Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
þá væri ég að byrja á seríu 1 af so you think you can dance eftir ábendingu frá Maju vinkonu minni. Ekki það að ég hafi ekki vitað af þáttunum en það hafði eiginlega aldrei hvarflað að mér að sækja þá, meðmæli frá Maju er hins vegar nóg fyrir mig.
Hún veit enda að ég fíla Idol og þetta er kannski eitthvað í áttina.
Á allt öðrum nótum þá er ég mögulega daprari dansari en söngvari, það ætti að segja þeim nokkuð sem hafa farið í útilegu með mér
Ef niðurhal væri löglegt | 8.1.2008 | 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
væri ég búinn með tvær fyrstu seríurnar af The Wire. Eðal þættir, byrja dáldið rólega en ef maður gefur fyrstu þáttunum séns þá lifnar yfir þeim. Það eru held ég HBO þættir þannig að það er meira sýnt en maður á að venjast í bandarísku sjónvarpi. Hver sería er sjálfstæð þó aðalpersónurnar, sem reyndar eru svona 10, séu þær sömu. Margt verra hægt að gera í verkfalli bandarískra handritshöfunda en að tékka á þessum.
Dagurinn í gær var annars dáldið sérstakur, bæði í vinnunni og utan hennar. Þegar allt kemur til alls varð hann samt eins góður og hann gat orðið. Takk fyrir það.
Kveð alla, nær og fjær, að sinni með smá vídjói úr the wire
Ef niðurhal væri löglegt | 8.1.2008 | 02:50 (breytt kl. 02:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þessi Taylor Hicks og hefði hvort eð er aldrei átt að vinna. Daughtry og Paris voru bæði töluvert betri þetta season sem hann vann.
Nýja keppnin byrjar 15. jan. I´m giddy
Idol sigur ekki ávísun á farsæld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Idol | 7.1.2008 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jórsalir 4, engir gestabloggarar enda þriðja umferð í bikarnum, bíðum með gesti þar til síðar í keppninni, sér í lagi ef Liver fær Everton, nei annars, þeir duttu víst út fyrir Oldham
15.54 best að tékka á liðinu sem boðið verður uppá í dag, spái Itendje, Arbeloa, Hobbs, Riise, Pennant, Leiva, Momo, Harry, Crouch, Kuyt
15.56 Liðið er víst Itandje, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Yossi, Alonso, Leiva, Babel, Kuyt, Crouch
15.57 Gummi Ben er einn í settinu, hann er að segja okkur raunasögu Luton, ekkert spes að vera atvinnumaður í þriðju efstu deild í Englandi og fá ekki greidd laun
15.59 Liver spilaði við Luton fyrir 2 árum í bikarnum, Liver vann 5-3 eftir að Luton komst í 3-1.
16.00 Þetta var að byrja og Babel komst í gott færi eftir 23 sekúndur en markmaðurinn varði
16.01 Veit einhver af hverju Carra er að spila þennan leik, þetta ætti að vera ágætis tækifæri til að gefa honum frí, Finnan ákvað að gefa Luton frí. Luton er annars kölluð hattaborgin, ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir eiginlega, framleiða þeir pípuhatta? sixpensara? er það virkilega nógu stór bransi til að halda uppi heilli borg?
16.04 Luton gaukur einn innfyrir en Itandje varði vel, opinn leikur og skemmtilegur fyrstu 5, oft þannig í bikarnum
16.05 Hvað er annars málið með þessi meiðsli hjá Agger, hann er búinn að vera frá einhverja 3 mánuði, gerðum ekki alveg ráð fyrir því þegar ákveðið var að kaupa ekki annan hafsent í haust
16.08 Ágætt spil hjá Kuyt og Crouch, Kuyt í gott færi en ákvað að fara frekar í yfir
16.09 Markmaðurinn hjá Luton er í dáldið stuttum stuttbuxum, hann hefur sennilega verið að spara og fundið stuttbuxur frá áttatíuogeitthvað sem voru reyndar 4 númerum of litlar líka. Þetta væri eðlilegra ef hann væri stelpa í suðurríkjum USA sem hefði verið að klippa gallabuxurnar sínar og klippt aðeins of mikið
16.12 Crouch að vinna langan skalla, hann hoppar samt ekki nema svona 8 sentimetra.
16.14 Luton með horn en Babel fékk boltann uppúr því og stakk eiginlega alla af, hann er ekki mjög seinn
16.15 Varamennirnir eru Martin, Hobbs, Mascherano, Nabil El Zhar og hinn óviðjafnanalegi Andryi Voronin
16.17 Horn hjá Liver sem ekkert varð úr, Reyndar eru Sami og crouching tiger komnir í liðið þannig að það er ok að gefa þessi horn inní
16.19 Talbot sólaði Hyypia allt of auðveldlega upp við hornfána, Sami kallinn leit ekki allt of vel út þarna, Itandje reddaði þessu ágætlega
16.22 Hmm, athyglisvert, það eru 6 úrvaldsdeildarlið dottin út, Everton, Birmingham, Aston Villa, Blackburn, Sunderland og eitthvað eitt lið í viðbót, tveir aðrir innbyrðisleikir eftir þannig að næstum helmingur úrvalsdeildarliðanna er þá dottinn út. Kannski ekkert sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að ekkert þessara liða getur blautan k... en samt.
16.27 Luton búnir að vera alveg ágætis þó það sjáist að þeir geta ekki mikið, Kuyt kæmist í liðið hjá þeim en ég veit ekki hvort hann væri yfirburðamaður, ætti eiginlega að vera það miðað við að hann kostaði 10 mills
16.29 Ef maður hoppar á öðrum færi, í þessu tilviki vinstri, og snýr sér í heilan hring til hægri, svona hálfpartinn afturábak, Babel var að reyna þannig hreinsun, fór ekki langt og ég man ekki eftir því að hafa séð þetta reynt áður á fótboltavelli
16.31 Luton að fá helling af hornum, þeir eru eiginlega betri þessar mínúturnar
16.33 Yossi er ekki hrifinn af því að skjóta, kannski ágætt því hann er ekkert spes skytta, Crouch með 2 skotfæri núna á 1 mínútu, annað skotið ágætt en markmaðurinn varði, hitt framhjá, örlítið lifnað yfir spilinu hjá Liver síðustu 2-3 mínúturnar
16.35 Æ þetta er annars svona leikur sem líður hratt, venjulega er þá ekki mikið að gerast en þetta er búið að vera ok, 35 búnar og staðan 0-0, bæði lið búin að fá færi
16.39 Var að lesa aðeins um NFL úrslitakeppnina, einn leikmaður missir af leiknum þessa helgi af því að hann er með rifna lifur eftir síðasta leik, ég get sagt með góðri samvisku að ég hef aldrei heyrt um þau íþróttameiðsl áður
16.42 Jæja , þetta er búið að vera dapurt síðustu mínútur, 3 eftir af fyrri og sem sagt ennþá 0-0, klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag
16.45 Flautað til hálfleiks, þessi leikur byrjaði ágætlega en hefur heldur dalað, Liver frekar bitlausir, kannski við fáum að sjá Nabil El Zhar í seinni, ekki það að mér finnist hann æðislegur en þó ágætt að einhver sé með lífsmarki úr þessum unglinga- og varaliðum. Sykurskert kókómjólk fæst nú líka í flöskum, gott að vita
17.00 Hey, kúl, Don Hutchinson er í hópnum hjá Luton, hann var í Liver en var eiginlega rekinn þaðan fyrir djamm, fór síðan í West Ham þar sem hann var eiginlega rekinn fyrir djamm, var í Sheffield United þegar ég ætlaði að meika það(en gerði ekki), skemmtilegur náungi fyrir utan það þegar honum tókst að fá mig til að bíta í sápu. Styttri útgáfa af þeirri sögu er sú að hann mætti einhvern daginn með bakkelsi í klefann eftir æfingu og gekk á milli manna til að bjóða einhvers konar rjómabollur, ég tók eðlilega þá efstu og spáði ekkert í hvað þeir störðu á mig þegar ég var að fá mér bita, beit svo vel í sápustykkið og tuggði meira að segja einu sinni eða tvisva ráður en ég áttaði mig á þessu
17.04 Seinni byrjaður, engar skiptingar, ég held að Rafa viti ekki að það megi skipta í hálfleik
17.08 Skotfyrirgjöf hjá Kuyt, Yossi komst næstum í boltann en það telur lítið, ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvernig Kuyt gat skorað svona mikið í Hollandi, hann tekur bara beina rist í færum
17.10 Riise með gott skot sem breytti um stefnu en markmaðurinn varði það virkilega vle, Leiva komst í frákastið en einhver náði að henda sér fyrir skotið hans
17.12 Leiva með klaufalegt brot, hefði átt að fá gult held ég en slapp
17.13 Dauðafæri hjá Luton, frír skalli af markteig en hann ákvað að skalla yfir, Talbot held ég að það hafi verið
17.15 Markmaðurinn hjá Luton í smá ævintýri, missti boltann til Babel en það reddaðist einhvern veginn hjá honum.
17.16 Nú er veirð að tala um að Maurinho eigi að taka við Liver, fínasti þjálfari sem mætti alveg taka Liver að sér en ég veit ekki hvernig svoleiðis þjálfari hentar bandarískum peningamönnum, hef það á tilfinningunni að hann myndi líka vilja kaupa menn, samt klárlega klassa ofar en Rafa
17.19 Hálftími eftir og þá væntanlega 7 mínútur í skiptingu, svo að það komi frá þá heldur Rafa að það megi bara skipta á 4 tímapunktum í leiknum, 67. 74. 78. og 83 mínútu. Á þessu eru eingöngu veittar undantekningar ef einhvern meiðist eða lið fær á sig mark mjög seint
17.22 Lítið að gerast akkúrat eins og er, nema þá helst að tölvan er helst til heit á vinstra lærinu þessa stundina, best að færa hana aðeins
17.25 Rafa brosandi eins og venjulega
17.26 Fabio Capello á vellinum, er ekki alveg viss en mig grunar að þetta sé fyrsta skiptið sem Capello fer á völlinn í Luton, Voronin að gera sig kláran, hann þarf að drífa sig aðeins til að komast inná á 67. mínútu
17.28 Nú heldur Gummi að Kuyt sé Riise, mér finnst þeir ekkert líkir. Luton átti hins vegar hörmulega aukaspyrnu rétt áðan. Ágætt skotfæri rétt fyrir utan teig en þeir voru svo margir að þvælast í boltanum að þeim tókst ekki að búa til skotfæri, Babel útaf fyrir Voronin og Mashcerano að gera sig kláran
17.31 Mér finnst Mascherano mjög góður en þá vantar hann eiginlega ekki fyrir 17 mills, eigum Gerra og Alonso og Leiva til vara fyrir þá, höfum töluvert meira við einhvern sóknarmann að gera, hörmuleg hreinsun hjá fyrrum leikmanni Tottenham, Chris Perry, Voronin í dauðafæri sem markmaðurinn varði en Crouch tók frákastið og skoraði, þetta var alveg ok en ég er ekki alveg viss um að þetta sé í samræmi við gang leiksins, það skiptir reyndar jafn litlu máli og hvaða litur er á ruslapokanum manns, en samt
17.44 Smá tafir vegna vesens á moggablogginu, allavega, Luton er búið að jafna, ágæt fyrirgjöf og Riise henti sér fram, sparkaði boltanum í hendina á sér og í markið. Riise átti síðan ágætt skot rétt framhjá hinum markinu. El Zhar var að koma inná fyrir Yossi, Mascherano er kominn inná, fyrir Alonso held ég
17.47 Það er annars búið að vera smá vesen á moggablogginu síðustu daga, kvarta hér með. El Zhar er lítill, snöggur og getur skotið, það er svipað og Yossi, hann er lítill
17.50 Það væri alveg ágætt fyrir fjárhaginn hjá Luton ef þeir fá annan leik á Anfield, slatti af cash money fyrir það, þeim veitir víst ekki af
17.52 Búið að flauta af, virkilega góð úrslit fyrir Luton, bæði jafntefli og meira cash money. Frá sjónarhóli Liver var þetta ekki alveg í sama klassa, reyndar gott að Yossi og Voronin fái að spila á móti leikönnum á svipuðu level-i, það er allavega eitthvað.
Leikjadagbók | 6.1.2008 | 15:55 (breytt kl. 18:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
um helgina. Fór á Ítalíu í gær, afbragðs matur og enn betri félagsskapur. Er núna í Jórsölum að gera ekkert, ég er reyndar ágætur í því að gera ekkert.
Ef niðurhal væri löglegt væri ég nýlega byrjaður á nýrri þáttaröð sem ég er búinn að vera að geyma aðeins. Þættirnir heita The Wire og eru lögguþættir frá Baltimore, dáldið spes þættir en alveg ágætir. Þetta verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum er að verða frekar þreytandi, þessir 12-13 þættir sem ég fylgist með reglulega eru í fríi núna og það eru ansi margir klukkutímar sem þarf að gera eitthvað annað við, ætli ég endi ekki á því að lesa í staðinn, meh...
Ábendingar um þætti eru vel þegnar, ef svo ólíklega vill til að ég eigi einhverja þætti eftir þá er þetta fínn tími til að uppgötva nýja. Idol byrjar annars eftir rúma viku, það er eins gott að það tefjist ekki.
Bloggar | 5.1.2008 | 19:37 (breytt kl. 19:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ætlar víst að bjóða sig fram til forseta eina ferðina enn. Þetta væri allt saman voða sniðugt ef það kostaði ekki helling fyrir okkur að halda svona kosningar. Það eru engin lög sem banna fólki að bjóða sig oft fram, held að almennt sé bara gert ráð fyrir því að ef þú býður þig tvisvar fram og færð lítið sem ekkert fylgi þá sé þetta orðið gott.
Mikið vildi ég að Ástþór léti þetta gott heita, hann gæti meira að segja sagst ætla að draga sig út úr þessu og skorað á ríkið að gefa kosningaupphæðina til góðgerðarmála, það væri allavega gæfulegri leið til að eyða peningunum. Nú ef það berast hins vegar framboð frá fleirum en Ólafi Ragnari þá er mér svo sem slétt sama þó Ástþór sé þriðji eða fjórði maður í framboði, alltaf gaman að sjá risaaugun, hann minnir mig alltaf dáldið á einn af hundunum í sögunni um eldfærin.
Bloggar | 4.1.2008 | 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
var einhvern veginn svona
*eyddi fyrstu nóttinni með Maju, þriðja árið í röð. Vorum sem sagt á næturvakt í Voda.
*Ákvað að læra eitthvað smá í viðbót og byrjaði í diplómanámi í þróunarfræði í HÍ, kláraði 2 kúrsa um vorið og skráði mig í master, byrjaði á tveimur kúrsum í haust en hætti í báðum, ætla að taka þetta sem diplóma og þarf bara að klára verkefni einum í viðbót, dunda mér við það í vor og sumar.
*Byrjaði að vinna aðeins á kvöldin í félagsmiðstöðinni Hólmaseli, skemmtileg leið til að hugsa um eitthvað annað en vinnuna, áhugavert að vinna með unglingum, vann þar fram á vor og ætlaði að halda áfram í haust en þar sem ég fór í nýja vinnu þá ákvað ég að hætta þar, eiginlega ekki nægur tími þó skemmtilegt væri
*Vann að innleiðingu á Genesys, MS CRM og Dezide hjá Vodafone. Um sumarið bauðst mér djobb hjá Visa sem ég ákvað að taka. Erfitt að hætta hjá Voda og kveðja fólkið þar en taldi þá eins og nú að þetta væri rétt skref. Byrjaði samt aldrei að vinna hjá Visa, nafnabreyting rétt áður en ég byrjaði, hóf þess vegna störf hjá Valitor 17. sept. Búinn að vera þar núna í rúma þrjá mánuði og kann vel við mig. Mikið af skemmtilegu fólki og þægilegur starfsandi, á endanum held é gað það skipti oft mestu máli, þ.e. fólkið og vinnuumhverfið.
*Byrjaði að spila smá bolta með Vodagaukum í vor, hélt því síðan áfram í haust með nokkrum fyrrum fótboltamönnum, formið ekkert spes en skánar þó smám saman. Byrjaði í Pilates hjá Kollu sys í haust, merkilega skemmtilegt og reyndar helling gagnlegt
*Endaði árið með minime, skutum saman upp flugeldum á gamlárskvöld
*Árið var lærdómsríkt og skemmtilegt, ég hitti fullt af áhugaverðu fólki, Pétur, Unnur og Lilja Hugrún fluttu heim, Jensa, Nina og Bruno komu í heimsókn.
*Heldur langt að telja upp alla sem maður hitti en meðal áhugaverðs fólks sem ég hitti, í einhverri röð, var Maja, Fjóla, Dagur, Sverka, Fríða, Pétur, Unnur, Gísli, Vala, Jón Bjarni, Guðrún Björk, Perla, Eymus, Halli, Ella, Ninja, Doddi, fjölskyldan, ÓskÓsk, Kóðinn, Hanna, Jensa, Nina, Bruno, Kristín, Ingibjörg, Bergsveinn, Birna, Lilla, Gauja, Dagmar, Sara, Örn, Randver, Björg, SGÓ, fyrrverandi verðandi eiginkona hans og Rannveig.
*2008 ætti vel að geta orðið gott, er að pæla í MBA námi í haust, fótboltasumar númer 2 framundan hjá minime og vonandi meira af þessu skemmtilega fólki sem ég hitti á því síðasta, jafnvel eitthvað fleira skemmtilegt fólk
Lög sem minna mig á 2007 eru:
Pink-Dear Mr.President
Jordin Sparks-You´ll never walk alone-Liver og Idol
þeir sem þekkja mig vita að þetta hlaut að koma líka
Nylon - Losing a friend
Bloggar | 3.1.2008 | 00:15 (breytt kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jórsalir 4, engir gestir eða gestabloggarar, enginn bjór en reyndar hálfdrukkin kók frá því í gærkvöldi
19.51 Gummi Ben er í settinu, einn að ég held. Eitthvað af fleiri leikjum í kvöld, pælum kannski í þeim seinna.
19.53 Liðið er Reina, Finnan, Carra, Arbeloa, Aurelio, Pennant, Alonso, Mascherano, Harry, Gerri og hinn gullfallegi Fernando Torres. Þetta er einhvers konar 4-5-1/4-3-3/4-2-4 týpa. Gerri fyrir aftan Torres, líst ágætega á það, reyndar finnst mér ekkert spes að Pennant og markaleysið hans sé aftur komið í liðið en hann gefur þó boltann fyrir
19.56 Gleymdi að minnast á liðið hjá Wigan en fattaði þá að mér er alveg sama um það, þið getið bara fundið það sjálf, get þó sagt að Emile Heskey er í liðinu
19.57 Varamenn eru Itandje, Riise, Benayoun, Kuyt og crouching tiger er kominn aftur eftir ninjastökksbannið
20.00 Koma svo
20.01 Hápressa hjá Liver, taktíkin hentar ágætlega í það
20.02 Pennant með skemmtilega sendingatilraun á Gerra, gekk ekki alveg en þó ágætis hugsun, stundum getur maður ekki farið fram á meira frá Pennant
20.04 Alonso er með afbragðs sendingar, Harry hins vegar eitthvað utan við sig og var rangstæður þegar hann hafði alla línuna fyrir framan sig, klafs og Wigan næstum komnir í færi, reina reddaði því
20.05 Nikkið hans Jóns Bjarna á msn er "happier than a tornando at a trailer park" ég hló upphátt að því, er víst úr stórmyndinni Cars
20.07 Kannski er það bara ég en mér sýnist Liver koma til með að vera meira með boltann, það er svona stöff sem maður lærir af því að spila lengi fótbolta skiljiði
20.09 Torres með ágæta sendingu innfyrir bakvörðinn á pennant, kannski aðeins of fast, held samt að pennant hafi bara ekki veirð nógu fljótur
20.11 Torres er fljótur, var að stinga einhvern af á kantinum núna, Pennant reyndi að stinga einn af á miðjunni án þess að bæta í hraðann, það virkar sjaldnast
20.13 Torres innfyrir en rangstæður, afar tæpt en rétt.
20.14 Mascherano með 5 metra sendingu sem gekk næstum því, hann er ekki alveg á Sissoko level en samt
20.15 Dæmt á Torres, það hefði ekki verið dæmt á þetta er hinn hefði farið svona í Torres, Wigan að fá horn eftir afar dapra hreinsun hjá Aurelio, Liver fékk 8 sénsa tli a hreinsa eftir þetta horn en Brown átti síðan skot svona 3 sentimetra framhjá, það er smá bögg með þessi horn þegar Hyypia og Agger eru ekki með, skulum ekki gefa þeim of mörg horn, nú eða bara hreinsa þegar tækifæri fást til
20.18 Nennir einhver , sem er á Anfield, að segja Pennant í hálfleik að maður eigi ekki að gefa fljótandi fyrirgjafir þegar það eru 20 manns inní teignum og maður hefur nægan tíma
20.20 Harry og Aurelio með skemmtilegt trix á vinstri kantinum, Harry komst í skotfæri en einhver var að þvælast fyrir, Torres og Mashcerano að koma sér í færi en Mashcerano með svona þokkalegt skot sem Kirkland varði
20.23 Brotið á Pennant en ekkert dæmt, hann var alveg steinhissa, Wigan fær sókn uppúr því, auki sem ekkert varð úr
20.24 Gummi að vitna í Steve Bruce, "Taylor er nýr Beckham, án útlitsins". Torres þá með fína sendingu á Gerra sem kom ekki almennilega skoti úr góðu færi
20.26 Gerri á að vera þarna inní teig, þegar hann er í svona frjálsri stöðu þá þarf hann ekki að fara mikið til baka að sækja boltann, þó honum finnist gaman að gefa langar ristarspyrnur
20.27 Kirkland að tefja, það er alltaf gott á 27. mínútu
20.28 Pennant ekki búinn að fatta að hann hefur ekki sama hraða og hann hafði fyrir meðislin, var að reyna að taka annan á án þess að bæta í hraðann, það virkaði ekki
20.29 Það hefur gengið hörmulega hjá Liver að hreinsa, hálftími búinn og ennþá 0-0
20.31 Aurelio með ágæta spyrnu úr auka utan af velli, verst að þetta var beint á Kirkland og enginn Liver maður nálægt, að öðru leyti vel útlítandi spyrna, hmm..
20.33 Er að pæla í með Pennant, er ekki betra að nota æfingar eða æfingaleiki til að koma mönnum í form, svona frekar en deildarleiki. Brown þá fljótlega að fá spjald fyrir endurtekin brot, fær eina svona klassíska róaðu þig ræðu frá dómaranum, spái að hann fari ekki eftir því
20.35 Fyrirgjöf en Gerri búinn að gleyma því að hann á að vera kominn inní teig, ekki mikil hætta þá
20.39 Það mætti setja crouching tiger inná í hálfleik fyrir Pennant, bara ekki Benayoun, okkur vantar ekki fleiri sem gefa ekki fyrir. Getum alveg eins sett Crouch inní og Finnan aðeins framar
20.41 Væri til í að sjá aukaspyrnutölfræði um þennan leik, búið að dæma slatta, ágætur auki hjá Xabi en Torres með skalla yfir.
20.44 Pennant gaf á Finnan, ágætt að hann náði þá að gefa einhvern tímann á samherja áður en honum er skipt útaf
20.47 Gummi vill fá Yossi inná fyrir Harry, væri nú ekki nær að koma Pennant útaf sem fyrst, mér er reyndar sama þó Harry fari útaf en Crouch má allavega koma inná
20.49 Best að horfa á City næsta korterið, það er sem sagt kominn hálfleikur hjá Liver, staðan 0-0 og ekki mikið um færi, hef engar áhyggjur samt, nægur tími eftir til að skora nokkur mörk
21.05 Seinni byrjaður, engin skipting en ógulegt trix hjá Rafa, Pennant og Harry að skipta um kant, er þá betra að Pennant missi boltann þeim megin, anywho.. horn hjá Liver
21.06 Finnan með dapran bolta inní, eiginlega fór ekki inní heldur útfyrir hliðarlínu
21.08 Gullfallegt mark hjá gullfallegum manni, var einhvern veginn svona, Finnan, Torres, Gerri, Finnan, Torres mark, gott spil og þægileg afgreiðsla
21.10 Góður punktur hjá Gumma, Wigan komst í færi en reyndar dæmd rangstaða, Gummi benti hins vegar á hveru algengt það er að fá á sig mark eða allavega færi fyrstu mínúturnar eftir að maður skorar, Gaupi heldur því væntanlega fram að það sama gildi um handbolta, jamms svo sem rétt en dáldið öðruvísi íþrótt
21.13 Harry með run, ekki sérlega árangursríkt eða gott run en run samt
21.15 Jæja, 56. búnar og ekki skipting ennþá, getum gefið okkur að hún komi á 64. mínútu, ég held að Pennant þurfi súrefni ef hann veðrur lengur inná en það. Talandi um hann og hárkolluna hans, þeir bræður eru búnir að skipta aftur um kant
21.17 Afar dapur aukavaríant hjá Liver, taka stutt á einhvern, gefa aftur á Aurelio og hann beint á Kirkland, Gerri nú með gott skot úr auka sem Kirkland varði ágætlega
21.20 Gummi búinn að skipta um framburð, einn hjá Wigan sem heitir Valencia og var borið þannig fram í fyrri, er nú orðið ValenÞía, voða fínt
21.22 Nú er eiginlega komin 63. mínúta, engin skipting ennþá, getur verið að við þurfum að bíða til 74.?
21.23 Pennant ætlaði að ná sér í aulaspjald með því að fella einn, ágætt kannski að hann var allt of seinn og langt frá
21.24 Þetta er einn af þessum leikjum sem líða hratt, venjulega merki um að ekki sé mikið að gerast, Torres með trix og komst næstum í færi.
21.26 Harry með skot frá endalínu, fór ekki alveg á markið, það var svo sem enginn inní en þetta var samt ekkert spes, Beckham án útlitsins með skot yfir úr frekar þröngu færi, útspark
21.29 Tuttugu eftir og enn eitt hreinsunarklúðrið, smá klafs hjá Heskey, hann er svona Carragher sóknarmannanna, þ.e. hann helsti styrkur er að þvælast fyrir, ekki það að hann sé góður
21.32 Ágætt skot frá Harry eftir sendingu frá Torres, Harry þá útaf fyrir Yossi, merkilegt nokk á 74. mínútu, Rafa furðulegur með þessar skiptingamínútur sínar
21.34 Korter eftir og Pennant einhverra hluta vegna ennþá inná, það er næstum eins skrýtið og að Brown sé ekki kominn með spjald, hmm... hvað ætli Rafa geti dottið í hug á 82. mínútu, ok ég ætla að spá Riise inná fyrir Pennant þá og svo Kuyt fyrir Torres á 88. ég er mikill spámaður bara svo að þið vitið það
21.37 Hvað er með þessar plebbahreinsanir hjá Liver, nún voru þeir að klúðra einni enn og Bramble skoraði 1-1, meira crappið en það er ekkert spes að geta ekki hreinsað boltanum, Gerri fær þá stoðsendingu á þetta, 10 eftir og ætli Rafa fáist þá til að taka Pennant útaf núna?
21.43 Gerri með skot sem Kirkland varði vel og síðan fékk Gerri frákast sme Kirkland varði enn betur, Crouch nú inná fyrir Mashcerano, Kuyt á leiðinni inná líka, það er frekar dýrt að nota ekki færin, Pennant loksins útaf á 87. mínútu það er alveg svona 87. mínútum of seint, allavega 43.
21.46 Nokkrar eftir og Rafa pirraður, hann ætti kannski að prófa að vera einhvern tímann með lífsmóti á meðan leiknum stendur, ekki bara ef það kemur eitthvað bögg upp á síðustu mínútunum, þýðir lítið að vera að vera í fýlu yfir þessu ef þú hefur ekki unnið fyrir því að klára leikinn, Liver eru búnir að vera 10 eiginlega frá 20. mínútu, allavega hefur Pennant ekki gert neitt og það meira að segja sást fljótlega að hann var ekki tilbúinn í leikinn
21.49 Fínasta fyrirgjöf frá Kuyt en þá var enginn inní, Crouch að kvarta eitthvað, nú fékk Torres spjald fyrir að fara með olnbogann í Bramble, ef það er eitthvða þá ætti það að vera rautt en þetta var samt eiginlega hvorugt, kannski auki en í takt við annað í þessum leik, LIver á ekki einu sinni almennilega sókn þó þetta sé að verða búið, það er yfirleitt merki um að lið sé í ruglinu.
21.52 Búið að flauta af, endaði 1-1 sem verður að teljast afar dapurt, eiginlega hörmung. Það sem var næstum jafn slæmt var hvernig liðið spilaði, Pennant ekki með en samt inná í 87 mínútur, Harry ekki að gera mikið, liðið klúðraði afar mörgum hreinsunum eiginlega allan leikinn og það endaði á því að Gerri sendi í magann á Mascherano og til Bramble sem þrumaði boltanum inn. Dáldið spes leikur og úrslit. Ætli Van Basten geti fengið sig lausan og tekið við Liver, þetta er að verða komið gott hjá Rafa
Man City lagði Newcastle, 2:0 - Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Wigan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leikjadagbók | 2.1.2008 | 19:55 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
vinnuvika eina feðrina enn, heilir tveir tímar í dag og síðan alveg tveir heilir dagar, ætli maður þurfi ekki helgina til að hvíla sig eftir það.
Liver-Wigan kl 8 í kvöld, það ætti að verða einfalt, skemmtilega mikið af leikjum um hátíðirnar og reyndar skemmtilega mikið af mat. Ég fékk annars þrjár bækur í jólagjöf og er búinn að taka plastið af þeim öllum. Eina áramótaheitið er að lesa meira, það er svona passlega loðið.
Bloggar | 2.1.2008 | 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
væri ég heima að horfa á Lions for lambs. Heill haugur af stórleikurum í þessari mynd. Ég hefði sem sagt nýtt áramótatímann í að ná í þessa mynd og no country for old men og tek hana eftir lions for lambs.
Áramótin voru afar góð, eins og landsmenn vita þá kom skyndilega logn í cirka klukkutíma um hálf tólf. Við rukum þá út með flugeldana og skemmtum okkur konunglega. Minime leiddist það ekki mikið og reyndar ekki mér heldur. Fyrr á gamlársdag horfðum við saman á Karate Kid, snilldarmynd sem Aron Freyr hafði afar gaman af. Hann eyddi síðan stórum hluta dagsins í að æfa bóna bíl, pússa gólf, mála grindverk og hús æfingar, kranasparkið var erfiðara en það kemur með æfingunni.
Ef niðurhal væri löglegt | 1.1.2008 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |