þetta ekki sérlega mikið aksjón en það var svo lítið annað sem hefur gerst að smá trix veldur því að manni finnst vera hellingur að gera

22.12 Konan hans Bill að panta flug til að hitta þá, ég spáði þessu kl. 20.19

22.13 Gengið allt komið saman aftur(-Stan) þau ætla greinilega að takast á við Trúðinn saman, væntanlega klukkutími framundan sem skýrir það af hverju þessi mynd er númer átta á listanum yfir bestu hrollvekjurnar, þetta er reyndar alls ekki slæm mynd en er bara ekki að vekja hroll hingað til

22.16 Hey, þið sem eru sérfræðingar í hrollvekjum, af hverju er Saw ekki á listanum, ég hef reyndar ekki séð hana(eða réttara sagt neina þeirra) en hún varð allavega vinsæl, sama spurning á reyndar við um 28 days later líka, ég sá hana og fannst hún góð, hún var heldur meira í áttina að því sem ég hef hingað til skilgreint sem hrollvekju, nú spila þeir aftur "it´s all right, have a good time, it´s allright", víst ég er að pæla í þessu, af hverju ekki föstudagurinn þrettándi, ég sá fyrstu myndina(og reyndar númer tíu með Maju) og fannst hún góð, þ.e. mynd númer eitt. Var reyndar kannski af því að ég sá hana þegar ég var tólf ára en samt

22.20 trúðurinn í tunglinu, hehe ok nú ætlar Ritchie að stinga af, hann nennir þessu ekki, spái því að hann deyi þá næst, sayonara Ritchie

22.22 Alls konar stöff í kínversku spákökunum, Ritchie hættur við að fara, hvenær ætli konan hans Bill komi á svæðið, hún er allavega ofarlega á andlátslistanum

22.28 Það er þungt yfir hópnum, þau voru að frétta að Stan væri allur, hann hafði séð eitthvað þegar þau voru yngri sem hin höfðu ekki séð, nú eru blöðrur út um allt, hausinn á Stan að tala við þau úr ísskápnum, þetta er sennilega nóg til að setja myndina á hrollvekjulista, hefði kannksi mátt setja fleiri svona atriði á þessar 192 mínútur

22.37 Það er verið að frelsa einn af hrekkjalómunum, hann er ennþá með gráa háralitinn sem hann fékk fyrir þrjátíu árum þegar trúðurinn greip þá félaga þrjá

22.40 Nú eru þau öll að þakka Mike, hann hefði verið næstur á andlátslistanum ef konan hans Bill hefði ekki verið að mæta á svæðið

22.43 Ritchie aftur að stinga uppá því að þau stingi af, hann er sennilega fúll yfir því að vera ekki lengur efst á listanum, merkilegt því að konan hans Bill hefur ekki ennþá mætt á svæðið, hún ætti að birtast fljótlega

22.45 Best að splitta þá hópnum upp, þrír að fara hver í sitt herbergi, eins gott að það er ennþá einhver hjá Ritchie, Henry (hrekkjalómur) birtist þá og ræðst að sjálfsögðu á svarta manninn, hvernig gat ég sett einhvern fyrir ofan eina svarta manninn í hrollvekju, byrjendamistök

22.47 Nú vill Bev endilega sofa hjá John Ritter, þetta var síðan reyndar trúðurinn, ha, nú, meira að segja svarti maðurinn slapp held ég, Henry endaði á hnífnum sjálfur

22.50 Best að sjá hvort það gerist eitthvað í þessari mynd ef ég hætti að skrifa í smá stund, það er kannski happa

23.20 Æ come on, það er ekki breik að þetta se ein að tíu bestu hrollvekjum allra tíma, þetta er ekki einu sinni ein af tíu bestu hrollvekjum sem ég hef séð í kvöld og ég er bara búinn að sjá þrjár myndir

23.22 ok, best að fara yfir þetta, Stephen King´s It er sem sagt allt of löng mynd, hefði sennilega getað verið ágæt ef hún hefði verið 90 mínútur en maður veit það ekki því þessi ógurlegi tími fer smám saman í taugarnar á manni. Best að taka til við Omen

Omen

23.26 Það þarf augljóslega að brydda uppá nýjungum, ég er búinn að slökkva öll ljós. Ég sá Omen einhvern tímann fyrir löngu síðan, man ekkert eftir henni, þetta byrjar samt vel, það er sjötti júní og klukkan er sex. Ætla ekki að skrifa mikið um þessa, fókusa

23.30 Barn er fætt, "on this night god has given you a son" Gregory Peck sposkur á svip.

23.37 Voða hamingjusamt uppeldi með litla barnið, barnapía og allt, rotweiler að fylgjast með, þá stökk barnapían fram af þakinu og hengdi sig "i love you damien, it´s all for you" Damian vinkar þá hundinum

23.44 Peck fær að vita að það er eitthvað einkennilegt með guttann, lætur samt henda prestinum út

23.49 spúkí barnapía mætt til að vernda hann, byrjar á því að reyna ða stoppa þau frá því að taka hann með í kirkju, góðs viti svona fljótlega eftir að presturinn mætir og segir að barnið sé ekki í lagi. í þeim töluðu orðum eipar barnið þegar þau koma að kirkjunni

23.59 er það almennt talið góðs viti þegar öll dýr flýja eða urlast þegar barnið þitt er nærri?

00.09 Þetta var hrollvekjusena, prestur sem var nýbúinn að bölva djöflinum reyni að flýja undan skyndilegu þrumuveðri en fær fánastöng í gegnum sig eftir að hún fýkur af kirkjuþaki, 43 mínútur búnar og komin tvo alvöru dauðsföll sem voru sýnd frekar grafískt en samt sást ekkert blóð, góð mynd so far

00.17 mamman slösuð eftir að fljúga niður um hæð, það er hættulegt að hjóla inni

00.28 ég hefði ekkert móti heimilishjálp hérna en tek heldur til sjálfur en að fá þessa frænku ykkar sem er barnapía/heimilishjálp hjá gregory peck

00.41 það er ekkert spes að það sé rotweiler að njósna um þig þegar þú ert að laumast um í kirkjugarði um miðja nótt, hvað þá fleiri en einn, hvað þá ef þú ert á ferð með einhverjum miklu frægari eins og gregory peck, ljósmyndarinn á varla séns þó peck hafi sloppið merkilegt nokk, jú annars, hann slapp líka 

00.47 ok, svona almennt finnst mér að barnapían megi ekki henda húsmóðurinni út um gluggann, það er svona ákveðið prinsip

00.56 þá er ljósmyndarinn allur, skulum bara segja að hann hafi farið gegnum rúðu, eða öfugt

01.00 allt í lagi, ég skal spyrja, er það bara ok svona realistískt séð, að fela sig hálfur á bakvið hurð, sér í lagi tvo metra frá hundinum sem þú ert að fela þig fyrir, það er ekki séns að ég kaupi það að menn vinni hunda í feluleik

01.03 peck ekkert allt of ánægður á svip þegar hann klippti damian um miðja nótt og fann þrísvar sinnum sex á kollinum á honum

01.06 barnapían fékk allavega það sem hún átti skilið

01.11 jarðarför hjá peck og frú, damian omen horfði á glottandi, tilvísun í opinberunabókina sem er án efa mistúlkaðasta bók biblíunnar, búið allavega

ok, uppgjör myndarinnar og kvöldsins. Omen er líka þessi eðal mynd, maður er aldrei alveg viss um hver deyi og hvenær, nokkur frekar óhugguleg atriði og bara nokkuð gott verð ég að segja. Omen er þá besta mynd kvöldsins og Hostel númer tvö, Hellraiser fær þá að vera númer þrjú og It númer tuttuguogfjögur á lista kvöldsins.

Nokkuð vel af sér vikið að klára fjórar myndir í kvöld, sér í lagi þar sem langavitleysa var rúmir þrír tímar. Á morgun verð ég reyndar að vinna frekar lengi en ætla að reyna að byrja um hálf níu. Dagskráin er þá Textas Chainsaw og Ringu, Nightmare on elm street í lokin ef ég hef tíma og geðheilsu, hef það á tilfinningunni að myndirnar á morgun taki eitthvað meira á.

Á þá eftir poltergeist, halloween og exorcist á miðvikudag+nightmare ef ég klára hana ekki annað kvöld. Held að ég sleppi Shining að þessu sinni, hef séð hana það oft, kannski um helgina þegar ég fer í framhaldsmyndirnar. Best að sofna yfir top gear, bis morgen


Hryllileg vika

Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég að fara að horfa á þennan blessaða topptíuhrollvekjulista. Maja vinkona mín er hrollvekjufan dauðans og sagði þennan lista vera basic. Ég hef hingað til ekki verið mikið horrorfan en ef ég held geðheilsunni eftir þessa viku þá er þetta sennilega ok.

Ef ég fæ ekki nýrnakast af hrollvekjum í vikunni(sem verður þá Maju að kenna) þá ætla ég meira að segja að horfa á nokkrar af framhaldsmyndunum næstu helgi. Það er sem sagt dagskrá vikunnar og ef einhver hefur áhuga á að sitja í myrkri og horfa á þennan topptíulista(+poltergeist) þá verð ég í jórsölum.

Á morgun Hostel og Hellraiser, hugsanlega It ef tími og geðheilsa vinnst til.


Nema ljóð og sögur

Best að setja inn eitthvað meira úr þessari ágætu bók, í ljósi þess að Þórður skrifar fremst að bók þessa eigi að lesa, ljósrita, prenta og hljóðrita án leyfis.

Eftir stelpu sem heitir Erna er m.a þetta tvennt

Konan sem las um fullnægingu í kvennablöðum

Einu sinni var kona sem átti mann og alltaf þegar maðurinn og konan voru háttuð á kvöldin og komin uppí rúm þá vildi maðurinn fá að ríða konunni og svo hjakkaðist hann á henni í rúmar tuttugu mínútur þar til hann var orðinn eins og karfi í framan og þegar hann var búinn sagði hann alltaf oooohhhh aaaaaa þetta var gott og svo velti hann sér á hina hliðina en konan lá áfram á bakinu með útglennta fætur og beið eftir fullnægingunni sem hún var alltaf að lesa um í kvennablöðunum og svo einn daginn nennti hún þessu ekki lengur og fór bara út í búð og keypti rottueitur sem hún setti út í hafragrautinn hjá manninum sínum og hann drapst

 

Konan sem hataði hina hliðina

Einu sinni var kona sem átti mann sem hún elskaði rosa mikið og á hverju kvöldi þegar þau voru komin uppí rúm elskuðust þau villt og galið alveg þangað til að þau gátu ekki meir en þá snéri maðurinn sér alltaf á hliðina og snéri baki í konuna og konunni fannst það svakalega leiðinlegt því hana langaði svo að þau myndu liggja í faðmlögum og tala saman þangað til þai sofnuðu út frá ástarbrímanum og svo einn daginn þegar konan var úti í búð var hún beðin um að taka þátt í spurningu dagsins hjá DV og daginn eftir þegar maðurinn hennar var að lesa blaðið sitt yfir morgunkaffinu gat hann lesið orð konu sinnar Ef það væri eitt sem ég gæti breytt í fari karlmanna myndi ég sjá til þess að þeir sneru sér aldrei á hina hliðina og færu að sofa að loknum ástarleikjum því ég hata hina hliðina og maðurinn varð svo sár yfir því að konan hefði hlaupið með þeirra einkamál í blöðin að hann fór út í bílskúr og hengdi sig og upp frá því lagðist hann aldrei á hina hliðina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband