Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
íslensk fönn. Snjókoma í Reykjavík, gerist ekki oft. Ófærð á suðurnesjum, vissi ekki að snjór héldist þar, allavega skólar lokaðir í grindavík og allt.
Ég er annars búinn að sannfæra sjálfan mig um að ég gæti verið ágætis dansari með smá æfingu, tengist eingöngu því að ég er búinn að horfa á allt of marga þætti af so you think you can dance, lendi í svipuðum andlegum hremmingum þegar ég horfi á Idol, er þá jafnan sannfærður um eigin sönghæfileika.
American Idol byrjar annars á morgun, ef niðurhal væri löglegt gæti ég þá hugsanlega nálgast fyrsta þátt á miðvikudag, ekki alslæmt það.
Pilates byrjar aftur á morgun, fer að þessu sinni í hóptíma sem byrja kl 17 á þriðjudögum og fimmtudögum, ef einhver þeirra átta sem lesa bloggið mitt hafa áhuga á því að vera með þá er víst laust pláss ennþá í þá tíma, getið bjallað í Kollu systur í 8672727
Bloggar | 14.1.2008 | 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
búið, töluvert skemmtilegra en fyrsta eða kannski að ég sé bara farinn að venjast þessu. Maja fær hrós fyrir að fá mig til að ná í þetta, munaði litlu að ég hætti þegar þetta hópgrenjatriði kom í fyrstu seríu en nú líst mér ágætlega á að horfa á þriðju.
Strákur sem vann aðra seríuna líka. Þar sem reppið er löngu ónýtt þá er jafn gott að enda á að setja inn atriði með honum.
Bloggar | 14.1.2008 | 02:40 (breytt kl. 02:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
so you think you can dance í tv, er eiginlega að bíða eftir nfl sem byrjar kl 6 en reyndar seinni leikurinn í tv kl hálf tíu. Minime farinn heim, ætlaði held ég að fara að leika við Hlyn vin sinn, gaman að því að hann sé búinn að eignast vini í nýjum skóla og hverfi.
Fór með Degi á Jesus Christ Superstar í gær, skemmtileg sýning og dáldið öðruvísi. Eva, Niclas og co. koma í vikunni, verður snilld að hitta þau aftur. Ég fer sjaldan á tónleika eða í leikhús en sjáum til hvort ég fari á Rufus Wainwright tónleika í apríl, fer eftir því hvort ég næ að draga einhvern með mér. Ef þið vitið um einhvern sem langar á þessa tónleika þá megiði láta mig vita .
Vissi svo sem ekki mikið um þennan dúdda enda ekki mikill tónlistarspekúlant en er búinn að vera að hlusta aðeins á það sem ég fann á youtube, virkar gott þó reyndar sé ég farinn að velta því fyrir mér af hverju allir virðist þurfa að kóvera hallelujah, frábært lag en samt.
Kveð því að sinni með Rufus
Bloggar | 13.1.2008 | 17:26 (breytt kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari Aron Freyr, sem er að borða flatköku með hindberjamarmelaði.
14.49 best að tékka á liðinu, leikurinn er á sýn extra 1 þannig að það er lítið um stúdíóspjall
14.50 Liðið er Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Arbeloa, Yossi, Gerri, Mascherano, Rise, hinn óviðjafnanlegi Andryi Voronin og hinn gullfallegi Fernando Torres. Ekki alveg uppáhalds uppstillingin mín, 6 varnarmenn, 2 varaliðsmenn og svo Gerri/Torres. Bekkurinn er Itandje, Agger, Alonso, Babel, Kuyt
14.54 Þorsteinn Gunnarsson er einn að lýsa, ætli það megi ekki segja fólki upp á þessum stöðvum, af hverju er ekki löngu búið að skipta Gaupa og Þorsteini út? Arnar mætti líka gera eitthvað annað en hann er svona level-i fyrir ofan Gaupa/Þorstein en það segir svo sem ekki mikið
14.56 Liðið hjá Boro er einhvern veginn, þekki engan sem heldur með Boro þannig að ykkur er sennilega jafn sama og mér hver er í liðinu hjá Boro.
14.57 Skrtel er ekki í hópnum, ekki heldur hlkajdhg, alerhkajg eða kjsrgkgf. Meira ónafnið þessi nýi gaukur, þarf að finna eitthvað nikk á hann, reyndar sá ég eina mynd þar sem hann minnti mig á private pyle úr full metal jacket, ekki hrós en allavega eitthvað, reynum Martin samt til að byrja með
14.59 Leikurinn er byrjaður og Voronin er með tagl, verst að það er ekki alveg nógu sítt til að fela það að hann er nr 10
15.01 Byrjar Þorsteinn að tala um framtíð Mascherano, bæði veit hann ekkert um það og eins skiptir það engu um þennan leik. anywho, boro fékk fyrsta hornið en ekkert varð úr því Riise reyndi sendingu á engan sem tókst ekki, hann hitti einn Boro kall
15.04 Hreinsunardellan sem kostaði okkur á endanum wigan leikinn er byrjuð aftur, gerri og arbeloa báðir búnir að hálf klúðra hreinsunum
15.06 Þorsteinn núna að mala um að það eigi eftir að líða þónokkur ár áður en að Liver getur unnið deildina, það getur svo sem vel verið að Liver vinni ekki næstu ár en á tíma þar sem t.d Chelski gat farið úr meðalmennsku í topplið á 2-3 árum með því að henda peningum í liðið þá er þetta dáldið spes komment, eiginlega bara bull, kemur svo sem ekki á óvart miðað við þulinn
15.08 Klafs og Liver fær horn sem gerri og riise tóku stutt, Gerri fékk ágætt skotfæri uppúr því en varið í annað horn
15.10 downing street með skot framhjá, hann er markahæstur í boro, með 4 mörk í deild
15.11 Arbeloa að klúðra annarri hreinsun, síðan dæmt á Hyypia fyrir að aliadiere henti sér niður, skulum kalla það ronaldotrix
15.14 Ekkert vaðr úr aukanum, annað en reyndar að mascherano fékk boltann í hausinn og vankaðist, voronin var núna að reyna 15 metra hliðarbringusendingu sem klikkaði merkilegt nokk
15.15 Riise er örvfættur
15.16 Mashcerano er eiginlega örfættur, allavega ekki sérlega stór
15.18 tuttugu búnar og lítið að gerast, ætli það tengist því að við erum með 6 varnarmenn og tvo varaliðsmenn inná
15.20 Voronin með hælspyrnu á einhvern boro kall, ekkert spes hjá honum en þó hæll
15.23 eina böggið við að slökkva á hljóðinu er að þá missir maður vallarhljóðin, af hverju er ekki hægt að slökkva á þulinum, gott upphlaup hjá boro og þeir komir yfir, fengu reyndar að skalla á milli inní markteig en ágætt engu að síður hjá þeim
15.26 Voronin fékk dæmdan á sig auka og meiddi sig við það, það er alltaf hálf aulalegt
15.27 Það er ósköp þægilegt að slökkva á hljóðinu
15.29 Finnan með svona la la skot eftir að aukinn var tekinn stutt, Huth sparkaði aftan í torres áðan en nendo sakaði ekki, mér leiðist annars þegar varnarmenn fá að renna sér aftan í menn án þess að fá spjöld, leiðist reyndar yfir höfuð þegar þegar þeir renna sér aftan í menn en einhvern veginn ákveðið réttlæti í því þegar þeir fá spjöld fyrir það
15.36 Smá tafir, þurfti að bregða mér frá örstutt
15.37 Línuvörðurinn dottinn á hausinn, hann virðist þó hafa sloppið að mestu ómeiddur
15.39 Liver hefur getað akkúrat ekki neitt í fyrri, líkurnar á skiptingu á hálfleik eru samt engar, nema reyndar ef boro skorar aftur fljótlega, litla rlíkur á því samt, þeir geta ekki mikið, Riise með skot rétt framhjá teignum, það er þá bara rúma 17 metra framhjá markinu
15.41 Nenni eiginlega ekki að horfa á þennan leik, það er afar sjaldgæft með liver leiki en þessi er hrein hörmung, voronin að reyna trix sem hann réði ekki við, veit að það þrengir trixahringinn ekki mikið enda sér maður sjaldan trix sem hann ræður við en þetta trix var sem sagt innanfótarmóttaka sem skoppaði einhvern veginn aftur fyrir hann
15.45 Þá er búið að flauta til hálfleiks, það eina jákvæða sem hægt er að segja um þennan hálfleik er að ég þurfti bara að hlusta á þorstein í sirka korter, síðan þá hefur verið þægileg þögn hér.
15.48 Veit ekki alveg hvað ég nenni að horfa á þetta mikið lengur þannig að ég hendi kannski einhverju inn ef eitthvað merkilegt gerist en annars læt ég þetta gott heita í dag
**uppfært kl 22.43
endaði sem sagt 1-1 eftir að Torres skoraði með skoti fyrir utan teig, held að honum hafi leiðst svo meðspilararnir að hann gat alveg eins farið að skjóta fyrir utan. Í fyrsta skipti þá kom einhver inná í hálfleik, babel fyrir arbeloa, skánaði eitthvað við það en liver voru arfaslakir í þessum leik. það er þá bara uppávið hér eftir
Leikjadagbók | 12.1.2008 | 14:51 (breytt kl. 22:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sem mér finnst gott. Er líka að finna á poemhunter
| ||
|
Bloggar | 12.1.2008 | 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er eiginlega of fyndið. Jebbs, það er 2008
Líf vinkona mín úr kennó er ekki hrifin af þessu, skiljanlega en ég hló upphátt að þessu
Bloggar | 11.1.2008 | 22:13 (breytt kl. 22:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veit ekki alveg hversu hrifinn ég er af því að kaupa einhvern sem er með fjóra samhljóða í byrjun nafns, eina dæmið þar sem þetta meikar eitthvað sens er í sch- byrjun á þýskum nöfnum. Veit ekki hvað maður brenndi sig oft á þessu í manager áður en maður lærði að kaupa ekki ónöfn, sér í lagi frá gömlu austantjaldslöndunum
Vonandi að ónafnið geti eitthvað, ekki veitir okkur af.
Skrtel samdi við Liverpool til 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 11.1.2008 | 13:00 (breytt kl. 13:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
tímar þangað til að ég fer í vinnu. Er allavega búinn með fyrstu seríuna af so you think you can dance. Alveg ágætt. Veit ekki alveg hvernig það verður að horfa á næstu tvær en við sjáum til, get þá allavega hent inn einum og einum þætti af the wire með einhverju millibili. Einn galli við þessa þætti er samt að maður þarf að horfa á þá, þ.e. með idol er einfalt að vera á netinu, horfa með öðru og hlusta. Erfiðara með þetta.
anywho.... minime verður hjá mér um helgina, grunar einhvern veginn að það verði fótbolti, æfingarnar byrjaðar aftur og slatti af leikjum um helgina sem eðlilega þarf að horfa á. ég veit ekki hvort ég er orðinn áttræður eða er bakari, allavega er ég farinn að sofna fyrir 9 og vakna fyrir 5, reyndar ekki alvitlaust það er einhver ró yfir öllu á þessum tíma sólarhringsins.
Spes tími ársins annars, svona ekki ósvipað september, samfélagið að fara í gang aftur, hlutabréf að lækka, skólar að byrja og svoleiðis. Skemmtilegt vor framundan, Eva og co að koma í næstu viku, er að spá í Sverige í sumar, að því gefnu að ég flytji ekki til Hveragerðis, sjáum hvernig það fer
það gæti farið endanlega með reppið en kveð að sinni dúddanum sem vann season 1
Bloggar | 10.1.2008 | 05:08 (breytt kl. 05:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
útdráttur úr færslunni sem mig langaði að skrifa væri einhvern veginn á þessa leið "árans ólán" sem á ensku er cirka svona "crap,shit,fuck,bollocks,dammit,dammit,dammit" ........... en c´est la vie
Skrifa frekar........
Fann þetta á http://www.poemhunter.com/ eða réttara sagt var Jón Bjarni með endann á þessu í nikkinu sínu einu sinni og benti mér á. Gott stöff
| ||
|
Bloggar | 9.1.2008 | 20:20 (breytt kl. 20:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tókst mér að vera vaknaður, klukkan er sem sagt að verða hálf þrjú. skondið eiginlega, ég sofnaði yfir tv um sex í gær og fyrir utan eitt símtal sem ég hálfvaknaði við um kl 10 þá er ég eiginlega búinn að sofa 8 tíma.
eðli málsins samkvmt er ekki sérstaklega mikið að gera á þessum tíma og ég er farinn að horfa aftir á so you think you can dance. rétt áðan var einhver súrealískasta sena sem ég hef séð í tv, einn dúddinn var að dansa við eitthvað rólegt lag og það varð einhvers konar hópgrenj, ég ætlaði að hringja í maju og spyrja hvort hún væri alveg að missa það að segja mér frá þessum þáttum en þá var einn hundskammaður og fljótlega var farið að reka fólk heim, slapp fyrir horn, schadenfreude
Bloggar | 9.1.2008 | 02:34 (breytt kl. 02:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |